Fréttablaðið - 29.03.2018, Page 35
Meðal þess sem
Húseigendafélagið
býður upp á er lögfræði
þjónusta sem verið
hefur þungamiðjan í
starfsemi félagsins
undanfarna áratugi.
Sigurður Helgi Guðjónsson
Mörg dæmi eru um að húsfélög og stjórnarmenn þeirra hafi orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna mistaka við undirbúning og framkvæmd húsfunda, segir Sigurður Helgi Guðjónsson.
Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum þar sem teknar eru ákvarðanir
um mikilvæg mál og kostnaðar
samar framkvæmdir. Mörg dæmi
eru um að húsfélög og stjórnar
menn þeirra hafi orðið fyrir tjóni
og skakkaföllum vegna mistaka
við undirbúning og framkvæmd
húsfunda.
„Þótt það virðist ekki vera mikið
vandaverk að halda húsfundi sem
standast lagakröfur og eru bærir
til að taka lögmætar ákvarðanir
þá reynist það oft þrautin þyngri,“
segir Sigurður Helgi Guðjónsson,
formaður Húseigendafélagsins, en
sökum þess og til að mæta mikilli
Vanda þarf undirbúning
húsfunda vel og vandlega
Það getur reynst
þrautin þyngri að
halda húsfundi
sem standast
lagakröfur. Hús
fundaþjónusta
Húseigenda
félagsins tryggir
lögmæti hús
funda og að rétt
sé staðið að
ákvarðanatöku.
eftirspurn setti Húseigendafélagið
á laggirnar altæka þjónustu, Hús
fundaþjónustuna, um allt sem að
húsfundum lýtur. „Hér er um að
ræða alhliða húsfundaþjónustu,
þ.e. lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð
við fundarboð, tillögur og gagna
öflun. Lögmaður með sérþekk
ingu annast fundarstjórn og ritun
fundargerða er í höndum lögfræð
inga eða laganema.“
Sigurður Helgi segir að Hús
fundaþjónustan tryggi lögmæti
húsfunda og að rétt sé staðið að
ákvarðanatöku en dæmin sanni
að oft verði misbrestur á því, með
afdrifaríkum afleiðingum. „Þessi
þjónusta Húseigendafélagsins er
því afar skynsamleg öryggisráð
stöfun fyrir alla, bæði eigendur og
viðsemjendur húsfélags, t.d. banka
og verktaka. Fundur sem undir
búinn er af fagmennsku og haldinn
af þekkingu er ávallt og að öllu leyti
betri, málefnalegri, markvissari og
árangursríkari en fundur þar sem
fum og fúsk ræður,“ segir Sigurður.
Sérþekking,
kunnátta og reynsla
Á aðalfundum húsfélaga eru
oftar en ekki teknar ákvarðanir
um dýrar framkvæmdir og ráð
stafanir sem fela í sér miklar
skuldbindingar fyrir húsfélög og
fjárútlát upp á hundruð þúsunda
eða jafnvel milljónir króna fyrir
hvern eiganda. Forsenda fyrir lög
mæti þeirra ákvarðana og þar með
greiðsluskyldu eigenda er að þær
hafi verið teknar á fundi sem er
löglega boðaður og haldinn.
Húsfundaþjónustan felur í sér
ráðgjöf og aðstoð við undirbúning
og boðun húsfunda og stjórnun
funda og ritun fundargerða.
Frá Húseigendafélaginu koma
að hverjum fundi fundarstjóri
og fundarritari. Fundarstjóri er
lögmaður, sem hefur þekkingu,
þjálfun og reynslu í fundahöldum,
ásamt þekkingu á sviði fjöleignar
húsamála. Starfsmenn og lög
fræðingar félagsins koma einnig að
málum og aðstoða við undirbún
ing funda, samningu fundarboða,
ályktana, tillagna og samantekt
annarra fundargagna og eru ráð
gefandi um öll atriði. Þjónustan
hefst með undirbúningsfundi
lögfræðings félagsins með forsvars
mönnum húsfélagsins þar sem
farið er yfir fundarefnin og málefni
húsfélagsins og línurnar lagðar.
Sigurður segir að með Húsfunda
þjónustunni sé boðin fram sér
þekking, kunnátta og reynsla og er
gjaldið fyrir þjónustuna lágt í ljósi
þess og einnig þegar haft er í huga
að hún fyrirbyggir deilur og hugs
anlegt fjártjón. „Það er því mikið
hagsmunamál fyrir alla, eigendur,
viðsemjendur, lánastofnanir,
verktaka og aðra, að húsfundir séu
rétt haldnir þannig að ákvarðanir
þeirra verði ekki vefengdar síðar
með þeim leiðindum og fjárhags
legu skakkaföllum sem því fylgja.“
Félagsmenn standa
undir starfseminni
Húseigendafélagið var stofnað árið
1923 og er því 95 ára á þessu ári.
Félagsmenn eru um tíu þúsund
og þar af eru húsfélög um átta
hundruð. Félagið þiggur enga
styrki og er ekki fjárhagslegt heldur
er það eingöngu rekið með hags
muni félagsmanna og húseigenda
að leiðarljósi. „Félagsmenn standa
undir starfsemi Húseigendafélags
ins að öllu leyti og forsenda þess að
félagið geti boðið upp á þjónustu
á borð við Húsfundaþjónustuna
á svo lágu verði er tryggð og festa
félaga, að þeir tjaldi ekki bara til
einnar nætur. Þá má því segja að
þjónustan sé niðurgreidd með
félagsgjöldunum og að hún sé
að stærstum hluta borin uppi og
kostuð af þeim félagsmönnum sem
greiða árgjöldin sín en nýta sér
ekki þjónustuna í bráð eða lengd.“
Meðal þess sem húseigenda
félagið býður upp á er lögfræði
þjónusta sem verið hefur þunga
miðjan í starfsemi félagsins
undanfarna áratugi. Félagið býr því
yfir mikilli og sérhæfðri þekkingu
á þeim sviðum lögfræðinnar sem
varða fasteignir og eigendur þeirra.
Jafnframt er rekin húsaleigu
þjónusta en þá aðstoðar Húseig
endafélagið félagsmenn sína við
samningsgerð og kannar feril og
skilvísi leigjenda.
Síðast en ekki síst má nefna að
Húseigendafélagið tekur þátt í
almennri hagsmunabaráttu fast
eignaeigenda. Segir Sigurður Helgi
að félaginu hafi þar orðið verulega
ágengt, öllum húseigendum til
hags og heilla. Nefnir hann í því
sambandi fjöleignarhúsalög, húsa
leigulögin og lög um fasteigna
kaup.
Skrifstofa Húseigendafélagsins er
í Síðumúla 29 í Reykjavík. Þar eru
veittar nánari upplýsingar um fé
lagið, starfsemi þess og þjónustu.
Netfangið er postur@huseigenda
felagid.is og símanúmer 5889567.
Sigurður Helgi Guðjónsson, for-
maður Húseigendafélagsins.
KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 2 9 . m a R S 2 0 1 8 SAMeIGNIN
2
9
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
6
-7
5
6
C
1
F
5
6
-7
4
3
0
1
F
5
6
-7
2
F
4
1
F
5
6
-7
1
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K