Fréttablaðið - 29.03.2018, Side 38
Snyrtivörunotkunin
hefur ekkert með
kynhneigð að gera.
Suðurkóreskt samfélag er
almennt íhaldssamt og
hefðbundin kynhlutverk
eru föst í sessi.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Í Suður-Kóreu er í tísku að karlar farði sig. Það er áætlað að um 20% af öllum snyrtivörum sem eru
framleiddar fyrir karla séu seldar
þar í landi. Yfirleitt reyna þeir að ná
fram náttúrulegu og hraustlegu útliti
og vilja ekki að það sjáist að þeir séu
málaðir.
Þetta er ný þróun. Þar til mjög
nýlega var snyrtivörunotkun tengd
við konur. En salan á húðvörum
fyrir karla jókst um 86% á árunum
2010-2015 og í dag eyða suðurkór-
eskir karlmenn að meðaltali meiri
peningum í snyrtivörur en karlar í
nokkru öðru landi og notkunin er
bara að aukast. Karlar eru þó bara
brot af markaðnum í Suður-Kóreu,
en snyrtivöruiðnaðurinn þar veltir
tæplega 700 milljörðum íslenskra
króna á hverju ári.
Felulitamálning sem
fer vel með húðina
Snyrtivörunotkunin hefur ekkert
með kynhneigð að gera. Suðurkór-
eskt samfélag er almennt íhaldssamt
og hefðbundin kynhlutverk eru föst í
sessi. Snyrtivörunotkun karla er hins
vegar orðin svo algeng og almenn að
það er meira að segja til sérstök felu-
litamálning sem fer sérlega vel með
Suðurkóreskir karlar
eyða mestu í snyrtivörur
K-pop hljómsveitir eins og BTS hika alls ekki við að fríska upp á útlitið með alls kyns snyrtivörum. NORDICPHOTOS/GETTY
Key, sem er í SHINee, notar oft andlitsfarða. NORDICPHOTOS/GETTY
húðina sem er hugsuð fyrir suðurkór-
eska hermenn, en allir karlar gegna
herskyldu.
Í snyrtivörubúðum í Seúl, höfuð-
borg Suður-Kóreu, eru sérstakar
karladeildir, skreyttar með myndum
af karlkyns fyrirsætum með mjólkur-
hvíta húð, vel snyrtar augabrúnir og
varalit.
Vilja vera unglegir og fallegir
Ástæðurnar fyrir því að förðun karla
hefur náð svo miklum vinsældum í
Suður-Kóreu eru ekki augljósar, en
ýmislegt kemur til greina.
Margir karlmenn vilja nota húð-
krem og farða fyrir atvinnuviðtöl,
þegar þeir skemmta sér og sérstak-
lega á stefnumótum. Sumir segja að
förðunin láti þá ekki bara líta vel út,
heldur auki sjálfstraustið, sem hjálpi
þeim t.d. að ganga í augun á konum.
Vinsældirnar koma meðal annars
frá karlkyns fyrirmyndum úr K-pop,
suðurkóreskri popptónlist, og kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum. Þar
er áherslan ekki á að vera grófgerður
eða vöðvastæltur, heldur er aðal-
áherslan lögð á að vera unglegur og
fallegur. Karlkyns tískufyrirmyndir
í Suður-Kóreu eru strákslegar í útliti,
vel til hafðar og mjög vel snyrtar.
Sumir karlar segja að þeim finnist
þeir vera karlmannlegir þó að þeir
setji á sig farða vegna þess að frægir
karlar nota svo mikið af honum.
Hörð samkeppni
á vinnumarkaði
Það er mikil áhersla á útlit í Suður-
Kóreu, en hvergi í heiminum eru
framkvæmdar eins margar lýtaað-
gerðir miðað við mannfjölda. Þar
er líka mikil samkeppni um vinnu
og mikið atvinnuleysi meðal ungs
fólks. Um leið er mikil menningarleg
áhersla á að standa sig vel í starfi.
Andlitsmyndir eiga að fylgja
starfsumsóknum og unglegt andlit
getur sent þau skilaboð að þú sért
orkumikill og tilbúinn til að hlýða
yfirmönnum. Þess vegna er falleg húð
og hraustlegt útlit forskot sem getur
skipt máli. Fyrir vikið er kominn
mikill þrýstingur á karla um að sjá
vandlega um útlit sitt ef þeir vilja ná
langt.
Það eru því ýmsar ástæður fyrir
því að snyrtivörur njóta aukinna vin-
sælda í Suður-Kóreu og það verður
fróðlegt að sjá hvort við sjáum sömu
þróun annars staðar í Asíu og ef til vill
á Vesturlöndum líka.
Karlar í Suður-
Kóreu nota mest
af snyrtivörum
af öllum körlum.
Þar er lögð mikil
áhersla á að vera
fíngerður og ung-
legur og sam-
keppnin er hörð í
atvinnulífinu, svo
allt forskot getur
skipt máli.
NÝ SENDING!
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . m A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
2
9
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
5
6
-8
E
1
C
1
F
5
6
-8
C
E
0
1
F
5
6
-8
B
A
4
1
F
5
6
-8
A
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K