Fréttablaðið - 29.03.2018, Side 44

Fréttablaðið - 29.03.2018, Side 44
„Þetta er algert draumadjobb fyrir manneskju eins og mig sem hef verið að vasast í umhverfismálum í sjálfboða- vinnu frá því ég var unglingur,“ segir Auður Magnúsdóttir, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Landverndar. Hún tekur reyndar skýrt fram að hún taki ekki við embættinu fyrr en 1. maí. Spurð hvort hún hafi alist upp við þær hugmyndir að náttúran þyrfti verndar við svarar Auður: „Ég ólst upp við virð- ingu fyrir náttúrunni. Ég er Selfyssingur en er komin af bændum í báðar ættir, fólki sem nytjaði landið og var tengt sínu umhverfi, annars vegar í Flóanum og hins vegar vestur á Mýrum.“ Auður segir Landvernd þýðingar- mikil samtök enda séu þau að kljást við mikilvægustu málefni okkar samtíma, umhverfismálin. „Eitthvað sem við verð- um taka á af fullri alvöru næstu árin,“ segir hún einbeitt og telur mikils virði þegar fólk sem er á öndverðum meiði viðri skoðanir sínar. „Það er svo mikil- vægt að hlusta á alla og þó maður skipti ekki um skoðun við það þá öðlast maður betri skilning. Þegar málin eru rædd til hlítar í vinsemd þá lærist alltaf eitthvað.“ En finnst Auði Landvernd vera nógu valdamikil samtök? „Nei, því þó svo Ísland sé búið að fullgilda Árósasáttmál- ann er framkvæmd hans enn ábótavant hér á landi,“ segir hún og ég bið hana að útskýra það nánar. „Lagaumhverfið hjá okkur Íslendingum er dálítið sniðið að þeim sem hafa mikla hagsmuni af því að nýta náttúruna. Þeir hafa sterk öfl á bak við sig. Landvernd er bara samtök almennings og Árósasáttmálinn kveður á um að félagasamtök geti verið aðili máls í lagalegum skilningi þótt þau hafi ekki sjálf beina hagsmuni í málinu.“ Hún segir félögum í Landvernd hafa fjölgað mikið undanfarið og séu nú um 5.000. „Samtökin hafa líka þróast heil- mikið um leið og almenningi er að verða ljóst hvað umhverfisverndarmálin eru brýn. Núna erum við að horfast í augu við stærsta umhverfisvanda sem mann- kynið hefur staðið frammi fyrir sem er loftslagsvandinn. Ef við tökum ekki á honum á næstu fimm árum verður ekki hægt að snúa því olíuskipi við. Plastið er önnur ógn en gegndarlaus neysla er á bak við hvort tveggja. Við viljum alltaf meira, allt þarf að vera í svo miklum vexti og stækka.“ Auður er gift og á þrjú börn, hún býr í Norðlingaholtinu og kveðst vera í átaki heima hjá sér með fjölskyldunni að reyna að minnka plastnotkun. „Það er bara mjög sjokkerandi hvað við sjálf, sem þykjumst vera meðvituð, erum að nota mikið plast, þó að við förum auðvitað með það í endurvinnslu,“ segir hún. Undanfarið hefur Auður verið deildar- forseti auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. „Ég hef aðallega starfað á Keldnaholti en líka svolítið á Hvanneyri. Það hefur verið skemmtilegt en ég lít samt á þetta nýja embætti sem risastórt tækifæri.“ gun@frettabladid.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sverris Hermannssonar fv. ráðherra og bankastjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir kærleiksríka umönnun. Bryndis Sverrisdóttir Guðni A. Jóhannesson Kristján Sverrisson Erna Svala Ragnarsdóttir Margrét K. Sverrisdóttir Pétur S. Hilmarsson Ragnhildur Sverrisdóttir Hanna Katrín Friðriksson Ásthildur Lind Sverrisdóttir Matthías Sveinsson Greta Lind Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðleifur Magnússon bókbindari, Klettakór 1A, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 19. mars sl. Útför hans fór fram frá Bænhúsinu við Fossvogskirkju þann 23. mars sl. Athöfnin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðað var í Gufuneskirkjugarði á svæði G. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Ásta Erlingsdóttir Magnús Guðleifsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Erlingur Guðleifsson Björk Hauksdóttir Björgvin Guðleifsson Sólveig Helga Gunnarsdóttir og barnabörnin. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti II, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þann 22. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hóladómkirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Utanfararsjóðs Krabbameinsfélags Skagafjarðar eða Utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði sem fást í Blóma- og gjafabúð Sauðárkróks, s.455-5544. Ása Sigurrós Jakobsdóttir Jakob Smári Pálmason Katharina Sommermeier Magnea Jóna Pálmadóttir Halldór Bjartmar Halldórsson Oddný Ragna Pálmadóttir Ingi Guðmundsson Sigríður Ingibjörg Pálmad. Svana Ásgrímsdóttir og barnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, og langamma, Anna Sigurlína Steingrímsdóttir Álftamýri 52, 108 Reykjavík, lést á Hrafnistu þann 26. mars síðastliðinn. Jarðarför verður auglýst síðar. Guðrún S. Guðmundsdóttir Valdimar Gíslason Magnús Örn Guðmundsson Sigrún Hjörleifsdóttir Grettir Ingi Guðmundsson Hrönn Harðardóttir Óðinn Ari Guðmundsson Iðunn Lárusdóttir Halldór Þór Guðmundsson Sigrún Þóranna Friðgeirsd. Rebekka Rós Guðmundsd. Kristján Róbert Walsh barnabörn og barnabarnabörn. Mikilvægt að hlusta á alla Auður Magnúsdóttir, doktor í lífefnafræði, tekur við sem framkvæmdastjóri Landvernd- ar 1. maí. Hún ólst upp við virðingu fyrir náttúrunni og hlakkar til nýja starfsins. Auður er Selfyssingur en er komin af bændum í báðar ættir, fólki sem nytjaði landið og var tengt sínu umhverfi, bæði sunnan lands og vestan.FréttAblAðið/Eyþór ÁrnASon Merkisatburðir 1947 Heklugos hefst, hið fyrsta í rúma öld. Gosmökkurinn nær 30 km hæð. 1961 Sett eru lög um launajöfnuð kvenna og karla. Skulu þau komin til framkvæmda að fullu fyrir 1. janúar 1967. 1970 Henný Hermannsdóttir, átján ára, sigrar í keppninni Miss Young International, sem haldin er í Japan. 1973 Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgefa Suður- Víetnam. Það er bara mjög sjokkerandi hvað við sjálf, sem þykjumst vera með- vituð, erum að nota mikið plast. 2 9 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r tímamót Maður frá Akureyri féll í jökulsprungu í Kverkfjöllum í norðaustanverðum Vatnajökli þennan mánaðardag árið 1985. Hann var í Flugbjörgunarsveit- inni og var við þriðja mann í ferð á jöklinum. Hann stöðvaðist á snjóhafti á um það bil fimmtán metra dýpi en mun lengra var niður á botn sprungunnar. Maðurinn slasaðist ekki við fallið en félagar hans komust ekki niður til hans, heldur létu vita af atburðinum gegnum tal- stöð. Fjöldi björgunarsveita lagði af stað, alls á annað hundrað manns, til að bjarga manninum. Það var björgunarsveitin Gró á Fljótsdalshéraði sem vann það afrek. Hafði hann þá mátt dúsa í jöklinum í rúman sólarhring. Þ EttA g E r ð i St : 2 9 . M A r S 1 9 8 5 Maður féll í jökulsprungu í Kverkfjöllum Sprungur Vatnajökuls eru viðsjárverðar. FréttAblAðið/GVA 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -8 9 2 C 1 F 5 6 -8 7 F 0 1 F 5 6 -8 6 B 4 1 F 5 6 -8 5 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.