Fréttablaðið - 29.03.2018, Síða 60
Föstudagurinn langi á að vera þungur og erf-iður dagur þar sem fólk skal neita sér um alla skemmtun að lútersk-um sið. Í Iðnó verður
þó ýmislegt í gangi, en þar fer fram
„dómsdagsfögnuðurinn“ Háskar,
þar sem kemur fram heill hellingur
af listamönnum af öllum stærðum
og gerðum, og stendur yfir frá þrjú
að degi til þrjú um nótt. Talan 3 er
raunar ákaflega áberandi í þessum
hátíðarhöldum öllum saman.
Það er listahópurinn Hatari sem
stendur fyrir Háskum ásamt Svika-
myllu ehf.
Hvað er það sem fer fram þarna
í Iðnó á morgun? „Á Háskum verða
flutt ljóð, gjörningar, klassísk tón-
list, rafhljóð, þungarokk og fleira
sem hæfir háskanum sem blasir við
mannkyni. Það verða innsetningar
inni á klósetti og raftónleikar uppi
á háalofti og allt þar á milli.
Allt listafólk sem fram kemur
er valið af stjórn Svikamyllu ehf.
og má kynna sér á vefnum haskar.
org,“ segir talsmaður Svikamyllu
ehf. sem vildi ekki koma fram undir
nafni.
„Ástæða þess að við höldum
Háska er að dómsdagur vofir yfir
jörðinni rétt eins og flugurnar
sveima í kringum hræið. Sá sem
steypir sér fram af klettabrún er
í hrapandi ástandi en með sömu
rökum má benda á að mannkynið
allt er nú í dómsdagsástandi. Við
höldum Háska til að viðurkenna
þetta ástand og fagna, því annað
væri að örvænta, og markaðs- og
greiningardeild Svikamyllu ehf.
hefur mælt gegn örvæntingu þar
sem hún er rekstri félagsins óhag-
kvæm.“
Hvers vegna varð þessi dagur,
föstudagurinn langi, fyrir valinu?
„Dagsetningin 30. mars er valin af
tveimur ástæðum. Annars vegar
liggja rekstrarsjónarmið að baki
og var það markaðs- og greiningar-
deild Svikamyllu ehf. sem mælti sér-
staklega með þessari dagsetningu.
Ofan á þetta bætist að stjórnar-
formaður Svikamyllu ehf. hefur
mikla trú á dulrænum krafti
þrenndarinnar og vill meina að
hann flýti fyrir dómsdegi – talan
þrír kemur oft fyrir í kynningu og
skipulagningu viðburðarins og var
það til að mynda ósk formannsins
að miðaverð yrði 3.333 krónur í for-
sölu. Dagsetningin er valin í þessum
anda.“
Forsala er hafin á viðburðinn og
má nálgast miða á tix.is.
stefanthor@frettabladid.is
Dómsdagshátíðin Háskar fer fram í Iðnó á morgun,
föstudaginn langa, þar sem stór hópur listamanna kem-
ur fram. Hátíðarhöldin standa frá miðjum degi og fram á
miðja nótt en þarna mun dulrænn kraftur þrenndarinn-
ar meðal annars verða nýttur til að flýta fyrir dómsdegi.
Flýtt fyrir
dómsdegi í Iðnó
StjórnarFormaður
SvIkamyllu ehF.
heFur mIkla trú á dul-
rænum kraFtI þrenndar-
Innar og vIll meIna að hann
FlýtI FyrIr dómSdegI – tal-
an þrír kemur oFt FyrIr í
kynnIngu og SkIpulagnIngu
vIðburðarInS.
Tónlist
n Amer Chamaa
n Andi
n Cyber
n Dada Pogrom
n DJ Dominatrix
n Elli Grill
n Godchilla
n Hatari
n Hórmónar
n IDK IDA
n Kórus
n Kraftgalli
n Kuldaboli
n Madonna+Child
n Muck
n Nicolas Kunysz
n Rex Pistol
n russian.girls
n Terrordisco
n Umer Consumer
n World Narcosis
Ljóðalestur
n Ágústa Björnsdóttir
n Elísabet Jökulsdóttirn Friðrik Petersen
n Hannah Jane
n Jòn Magnùs
n Jón Örn Loðmfjörð
n Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttirn Kött Grá Pje
n Ólöf Benediktsdóttir
Aðrir listviðburðir
n Adolf Smári og Sigurður Unnarn Almar Steinn Atlasonn CGFC
n Helga Guðrún Þorbjörnsdóttirn Ilmur Stefánsdóttir
n Katrína Mogensen og Nína Óskarsdóttirn Óskar Þór Ámundasonn Post Performance Blues Bandn Stepmom
2 9 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r40 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð
Lífið
Kött Grá Pje er fyrr-verandi rappari
og núverandi skáld.
Hann verður með upplestur á Háskum.
Þura,
Salka og
Jóhanna R
akel í
Cyber mun
u taka
nokkur lög
í
Iðnó.
Hatari er vöru-
merki í eigu fyrir-
tækisins Svikamyllu
ehf. sem stendur
fyrir hátíðarhöld-unum.
2
9
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
5
6
-7
F
4
C
1
F
5
6
-7
E
1
0
1
F
5
6
-7
C
D
4
1
F
5
6
-7
B
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K