Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 28
Rán verður 15 ára á árinu og segist hefðu viljað læra mannréttindi og jafnrétti kynjanna frá fyrstu stigum. Móðir hennar, Hrund, segir mikilvægt að taka sýn ungmenna alvarlega. FRéttablaðið/SteFán
Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, og dóttir hennar Rán S i g u r j ó n s d ó t t i r
eru sammála um að það þurfi hugar
farsbreytingu í samfélaginu um
menntun.
„Það er kominn tími til að meta
á nýjan hátt kennslu og frammi
stöðu nemenda í gagnfræðaskólum
á Íslandi. Kennarar og stjórnendur
skóla hafa sent inn athugasemdir
um fyrri próf sem hefur ekki verið
tekið tillit til við gerð seinni prófa,
eins og komið hefur fram í umræð
unni um mislukkuð samræmd próf
nú á dögunum. Framkvæmd próf
anna virðist hafa miðlað þeirri
tilfinningu til margra kennara og
skólastjórnenda að þeim sé ekki
treyst til að fylgja markmiðum í
kennslu og að innlegg þeirra til bóta
sé ekki metið,“ segir Hrund.
Árið er 2018 og við þurfum að
hafa hugrekki til að sleppa takinu
af gömlum tólum ef þau eru úr sér
gengin. Samræmdu prófin raska
skólastarfi og valda líka kvíða hjá
mörgum nemendum sem kvarta
yfir því að þetta sé eina eða aðal
viðmiðið til að meta getu þeirra í
framhaldsskólum.
Mér finnst mjög jákvætt að sjá til
dæmis að skólastjórar Garðaskóla
og Verslunarskólans hafa gefið út
þau skilaboð að framgangur nem
enda standi ekki og falli með sam
ræmdu prófunum,“ segir Hrund.
listir og vísindi ættu að vera jöfn
Dóttir Hrundar, Rán Sigurjónsdótt
ir, verður 15 ára á þessu ári og finnst
að jafnar áherslur ættu að vera á
listir og vísindi í námi. „Við eigum
að læra um mannréttindi, femín
isma og jafnrétti kynjanna frá fyrstu
stigum í skóla, svo við skiljum hvað
þessi hugtök þýða. Það er of seint
að kenna þetta á eldri skólastigum.
Svo á að vera jafnmikil áhersla á
listir og vísindi í kennslunni. Ef þú
ert lélegur í listum þá er það afgreitt
þannig að það sé bara ekki þitt svið.
En ef þú ert lélegur í raungreinum
þá ertu bara heimskur.“
Hrund segir mikilvægt að spyrja
ungmenni um framtíðarsýn þeirra
og taka hana alvarlega. „Ég myndi
vilja gera landsátak í því að spyrja
krakka í gagnfræðaskóla hvernig
þau dreymi um framtíðina. Hvetja
þau til að dreyma stórt, hugsa og
útfæra framtíðarsýn á ígrundaðan
hátt, hvernig þau sjái Ísland fyrir
sér eftir 2040 ár, í alþjóðlegu sam
hengi.
Það skiptir líka máli að þau sjái
fyrir sér góða framtíð. Ég myndi
vilja að við tækjum drauma þeirra
og framtíðarsýn alvarlega,“ segir
Hrund og segist telja þetta tilvalið
verkefni á fullveldisafmælinu í ár.
Hún segir íslenskt menntakerfi
standa á tímamótum. „Heimurinn
er að breytast hraðar en nokkru
sinni fyrr. Óvissa er orðin risavax
inn þáttur í allri ákvarðanatöku sem
snertir líf og störf. Stór hluti fram
tíðarstarfa er óþekktur, nú þegar eru
til störf víða um heim sem voru ekki
þekkt fyrir nokkrum árum. Hvernig
undirbúum við nemendur sem best
til að halda út í hið óþekkta? Við
þurfum að finna jafnvægi milli þess
að undirbúa nemendur fyrir vissu
og óvissu. Og því þarf að fylgja eftir
vænting, ekki kvíði,“ leggur Hrund
áherslu á.
„Af því að við erum með opinbert
menntakerfi þarf hið opinbera að
lyfta grettistaki í að endurskipu
leggja hlutina. Einfalda, gefa mun
meira svigrúm til athafna og frjóvg
unar nýrra hugmynda. Efla kennara
sem leiðtoga og efla það hugvit sem
í þeim býr og leyfa því að skila sér til
nemenda,“ segir Hrund.
„Nemendur þurfa að vera jafn
hæfir á greiningar, tækni og rök
hugsun og þeir eru á skapandi
hugsun og eigið innsæi. Það má
vera miklu meira um samþættingu
sérgreina í verkefnavinnu. Nýta fjöl
breytt verkfæri og þekkingu og læra
að beita þeim á áhugaverð og mikil
væg úrlausnarefni þar sem niður
staðan er ekki fyrir fram þekkt eða
til að skapa eitthvað nýtt. Blanda
saman listum, tækni og vísindum.
Þannig verður námið meira prakt
ískt, meira skapandi og í takt við
tímann.
Ég myndi líka vilja að nemendur
læri á heilann, hugann og vitundina,
til að efla seiglu þeirra, tilfinninga
greind og getu til að rýna til gagns
og taka betri ákvarðanir. Metnaðar
fyllstu verkefnin í gervigreindinni
ganga út á að búa til hinn full
komna mannshuga. Við treystum
svo mikið á tæknina, en gleymum
því stundum að það erum við sem
búum hana til.“
„á hverju viltu byrja?“
„Ég held við þurfum öll að átta
okkur á þeirri staðreynd að við
komum til með að þurfa að endur
mennta okkur í gegnum lífið og
vinna lengur og öðruvísi.
Við getum til dæmis endurskoðað
það að spyrja börnin okkar hvað
þau ætli að verða er þau verða stór
og spyrja þess í stað: Á hverju vilt þú
byrja? Til hvers stendur hugur þinn
núna? Ráðlagt börnunum okkar að
byrja á einhverju og bæta svo bara
við eins og þörf og forvitni drífur
þau til. Við þurf
um að skipta
um störf oftar
á ævinni, sam
setning og sér
hæfing starfa
er í mjög örri
þróun og það
er mikilvægt að
kunna eitthvað
á dýptina en fleira
en eitt á breiddina.
Sveigjanleiki, fróðleiks
þorsti og fjölbreytt verkfæri eru
lykilatriði.
Það að vera í góðum tengslum
við sjálfan sig og annað fólk og
umhverfið í kring verður sífellt
mikilvægara í tækni og hraða. Við
fullorðna fólkið kennum það best
með eigin hegðun, ekki bara orðum.
Mín reynsla af því að vinna með
ungu fólki bæði hér heima og
erlendis er að það vill ekki endilega
vinna langa vinnudaga – eins og við
– vera hlekkur í keðju sem er auð
velt að skipta út og vera úrvinda í
lok hvers dags. Þau vilja kanna
heiminn, gera sig gildandi, vinna
störf sem skipta máli og gefa þeim
sveigjanleika hvað varðar búsetu,
vinnupláss og hlutverk.“
Ungmenni stofni fyrirtæki
Hvernig verður útskriftarárgangur-
inn 2030? Hvað heldur þú að þau
muni læra og hvernig? „Ég myndi
vilja sjá nám barnanna okkar vera
þannig að þau fái verkefni sem
ganga út á að leysa áskoranir, verk
efni í eigin samfélagi eða hugleið
ingar sem eru heimspekilegs eðlis.
Hægt er að flétta saman stærðfræði,
gervigreind, myndlist, heimspeki,
sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna, kynjafræði, öldr
un og hverju öðru, við að
finna leiðir til að bæta
samfélagið.
Hér væri lögð
áhersla á styrk
leika hvers barns,
s a m s t a r f s g e t u ,
áhugasvið, að þau
skynji erindi sitt
og annarra. Að við
stoppum þau ekki
af í hugmyndaflug
inu með okkar eigin
skorti á hugmyndum,
skorti á verkfærum eða því að
við kennum ekki þverfaglega. Tími
til að hugsa og hanga og skynja og
leika sér væri partur af náminu. Og
já, ungmenni ættu að geta fengið
stuðning til að stunda nýsköpun
og stofna fyrirtæki í námi sínu, ef
hugur þeirra stendur til þess. 2030
er eftir 12 ár, það er ekki seinna
vænna að hefjast handa,“ nefnir
Hrund.
byggt á úreltum viðmiðum
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrr
verandi borgarfulltrúi og eigandi
og stofnandi Kara Connect, er
Kennarar verði leiðtogar
Hrund Gunnsteinsdóttir og Rán Sigurjónsdóttir fimmtán ára dóttir hennar eru sammála um að það þurfi að bylta
menntakerfinu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og skorar á ráðherra menntamála að auka frelsi kennara.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Það er liðin tíð að fólk
geti lært próf utan að.
kröfur um gott nám
eru af allt öðrum
toga.
ef Þú ert lélegur í
listum, Þá er Það af-
greitt Þannig að Það
sé bara ekki Þitt svið.
en ef Þú ert lélegur í
raungreinum, Þá ertu
bara heimskur.
Rán, fimmtán ára
↣
2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
C
-E
A
9
8
1
F
4
C
-E
9
5
C
1
F
4
C
-E
8
2
0
1
F
4
C
-E
6
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K