Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 92

Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 92
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Sumum finnst best að nota þessa gömlu góðu uppskrift af vöfflunum og borða þær með sultu og rjóma á meðan aðrir vilja hafa þær með mat. Vöfflur eru reyndar góðar sem morgun- verður með spældu eggi, beikoni og hlynsírópi. Svo eru þær líka bara ágætar með smjöri og osti. Flestir eiga sér uppáhaldsupp- skrift sem oft er komin frá ömmu sem fékk hana frá ömmu sinni og þannig gengur hún kynslóð eftir kynslóð. Vöfflur eru þó ekkert íslenskt fyrirbæri því þær eru vin- sælar víða um heim og hafa verið lengi. Margir prófa alls kyns vörur í vöfflur til að breyta þeim, nota kartöflur í deigið, súrmjólk eða ab-mjólk. Svo eru til pitsuvöfflur, súkkulaðivöfflur, epla- og kanil- vöfflur svo eitthvað sé nefnt. Ef maður vill ekki hafa hveiti í vöfflunum má nota heilhveiti eða haframjöl. Síðan er upplagt að nota rjóma sem kominn er yfir síðasta söludag með mjólkinni. Hvað sem fólki finnst best eru hér nokkrar uppskriftir af vöfflum í tilefni dagsins. Hefðbundnar vöfflur 4 dl hveiti 5 msk. sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kardimommudropar 4 dl mjólk 5 egg 100 g smjör Uppskriftin gefur um það bil tíu vöfflur. Setjið öll þurrefnin í skál og bætið mjólkinni smátt og smátt saman við. Hrærið því næst eggjunum út í og bræddu smjöri. Hrærið þar til blandan verður kekkjalaus. Látið standa á borði í hálftíma áður en baksturinn hefst. Berið vöfflurnar fram heitar með sultu eða sykri og rjóma. Ostavöfflur með brie Vöfflur með bræddum brie-osti eru tilbreyting frá hinum venju- legu. Rifsberjahlaup passar vel með þessum vöfflum sem er ein- falt að gera og bjóða gestum. Vöfflur með kaffi eða mat Vöffludagurinn er á morgun. Hann er alþjóðlegur svo búast má við góðri vöfflulykt í loftinu víða. Vöfflur eru í uppáhaldi hjá flestum en það er hægt að útbúa þær á mismunandi hátt. Hjartalaga vöfflur eru hinar hefðbundnu. Belgískar vöfflur eru oft með beikoni og eggi. 4 egg 150 g smjör 300 g hveiti 4 msk. sykur 4 dl mjólk ½ tsk. salt 200 g brie-ostur Blandið saman öllu sem á að fara í deigið fyrir utan ostinn. Hrærið vel saman og látið standa í fimmtán mínútur. Bakið eina vöfflu og leggið til hliðar. Bakið aðra vöfflu og þegar hún er nánast tilbúin er sneið af brie-osti lögð á miðjuna, hin bak- aða vafflan lögð ofan á og járnið klemmt saman þannig að osturinn bráðni á milli. Þetta er síðan gert aftur frá byrjun. Berið fram með rifsberjahlaupi. Belgískar vöfflur Þegar bakaðar eru belgískar vöfflur þarf öðruvísi vöfflujárn en þetta hjartalaga. Þær eru stærri og loft- kenndari. 4 egg, skiptið þeim í rauður og hvítur ¼ tsk. salt 100 g sykur 3 tsk. vanillusykur 150 g brætt smjör 3½ dl vatn 25 g pressuger 500 g hveiti 1 msk. olía eða brætt smjör til að pensla með Þeytið eggjarauður með salti, sykri og vanillusykri. Bætið því næst við bræddu smjöri og mjólk. Þá er hveitið sett saman við og allt hrært þar til blandan verður létt og kekkjalaus. Hrærið gerið út í fingurvolgt vatn. Látið leysast upp og bætið í deigið. Stífþeytið eggja- hvítur og setjið þær varlega saman við með sleif. Látið deigið standa í eina klukkustund. Penslið heitt vöfflujárnið og steikið vöfflurnar þar til þær fá fallegan lit. Berið þær strax fram með berjum, ís eða rjóma og súkkulaði. Belgískar vöfflur eru oft með beikoni og eggi. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is Kaka ársins 2018 Verð 3200 kr. - 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 D -1 B F 8 1 F 4 D -1 A B C 1 F 4 D -1 9 8 0 1 F 4 D -1 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.