Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 92
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Sumum finnst best að nota þessa gömlu góðu uppskrift af vöfflunum og borða þær
með sultu og rjóma á meðan aðrir
vilja hafa þær með mat. Vöfflur
eru reyndar góðar sem morgun-
verður með spældu eggi, beikoni
og hlynsírópi. Svo eru þær líka
bara ágætar með smjöri og osti.
Flestir eiga sér uppáhaldsupp-
skrift sem oft er komin frá ömmu
sem fékk hana frá ömmu sinni og
þannig gengur hún kynslóð eftir
kynslóð. Vöfflur eru þó ekkert
íslenskt fyrirbæri því þær eru vin-
sælar víða um heim og hafa verið
lengi.
Margir prófa alls kyns vörur í
vöfflur til að breyta þeim, nota
kartöflur í deigið, súrmjólk eða
ab-mjólk. Svo eru til pitsuvöfflur,
súkkulaðivöfflur, epla- og kanil-
vöfflur svo eitthvað sé nefnt. Ef
maður vill ekki hafa hveiti í
vöfflunum má nota heilhveiti eða
haframjöl. Síðan er upplagt að
nota rjóma sem kominn er yfir
síðasta söludag með mjólkinni.
Hvað sem fólki finnst best eru
hér nokkrar uppskriftir af vöfflum
í tilefni dagsins.
Hefðbundnar vöfflur
4 dl hveiti
5 msk. sykur
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. kardimommudropar
4 dl mjólk
5 egg
100 g smjör
Uppskriftin gefur um það bil
tíu vöfflur. Setjið öll þurrefnin í
skál og bætið mjólkinni smátt og
smátt saman við. Hrærið því næst
eggjunum út í og bræddu smjöri.
Hrærið þar til blandan verður
kekkjalaus. Látið standa á borði í
hálftíma áður en baksturinn hefst.
Berið vöfflurnar fram heitar með
sultu eða sykri og rjóma.
Ostavöfflur með brie
Vöfflur með bræddum brie-osti
eru tilbreyting frá hinum venju-
legu. Rifsberjahlaup passar vel
með þessum vöfflum sem er ein-
falt að gera og bjóða gestum.
Vöfflur með kaffi eða mat
Vöffludagurinn er á morgun. Hann er alþjóðlegur svo búast má við góðri vöfflulykt í loftinu víða.
Vöfflur eru í uppáhaldi hjá flestum en það er hægt að útbúa þær á mismunandi hátt.
Hjartalaga vöfflur eru hinar hefðbundnu.
Belgískar vöfflur eru oft með beikoni og eggi.
4 egg
150 g smjör
300 g hveiti
4 msk. sykur
4 dl mjólk
½ tsk. salt
200 g brie-ostur
Blandið saman öllu sem á að fara í
deigið fyrir utan ostinn. Hrærið vel
saman og látið standa í fimmtán
mínútur.
Bakið eina vöfflu og leggið til
hliðar. Bakið aðra vöfflu og þegar
hún er nánast tilbúin er sneið af
brie-osti lögð á miðjuna, hin bak-
aða vafflan lögð ofan á og járnið
klemmt saman þannig að osturinn
bráðni á milli. Þetta er síðan gert
aftur frá byrjun. Berið fram með
rifsberjahlaupi.
Belgískar vöfflur
Þegar bakaðar eru belgískar vöfflur
þarf öðruvísi vöfflujárn en þetta
hjartalaga. Þær eru stærri og loft-
kenndari.
4 egg, skiptið þeim í rauður og
hvítur
¼ tsk. salt
100 g sykur
3 tsk. vanillusykur
150 g brætt smjör
3½ dl vatn
25 g pressuger
500 g hveiti
1 msk. olía eða brætt smjör til að
pensla með
Þeytið eggjarauður með salti, sykri
og vanillusykri. Bætið því næst
við bræddu smjöri og mjólk. Þá
er hveitið sett saman við og allt
hrært þar til blandan verður létt
og kekkjalaus. Hrærið gerið út í
fingurvolgt vatn. Látið leysast upp
og bætið í deigið. Stífþeytið eggja-
hvítur og setjið þær varlega saman
við með sleif. Látið deigið standa í
eina klukkustund.
Penslið heitt vöfflujárnið og steikið
vöfflurnar þar til þær fá fallegan lit.
Berið þær strax fram með berjum,
ís eða rjóma og súkkulaði. Belgískar
vöfflur eru oft með beikoni og eggi.
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
Kaka ársins
2018
Verð
3200 kr. -
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
D
-1
B
F
8
1
F
4
D
-1
A
B
C
1
F
4
D
-1
9
8
0
1
F
4
D
-1
8
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K