Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 10

Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 10
Aðalfundur FTR verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2018, kl. 17.00, á Stórhöfða 31, fjórðu hæð DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Samþykkt reikninga 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Tillaga að sameiningu við Félag sýningarmanna við kvikmyndahús. 9. Önnur mál. Reykjavík 7. apríl 2018 Kveðja, stjórnin AÐALFUNDUR 2018 50% OPIÐ ALLA DAGA Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Sími: 585 2888 KASTARA- DAGAR AFSLÁTTUR AF KÖSTURUM Heilbrigðismál Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk og aðrir fag­ aðilar sem koma að málum barna sem sýna merki um vanlíðan séu upplýstir um að gerendur í heimilis­ ofbeldismálum kunni að halda áfram áreitni á heimili barns þótt ofbeldismaðurinn sé fluttur út af heimilinu. Þetta kemur fram í grein sem birt er í nýútkomnu hefti Sál­ fræðiritsins – Tímariti Sálfræðinga­ félags Íslands. Í greininni eru birtar niðurstöður rannsóknar tveggja sálfræðinga á hegðun og líðan íslenskra barna sem hafa orðið fyrir og/eða orðið vitni að ofbeldi á heimili sínu. Þátttakendur í rannsókninni voru 28 börn sem tóku þátt í hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn sem hafa upplifað og/eða orðið vitni að slíku ofbeldi. „Tæplega 30% barnanna bjuggu enn á sama heimili og sá aðili sem beitti það og/eða aðra á heimili þeirra ofbeldi. Helmingur af heildar­ fjölda þátttakenda bjó á heimili sem gerandi áreitti enn þá í óþökk heim­ ilismeðlima og í nokkrum tilfellum voru þátttakendur í umgengni við geranda sem var þá fluttur út af heimilinu, en gerandi áreitti engu að síður enn þá heimilið. Niður­ stöður benda því til þess að þrátt fyrir að gerendur hafi verið fluttir út af heimili meirihluta þátttakenda þá hafi gerendur engu að síður haldið áfram að áreita heimili þeirra og því hafi ofbeldinu í raun ekki verið endanlega lokið,“ segir í greininni sem byggð er á rannsókn þeirra Lucindu Árnadóttur, sálfræðings hjá Skólaþjónustu Árborgar, og Urðar Njarðvík, dósents við sálfræðideild Háskóla Íslands. Í greininni kemur fram að hátt hlutfall barnanna, eða rétt um 54 prósent, hafði orðið fyrir einelti, 30 prósentum leið illa eða mjög illa í skóla og tæplega 36 prósent höfðu greint frá sjálfsvígshugsunum. Þá sýndu niðurstöðurnar að 30 pró­ sent barnanna voru með einkenni kvíða yfir klínískum mörkum og 20 prósent voru yfir klínískum mörkum þunglyndis. Í greininni segir að smæð úrtaks­ ins sé helsti annmarki rannsókn­ arinnar. „Úrtakið flokkast undir klínískt úrtak en rannsóknir sýna að börn úr klínískum úrtökum sýna yfirleitt meiri vanda heldur en börn sem ekki er vísað í meðferð.“ jonhakon@frettabladid.is Þunglyndi og kvíði eftir heimilisofbeldi Um þriðjungur barna sem höfðu upplifað og/eða orðið vitni að heimilisofbeldi og sótt meðferð hjá Barnaverndastofu glímdi við sjálfsvígshugsanir og mörg þjáðust af kvíða og þunglyndi. Rúmlega helmingur hafði orðið fyrir einelti. Á vegum Barnaverndarstofu er rekin hópmeðferð fyrir börn sem hafa sætt ofbeldi heima hjá sér eða orðið vitni að því á heimilinu. NordicPhotos/Getty Yfir 10 prósent upplifað eða orðið vitni að ofbeldi Tvær rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna tíðni heimilisofbeldis gegn börnum á Íslandi. Þessar rannsóknir sem hafa verið gerðar á vegum fyrirtækisins Rannsóknir og greining og UNICEF á Íslandi benda til þess að allt að 10-13 prósent ungmenna á Íslandi hafi orðið vitni að líkamlegu ofbeldi og/eða orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Annmarkar á framkvæmd þeirrar rannsóknar voru þeir að hún byggði einungis á sjálfsmati unglinganna. Rannsókn þeirra Lucindu og Urðar byggði hins vegar bæði á niðurstöðum hálfstaðlaðs viðtals við forráða- menn og sjálfsmatskvarða sem lagðir voru fyrir börnin. sveitarstjórnarmál Kolbrún Bald­ ursdóttir sálfræðingur leiðir lista Flokks fólksins í borginni í sveitar­ stjórnarkosningum sem fram fara í maí. „Við ætlum að setja fólkið í fyrsta sæti,“ segir Kolbrún og heldur áfram: „Fæði, klæði og húsnæði fyrir alla.“ Kolbrún segir flokkinn vilja koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra sem hafi það hlutverk að búa til heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu aldraðra. Þá vill flokkurinn kalla eftir samvinnu við ríkið og lífeyrissjóði til að koma á fót öflugu félagslegu húsnæðis­ kerfi fyrir efnaminna fólk. „Ég er að tala um fólkið sem er verst sett, sem býr inni á foreldrum sínum eða vinum, fólkið sem býr í iðnaðarhúsnæði sem er ósamþykkt og fólkið sem hefur hreinlega flúið borgina. Við erum að tala um lág­ launafólk, fjölskyldufólk. Þetta er fólkið sem við viljum setja í forgang. Við viljum algjörlega endurstokka forgangsröðun núverandi meiri­ hluta,“ segir Kolbrún og kveður meirihlutann hafa vanrækt fleiri málaflokka. „Það eru margir van­ ræktir málaflokkar, eins og mál­ efni aldraðra, málefni öryrkja og svo framvegis. Þau hafa viljað setja aðra hluti framar. Við viljum breyta þessu og byggja grunninn fyrir fólk­ ið. Svo verða aðrir hlutir að koma þar á eftir.“ Annað sæti listans  skipar Karl Berndsen hárgreiðslumeistari en í þriðja sæti er Ásgerður Jóna Flosa­ dóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. – ósk Kolbrún Baldursdóttir leiðir lista Flokks fólksins Við viljum algjör- lega endurstokka forgangsröðun núverandi meirihluta. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur lögreglumál Sex einstaklingar voru handteknir um síðustu helgi þegar lögreglan leysti upp spilakvöld í hús­ næði við Síðumúla. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglu­ fulltrúi hjá lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu, við Fréttablaðið. Á staðnum voru menn að spila póker. Lögreglan, sem fékk veður af því að á staðnum væri verið að iðka ólög­ lega starfsemi, þurfti að sögn Ævars að brjóta sér leið inn á staðinn. Þeir sem voru viðstaddir opnuðu ekki fyrir lögregluþjónum. Pókerborð og annar búnaður sem notaður er til að spila póker var hald­ lagður. Áfengi og reiðufé var einnig gert upptækt en ekki fást upplýs­ ingar um hversu háar upphæðir það voru. Mönnunum sex var sleppt eftir yfirheyrslur, daginn eftir. – bg Löggan leysti upp spilakvöld 7 . a p r í l 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -9 3 2 4 1 F 6 0 -9 1 E 8 1 F 6 0 -9 0 A C 1 F 6 0 -8 F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.