Fréttablaðið - 07.04.2018, Side 12

Fréttablaðið - 07.04.2018, Side 12
RAM 3500 TIL AFGREIÐSLU STRAX Umboðsaðili Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.ramisland.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. FRUMSÝNING VELKOMIN(N) Á GLÆSILEGA PALLBÍLASÝNINGU Í DAG Á MILLI KL. 12 - 16 RAM 3500 LIMITED MEÐ 40” BREYTINGU heilbrigðismál Notkun geð- deyfðarlyfja við alvarlegu þung- lyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í saman- burði við lyfleysu. Þessi nýja og yfir- gripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstakl- inga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamenn- irnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstakl- inga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. 350 milljónir manna um allan heim glíma við alvarlegt þunglyndi. ✿ Virkni valdra geðdeyfðarlyfja* 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 Am it ri pt yl in e m ir ta za pi ne D ul ox et in e Ci ta lo pr am Pa ro xe ti n es cí ta ló pr am Algeng lyf á Íslandi Fl úo xe tí n se rt ra lín Ci ta lo pr am 2,13 1,89 1,85 1,52 1,75 1,681,69 1,67 1,52 *Virkni geðdeyfðarlyfja út frá líkum á að þau beri meiri ávinning en lyfleysa. 1 og minna er ekki betra en lyfleysa. lyfleysa einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeð- ferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geð- raskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viður- kennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu. Hann segir ávinning rannsóknar- innar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndis- lyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar von- ast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þung- lyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeð- ferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flest- um hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim. kjartanhreinn@frettabladid.is bAnDArÍkin Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til- kynnti í gær refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðjöfrum sem tengj- ast Vladímír Pútín forseta nánum böndum auk tólf fyrirtækja þeirra. Á meðal þeirra eru Óleg Derípaska, sem var eitt sinn náinn fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Paul Mana- fort, og Kíríll Sjamalov, sem kvænt- ur er dóttur Rússlandsforseta. „Rússneskir ólígarkar og sú elíta sem hagnast á spillingu í Rússlandi mun ekki lengur komast upp með að einangra sig frá afleiðingum skaðlegra áhrifa þeirra,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í gær. – þea Tengdasyni Pútíns refsað nOregUr Frá og með 1. ágúst verður leikskólum í Noregi skylt að hafa lágmarksfjölda starfsmanna, einn fullorðinn á þrjú börn yngri en þriggja ára og einn fullorðinn á sex börn eldri en þriggja ára. Haft er eftir menntamálaráðherra Noregs, Jan Tore Sanner, að tryggja verði að nógu margir fullorðnir séu með börnin, sama í hvaða leikskóla þau ganga. Landssamtök einkarekinna leik- skóla segja að mögulega þurfi að loka fjórðungi lítilla leikskóla vegna kröfu um lágmarksmönnun. – ibs Lög um fjölda starfsmanna á leikskólum 7 . A P r Í l 2 0 1 8 l A U g A r D A g U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -7 F 6 4 1 F 6 0 -7 E 2 8 1 F 6 0 -7 C E C 1 F 6 0 -7 B B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.