Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 24
Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart
yfir okkur og gott veður í Hvera-
gerði. Hann kemur vel út og þetta er
bjórinn sem á að drekka á snemm-
sumarsdögum,“ segir Laufey Sif
Lárus dóttir, eigandi Ölverksbrugg-
hússins í Hveragerði þar sem sjö
konur komu saman í mars til að
brugga fyrsta alíslenska kvenbjór-
inn, sem hlotið hefur nafnið Bríet.
Í tilefni af alþjóðlegum sambrugg-
degi kvenna sem haldinn var hátíð-
legur um allan heim þann 8. mars
síðastliðinn hittust konur í bruggi,
blandarar og eigendur brugghúsa
á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og
brugguðu saman skemmtilegan
samstarfsbjór.
Þema sambruggdagsins í ár var
með „framandi“ ívafi en fyrir val-
inu varð léttur saison-bjór með
suðrænum tónum, lime og kókós-
hnetu. Í árdaga bjórsins var brugg-
starfið kvennastarf og má segja að
hópurinn hafi lagt hjarta og sál í
bruggframleiðsluna líkt og kyn-
systur þeirra gerðu áður.
„Það var fyrir tilstilli Alyson Hart-
wig, bruggmeistara RVK Brewing
Co., að hópurinn kom saman til að
gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á
Íslandi. Þetta er stækkandi kvenna-
iðnaður og gaman fyrir aðrar konur
að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum.
Þetta er alþjóðlegur dagur sem er
haldinn ár hvert um allan heim þar
sem konur koma saman og brugga.
Ölverk hentaði vel í þetta verkefni
því við erum lítið brugghús, en
okkar sérstaða er að við keyrum
brugghúsið á jarðgufu.“
Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet
í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
en bruggkonurnar komu frá Lady
Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk
brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og
Fágun – félagi áhugafólks um gerj-
un á Íslandi. „Við erum konur sem
höfum áhuga á bjór og það komu
ýmsar tillögur og mikið af góðum
hugmyndum. Það er nóg til í hug-
myndabankanum fyrir næsta ár.
Það er greinilega mikil hugmynda-
auðgi hjá íslenskum bruggkonum og
við erum engir eftirbátar karlanna
þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir
Laufey, stolt af félagsskapnum og
bjórnum Bríeti. benediktboas@365.is
Brugguðu
fyrsta alíslenska
kvenbjórinn
Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á
alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um
allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-
lime saison-bjór sem kynntur verður í dag á Skúla Craft Bar.
Því miður komust ekki allar konurnar sem komu að bruggun Bríetar þegar hún var kynnt á fimmtudag. En hér eru
fimm fræknar, glaðar og kátar með Bríeti í glasi. Frá vinstri Ragnheiður Axel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Alyson Hart-
wig, Laufey Sif Lárusdóttir og Cassie Cosgrove. Á myndina vantar Ástu Ósk, Berglindi Snæland og Hrefnu Karítas.
Bríet er snemmsumarbjór og segir Laufey Sif að hann sé léttur saison-bjór
með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu.
lesa
Daga höfnunar, skáld-
sögu eftir hina ít-
ölsku Elenu Ferrante
um konu á barmi
örvæntingar.
fara
Á gönguskíði. Útivera og
púl, ódýrt og skemmtilegt.
Veðurspáin er góð fyrir
helgina og engar afsakanir
teknar gildar fyrir að láta
drauminn ekki rætast og
fara á gönguskíði. Jafnvel
taka fernuna gönguskíði,
sund, bjór og grill. Það er vor
í lofti – hvers vegna ekki að
nýta sér það?
Um helgina, af hverju ekki að …Einu sinni var
Þetta er stækkandi
kvennaiðnaður og gam-
an fyrir aðrar konur
að sjá að kvenmenn eru
í iðnaðnum. Þetta er
alÞjóðlegur dagur sem
er haldinn ár hvert
um allan heim Þar sem
konur koma saman og
brugga. Ölverk hentaði
vel í Þetta verkefni Því
við erum lítið brugg-
hús, en okkar sérstaða
er að við keyrum brugg-
húsið á jarðgufu.
Árið er 1976 þar sem fram
fór bæði ferming og skírn
í Árbæjarkirkju í Árbæjar-
safni.
Hjónin Erna Ármanns-
dóttir og Pálmar Þórðar-
son létu ferma tvær eldri
dætur sínar og um leið
voru tvær yngri dætur
þeirra skírðar. Fermingar-
börnin tvö fyrir framan
prestinn, Anna Þóra Pálm-
arsdóttir og Ingibjörg Jóna
Pálmarsdóttir. Presturinn
var Halldór S. Gröndal.
Mynd/FRéttABLAðIð
hvað á að gera
um helgina?
„Hér á Akureyri á AK
Extreme er heljarinnar
stemning. Ég kom degi
fyrr til að sjá gömlu
goðsagnirnar í Dr.
Spock. Svo var ég að
spila með Young Karin
og svo Emmsjé Gauta
í kvöld. Það eru allir
spenntir fyrir keppninni
big jump í dag. Kannski
maður skelli sér bara
á bretti og taki nokkur
trikk. Nei, ég segi bara
svona.“
Hrafnkell Örn Guðjónsson
trommari
7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r24 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
hElgin
0
7
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
0
-A
1
F
4
1
F
6
0
-A
0
B
8
1
F
6
0
-9
F
7
C
1
F
6
0
-9
E
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
8
s
_
6
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K