Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 32

Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 32
inn fyrir að vera skrifuð. Ég horfi á þessa sýningu og sé nákvæmlega hvað ég ólst upp við.“ Hvað ólst hún upp við? Jú, barna- bækur eins og Bláu könnuna og teiknimyndasögur. „Ég var og er enn afskaplega hrifin af teiknimynda- sögum og teikningum í barnabók- um, eins og myndum Tove Jansson og Barbapabba-myndunum. Það er svo margt í þessum barnabókum sem átti þátt í að skapa mig og það mun aldrei fara. Það mun enn sitja í mér þegar ég er orðin gömul kerling og það þykir mér vænt um. Þá er ég að tala um hluti eins og húmorinn manns og formskyn og smekk fyrir litum.“ Spennt fyrir kraftinum í trúnni Ein mynd á sýningunni sýnir Bláu könnuna sem er orðin gömul og í annarri mynd sést Mikki mús sem hefur sömuleiðis elst töluvert. En þarna er mun fleira en myndir sem tengjast bókum og teikningum. Þarna er til dæmis mynd sem heitir Pólitík, en faðir Gabríelu, Friðrik Sophusson, var áberandi stjórn- málamaður á sínum tíma og systir hennar, Áslaug, er stjórnmálamað- ur. Önnur mynd heitir Guðspeki. „Ég ólst mikið upp í Guðspekifélag- inu því mamma, Helga Jóakimsdótt- ir, var forseti Íslandsdeildarinnar og þar kynntist ég mörgu skemmtilegu fólki. Þarna sat fólk í hugleiðslu og það var svo yndislegt að ég fylltist af andagift,“ segir Gabríela. „Ég held að kynnin af Guðspekifélaginu hafi haft mikil áhrif á mig. Í verkum mínum hef ég verið að vinna úr guðdómnum og symbólismanum, þótt það sé kannski ekki beinlínis sýnilegt.“ Þegar hún er spurð hvort hún sé trúuð segir hún: „Ég er zen búdd- isti. Ég hallast að búddisma því í honum felst það að taka ábyrgð á sjálfum sér. Hann hentar mínum raunveruleika fullkomlega. Mér finnst kaþólskan reyndar líka óskaplega spennandi. Oft hefur mig langað til að verða kaþólikki. Ég elska skreytingarnar í kaþólsku kirkjunum en get ekki hrifist af ljótu steypukirkjunum okkar þar sem eru engar myndir. Ég er mjög trúuð. Ég er líka spennt fyrir kraftinum sem er í trúnni og því ósýnilega. Það veitir mér innblástur.“ Gabríela Friðriksdóttir sýnir ný verk sín á myndlistarsýningu sem verður opnuð í dag, laugardaginn 7.  apríl, í Hverfis- galleríi. Þar sýnir hún tæplega sextíu málverk. Sýningin heitir einfaldlega Gabríela og listakonan segir hana einkennast af mjög persónulegum verkum. „Ég geri mikið af myndböndum og innsetningum og milli þessara stóru verkefna mála ég og teikna. Ég vil sinna öllu: málverkum, teikning- um, tónlist, dansi og vídeóverkum En alltaf endar það á því að ég sný aftur heim til teikninga og mál- verka,“ segir Gabríela. „Vinnustofan mín er á neðri hæðinni heima, ég vakna milli fimm og sex á morgnana og geng inn í vinnustofuna, anda að mér andrúmsloftinu og bý inni í því. Á hverjum degi fæ ég ótal hug- myndir og þarf að vinsa úr þeim. Þegar mér var boðið að vera með sýningu í Hverfisgalleríi fannst mér upplagt að þessi heimilisiðnaður minn, litlu myndirnar sem ég geri milli verkefna, færi á sýningu. Þegar ég vinn verk fyrir stórar sýningar þá er ég að búa til heim, sem er oft marglaga. Hérna leyfi ég mér að vera algjörlega laus við það. Þannig að þessi sýning fjallar um það hver ég er og hvernig ég vinn. Sýningin heitir Gabríela og þar er ég að opna hjarta mitt. Þegar maður opnar sig svona, er sannur sjálfum sér og er ekki að rembast þá koma verk sem lýsa því hver maður er. Ég málaði það sem kom upp í hugann hverju sinni og afraksturinn er tæplega sex- tíu verk í öllum regnbogans litum.“ Sálræn glíma Skærir litir einkenna málverkin. Af hverju hrífst hún af þessum litum? „Það er geðveikin, ljótleikinn og þjáningin. Glíman við form og liti er mjög sálræn. Ég elska liti en varð að finna mína leið í litavali,“ segir hún. „Þegar ég var í myndlistarnámi var ég alveg ákveðin í því hvað ég ætlaði ekki að gera. Ég ætlaði ekki að endurtaka mig. Einn daginn fór ég að hugsa um það hversu góður mér þætti Allsorts lakkrís og hversu margir flottir litir væru í honum. Ég ákvað að þannig ætti litapallettan mín að vera: svartur, hvítur, brúnn og svo allir þeir skæru litir sem eru í þessum lakkrís. Þessir litir hafa fylgt mér síðan. Nú er ég að bæta við litum, eins og skærbleikum og rauði og blái liturinn sem ég notaði aldr- ei í gamla daga eru farnir að skjóta upp kollinum.“ Ekki hægt að flýja sjálfan sig Á myndunum á sýningunni eru ýmiss konar form og fígúrur áber- andi. „Þegar ég var yngri langaði mig óskaplega til að verða abstrakt listamaður, en það hefur ekki gerst. Sögumaðurinn er svo fastur í mér. Ég er bara þannig og það er ekki hægt að flýja sjálfan sig,“ segir hún. „Þessi sýning er algjörlega ég. Hún er eins og dagbók, bara máluð í stað- Ég er að opna hjarta mitt Gabríela Friðriksdóttir sýnir verk sín í Hverfisgalleríi. Listakonan segir sýninguna eins og dagbók og þar sjáist hvað hún ólst upp við. „Þessi sýning fjallar um það hver ég er og hvernig ég vinn,“ segir Gabríela. Fréttablaðið/Ernir „ég elska liti en varð að finna mína leið í litavali,“ segir Gabríela en sterkir litir einkenna myndirnar á sýningunni. Fréttablaðið/Ernir ÉG hallast að búdd- isma því í honum Felst það að taka ábyrGð á sjálFum sÉr. hann hentar mínum raun- veruleika FullkomleGa. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r32 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -6 1 C 4 1 F 6 0 -6 0 8 8 1 F 6 0 -5 F 4 C 1 F 6 0 -5 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.