Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 36

Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 36
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Albanía hefur verið að vaxa sem ferðamannaland enda ákaflega fallegt land og ódýrt að sækja heim. Norðmenn hafa verið að uppgötva Albaníu og Terje Berge, framkvæmdastjóri FINN reise, segir í samtali við norska vef- miðilinn VG að ferðamannastraum- ur þangað hafi aukist um 400% undanfarið í pakkaferðum. Hann segist trúa því að Albanía sé að verða „nýja Króatía“ hjá norskum ferða- mönnum. Sömuleiðis hafa forsvars- menn hjá ferðaskrifstofunni Apollo í Noregi trú á Albaníu í sumar. Apollo hóf skipulagðar pakkaferðir þangað fyrir tveimur árum og áhuginn hefur stöðugt aukist. Í sumar er boðið upp á þrjá nýja staði í Albaníu, Durres Riviera, Himare og Dhermi. Sagt er að strendurnar við Adríahafið séu frábærar en landið liggur í Suð- austur-Evrópu og á landamæri að Kósóvó og Svartfjallaland í norðri, Makedóníu í austri og Grikkland í suðri. Vesturhlutinn liggur að Adría- hafi en suðvesturhlutinn með fram Jónahafi. Hótelum hefur fjölgað við strendurnar í Albaníu eftir því sem ferðamannastraumur eykst. Landið er fátækt og þess vegna eru ferða- menn kærkomnir gestir. Maturinn er góður enda liggur landið stutt frá Ítalíu og hefur trúlega orðið fyrir einhverjum áhrifum þaðan í matargerð. Það besta við að ferðast til Albaníu er verðið. Allt er mun ódýrara en til dæmis á Ítalíu. Faldar perlur Það kemur á óvart að þegar ferðast er um Evrópu séu enn til faldir leyndardómar, sérstaklega við ströndina, segir í vefmiðli The Telegraph. Svartfjallaland sem er ekki langt frá hefur náð ferðamönn- um til sín með góðum árangri en Albanía virðist hafa orðið útundan. Þá hefur ferðamannafjöldi farið mjög vaxandi í Króatíu sem er ofar á skaganum. Það er undarlegt að hin fallega strönd Albaníu við Adríahaf skuli ekki vera orðin ferðamanna- paradís. Fjarlægðin frá Vlorë, sem er þriðja stærsta borg Albaníu, yfir hafið til Pugliu á Ítalíu er aðeins 60 mílur. Bent er á í greininni í The Telegraph að góð hótel séu nálægt borginni Durrës sem er norðan til í landinu og í Saranda í suðri sem er nálægt grísku landamærunum. Þarna sjást þó ekki margir Bretar, segir vefmiðillinn. Ástæðan gæti verið sú að í Albaníu hefur aðeins einn alþjóðlegur flugvöllur verið starfandi. Hann er við höfuð- borgina Tirana en lággjaldaflugfélög hafa ekki verið að fljúga þangað. Flugvöllurinn heitir Nënë Tereza í höfuðið á Móður Teresu sem fæddist í landinu. British Airways er eina flugfélagið sem flýgur til Tirana frá London í gegnum Gatwick flugvöll. Strangar reglur, há lendingargjöld og einokun komu í veg fyrir að lággjaldaflugfélög byðu ferðir til Albaníu en reglum var breytt árið 2016 og nú er ferðum að fjölga. Hug- myndir eru uppi um að byggja nýjan flugvöll nálægt Saranda en þangað sækja ferðamenn. Lokað land Albanía var lokað land mun lengur en önnur austurevrópsk lönd eftir að kalda stríðinu lauk. Það hefur kostað þjóðfélagið dýrmætar tekjur af ferðamönnum. Sem betur fer er tíðarandinn og stjórnmálin að breytast í landinu og menn að átta sig á að hin fallega strandlengja landsins er dýrmætt landsvæði. Uppbyggingin er hafin enda Albanía heillandi land að heimsækja. Höfuðborgin Tirana er áhugaverð og þar eru merkilegar fornleifar eins og víðar í landinu. Egyptaland og Tyrkland hafa misst ferðamenn Albanía er falin náttúruperla Það er ekki seinna vænna að skipuleggja sumarfríið. Spánn er alltaf vinsæll hjá Íslendingum, marg- ir fara til Grikklands en Króatía sækir á. Þó er sagt að margir séu að uppgötva Albaníu sem paradís. Saranda er fallegur staður við ströndina í Albaníu. Ferðamenn eru að byrja að uppgötva þennan stað sem sumarleyfisparadís. Búast má við því að ferðamönnum fjölgi mikið til Albaníu á næstu árum. og það er spurning hvert þeir leita í sól og strendur. Talið er að á næstu þremur til fjórum árum muni fólk leita í auknum mæli á strendurnar í Albaníu. Um þrjár milljónir manna búa í Albaníu en talið er að jafn stór hluti landsmanna hafi flúið bágt ástand og búi um víða veröld. Spilling er sömuleiðis mikil í landinu og hafa margir íbúar flúið til nágrannaríkja, sérstaklega til Grikklands. Albanar eru stór hluti þeirra sem leita hælis á Íslandi en þeim er í flestum tilfellum synjað um hælisvist. Albanía hefur verið með umsókn til Evrópusam- bandsins frá árinu 2003 en ekki fengið inngönguleyfi. Þess má geta að ferðaskrifstofan Trans Atlantic bauð upp á ferð til Albaníu fyrir páska með millilendingu í London en ferðamenn úr þeirri ferð koma heim í dag. Ástralía 5.-25. október Verð 649.000 á mann miðað við 2 í herbergi Þriggja vikna spennandi ferð um Ástralíu frá 5. - 25. október. - Mikið innifalið - Upplýsingar í símum 845 - 1425 / 899 - 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is Kynntu þér ferðina betur á www.icelinetravel.com 4 KYNNINGARBLAÐ 7 . A p R í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RFeRÐIR 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -B F 9 4 1 F 6 0 -B E 5 8 1 F 6 0 -B D 1 C 1 F 6 0 -B B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.