Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 40

Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 40
Meðlimir Sykurs f.v.: Agnes Björt Andradóttir, Kristján Eldjárn, Stefán Finnbogason og Halldór Eldjárn. MYND/DÝRFINNA BENITA Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Tæp sjö ár eru síðan hljóm-sveitin Sykur sendi síðast frá sér plötu en sveitin tróð upp á Sónar Reykjavík í síðasta mánuði við góðar undirtektir. Þar flutti hún m.a. nýtt lag af nýrri plötu sem er væntanleg í sumar en óhætt er að segja að aðdáendur sveitar- innar séu margir orðnir spenntir að heyra nýtt efni frá henni. Halldór og Kristján Eldjárn skipa sveitina auk Agnesar Bjartar Andradóttur og Stefáns Finnboga- sonar og voru þau himinlifandi yfir viðtökunum á Sónar. „Við fengum rosalegar viðtökur,“ segir Halldór. „Tónleikarnir voru fyrr um kvöldið en við erum vön en salurinn troðfylltist og allir voru dansandi eins og komið væri langt fram yfir miðnætti. Nýju lögunum var mjög vel tekið. Það var eins og gestir þekktu þau öll og voru meira að segja farnir að syngja með textum sem þeir kunna ekki einu sinni. Ég held að það sé mjög góður fyrirboði.“ Ljúfsár þakklætisóður Kristján var staddur í Los Angeles og gat því ekki komið fram með þeim í þetta skiptið. „Þetta var rosalega áhugaverð og erfið upp- lifun að fylgjast með Sykurtónleik- unum á Sónar í gegnum samfélags- miðla. Ég var ótrúlega öfundsjúkur og saknaði hljómsveitarfélaga minna, en á sama tíma var ég svo ótrúlega stoltur af þeim því við- tökurnar voru svo magnaðar.“ Nýja lagið, sem heitir Loving None, fjallar að sögn meðlima Sykurs um sambandsslit. „Frekar en að nálgast þau með biturð eða depurð er lagið eiginlega ljúf- sár þakklætisóður til allra góðu stundanna. Þá er einnig falin í því óviljandi vísun í frægt lag með annarri íslenskri hljómsveit, en við látum hlustandanum eftir að finna þá vísun.“ Spennt fyrir LungA Þau segja lagið hafa verið til í ein- hverri mynd síðan 2015. „Lagið var í raun frumflutt á LungA sama ár en undir allt öðru nafni. Við munum einmitt spila aftur á LungA í ár og erum alveg tryllingslega spennt fyrir því enda er alltaf frábær stemming þar og mjög gaman að spila fyrir það góða fólk sem þangað kemur.“ Lögin á nýju plötunni hafa fæðst og þróast á undanförnum árum að sögn þeirra. „Við höfum oft grínast með að það sé svo langt síðan við gáfum síðast út plötu að í millitíð- inni hættu hljómsveitir að gefa út plötur. Sum lögin voru samin fyrir allmörgum árum en eru fyrst að líta dagsins ljós núna á meðan önnur hafa orðið til í hljóðverinu. Það er nokkurs konar gestaþraut fyrir hlustandann að púsla plötunni saman í krónólógíska röð. Að því sögðu hefur vinnsla hennar tekið mikinn kipp á seinustu mánuðum og gengur ótrúlega vel. Það má búast við lendingu hennar í öllum helstu tónveitum snemmsumars.“ Lögin að klárast Kristján er nýlega farinn til Los Angeles í nám þannig að platan er að sögn sveitarinnar eiginlega alþjóðlegt samstarf. „Þegar ljósin slokkna í hljóðverinu í Reykjavík, kvikna þau í hljóðverinu í LA. Þegar ein pitsa klárast í Reykjavík, er önnur pöntuð í LA. Það hefur gengið mjög vel að vinna þrátt fyrir miklar fjarlægðir.“ Utan hljómsveitarinnar segjast þau öll vera mjög góðir vinir. Oft þegar þau hittast til að gera tónlist fer orkan með hópinn í allt aðrar áttir en endilega að klára nýtt lag. „Um daginn ætluðum við t.d. að taka upp eitt lag en enduðum á að sjóða uppáhaldshljóðnemann okkar í potti í tvær klukkustundir. Við lásum á netinu að hann yrði betri við þær aðgerðir. Þannig að við enduðum þann dag á að vera með ekkert nýtt lag en miklu betri hljóðnema. En núna erum við fókuseruð.“ Orkumikill hópur Næstu mánuðir fara í að leggja lokahönd á plötuna en fyrir utan hana er að mörgu að hyggja segja þau. „Halldór og Kristján eru hvor í sínu lagi með sólóverkefni og báðir hafa unnið að tónlist fyrir stutt- og heimildarmyndir. Halldór vann nýverið að tónlistarinn- setningunni Stratus Pianos með Ólafi Arnalds og áður en Kristján fór út í nám spilaði hann með rapparanum Kött Grá Pje og hljómsveitinni Hatara. Stefán fékk nýverið vinnu hjá Ríkissjón- varpinu sem leikmyndasmiður og Agnes er í myndlistarnámi og er einnig vinsæl plötusnælda, þannig það er nóg að gera. Það er nú samt oft þannig að einmitt þegar allir eru hvað uppteknastir í sínu, þá fer tónlistin á hreyfingu.“ Mjög góður fyrirboði Hljómsveitin Sykur gefur út sína þriðju plötu í sumar. Sveitin kom fram á tón- listarhátíðinni Sónar Reykjavík í síðasta mánuði og gladdi gesti með gömlum og nýjum lögum. www.fi.is Myndakvöld Ferðafélags Íslands Myndagetraun sem öllum sem mæta gefst kostur á að taka þátt í. Leifur Þorsteinsson stýrir. Örnefni á Torfajökulssvæðinu og að Fjallabaki: Ólafur Örn Haraldsson höfundur árbókar FÍ um Friðland að Fjallabaki. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Þriðjudaginn 10. apríl kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 Ég fer á fjöll Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir HEIMILI OG SKÓLI ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2018 Tilnefningar sendist með því að fylla út rafrænt eyðublað á heimiliogskoli.is. Hægt er að tilnefna til Foreldraverðlauna en einnig má tilnefna dugnaðarfork Heimilis og skóla. Síðasti skiladagur tilnefninga er 10. apríl 2018. Allt það helsta úr heimi TÍSKUNNAR á einum stað .is GLAMOUR.IS 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . A p R í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -E 7 1 4 1 F 6 0 -E 5 D 8 1 F 6 0 -E 4 9 C 1 F 6 0 -E 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.