Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 102
H reindís Ylva Garð-arsdóttir Holm er fædd 1. mars 1989 og situr í fjórða sæti á lista Vinstri grænna til borgar- stjórnar í vor. Hún er leikkona og lauk námi frá hinum virta Guild- ford School of Acting í Bretlandi. „Ég ákvað ellefu ára gömul að Ungt fólk í stjórnmálum Leigumarkaðurinn er eins konar lottó Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm er einna yngst á lista Vinstri grænna til borgarstjórnar í vor og vill leggja höfuðáherslu á hús- næðismál, menningu og listir, femínisma og geðheilbrigðismál. Hreindís vill auka aðgengi barna að menningu og listum í borginni. Fréttablaðið/ SteFán KarlSSon verða leikkona,“ segir Hreindís Ylva frá. Íslendingar þekkja hana ef til vill af fjölunum eða hvíta tjaldinu. Hún fór til að mynda með hlutverk í kvik- myndinni Óróa eftir Baldvin Z. Hreindís Ylva hefur haft mörg járn í eldinum allt frá uppvexti og því kemur það líklega þeim sem þekkja hana ekki á óvart að hún taki nú virk- an þátt í stjórnmálum. Hún stundaði einnig nám við Tónlistarskóla FÍH á jazzsöngbraut og hóf nám í stjórn- málafræði. „Það er fremur stutt síðan ég hóf afskipti af stjórnmálum. Þótt ég hafi alla tíð haft mikinn áhuga á þeim,“ segir Hreindís Ylva. „Ég var svolítið með mínar skoð- anir á kantinum. Ég bjó í London í sex ár, á meðan ég stundaði leiklistarnám og einbeitti mér eingöngu að leikhúsi og leiklist. Ég flutti svo heim árið 2016 og þá stóðu yfir kosningar í kjöl- far Panamalekans,“ segir Hreindís Ylva sem ákvað á þeim tímapunkti að hefja nám í stjórnmálafræði. „Ég fór á svokallaðar leiðtogaumræður og hitti þar Katrínu Jakobsdóttur. Frá þeim tímapunkti dróst ég inn í heim stjórnmála og það verður ekki aftur snúið,“ segir Hreindís Ylva sem nefnir Katrínu Jakobsdóttur sem eina Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Myndir úr lífi Hreindísar Hreindís Ylva á að baki fjöl- breytta menntun og starfsferil þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur bæði starfað við leiklist og söng. Hún keppti í eurovision og hefur starfað sem flugfreyja, svo fátt eitt sé upptalið. af þeim stjórnmálamanneskjum sem hún lítur mest upp til. „Það eru ótrúlega margar, og þar eru konur í meirihluta. Mér finnst setning sem vinkona mín sagði við mig einu sinni lýsa því vel hvernig mér líður stundum: ,,Við stöndum á öxlunum á risum,“ og var þá um að ræða allar ótrúlegu konurnar sem hafa farið á undan okkur og rutt brautina, súffragettur, rauðsokkur og allar konurnar sem fengu virkilega að heyra það fyrir það eitt að reyna að kjósa og/eða bjóða sig fram. En ef ég má bara velja eina þá ætla ég, og þetta er kannski klisja, að nefna formann minnar eigin hreyfingar og forsætis- ráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef dáðst að henni af kantinum öll hennar ár í stjórnmálum og það er svo gott þegar einhver sem maður hefur litið upp til veldur svo ekki von- brigðum við persónuleg kynni. Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir að taka sér tíma til að setjast niður með ungri konu sem hafði ótal spurningar um hvernig væri best að snúa sér ef hún vildi prófa pólitík. Hún er hrein og bein, eldklár og sönn, jarðbundin og á sama tíma ótrúlega fyndin og skemmtileg kona,“ segir Hreindís Ylva. Ákvörðun hennar um að taka virkan þátt í stjórnmálum vatt upp á sig og hún fékk tækifæri til áhrifa. „Ég held að í stjórnmálum gildi að einhverju leyti sömu lögmál og í leik- list. Það er réttur staður og stund fyrir þig. Í mínu tilfelli small allt saman og ég tók þátt í stjórnmálastarfi með Vinstri grænum. Það urðu óvænt aðrar kosningar og þá tók ég ellefta sæti á lista í Reykjavík norður. Ég lærði mjög mikið á því,“ segir Hrein- dís Ylva. Spurð hvort ákveðin reynsla hafi mótað hana og komi að gagni í stjórnmálum nefnir Hreindís Ylva afa sinn sem fyrirmynd. „Mér hefur stundum fundist merkileg tilviljun að einmitt á sama tíma og ég tók þá ákvörðun að sökkva mér á kaf í pólitík þá lést afi minn sem var alla tíð mjög pólitískur og mikill vinstri maður og var virki- lega ánægður með að ég var farin að taka þátt í pólitík. Kannski svolítið eins og ég hafi tekið við hans kyndli, sem er mikill heiður. Eins gaf það að taka virkan þátt í #metoo-hreyfingunni mér byr undir báða vængi og sýndi mér hvað einstaklingar geta virkilega breytt miklu,“ segir hún frá. Hreindís Ylva starfar nú bæði sem leiklistar- og söngkennari. „Listir og menning fyrir börn og þátttaka þeirra er mér ofarlega huga. En líka almennt aðgengi fólks að listum og menningu. Ég vil auka aðgengi fólks að menningarstofnunum okkar. Fólks sem býr við ýmiss konar skerðingar sem hamlar því að það geti notið til dæmis leiksýninga eða tónleika,“ segir Hreindís Ylva og nefnir dæmi frá London. „Þar tíðkast að halda sýningar sem eru afslapp- aðar, þar er kannski sleppt björtum og skerandi ljósum og hvellum hávaða. Þar fá þeir sem eru með tou- rette að trufla án þess að hafa af því áhyggjur,“ segir hún og vill að menn- ingarstofnanir borgarinnar bjóði upp á sýningar í þessum anda. „Ég vil einnig auka aðgengi barna. Ég kenni 130 börnum í hverri viku. En ég hef samt aðeins kennt einu barni sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Það getur ekki verið að börn innflytjenda hafi ekki áhuga. Ég held að það vanti að bjóða þeim upp á þetta, að aðstoða foreldra þeir ra. Ég held að lausnin sé að færa listir og menningu í auknum mæli til skól- anna, mér finnst þetta mikilvægt.“ Hreindís Ylva nefnir einnig að hús- næðismálin séu þau allra mikilvæg- ustu í hugum ungs fólks. Hún leigir íbúð í Fossvogi og sér ekki fram á að geta keypt sér íbúð. „Leiga í Reykjavík er almennt fárán- lega há. Ég sá stúdíóíbúð auglýsta á dögunum á 190.000 krónur. Markað- urinn er svona af því hann getur verið svona. Það er auðvitað vonlaus staða sem blasir við ungu fólki á húsnæðis- markaði, vonlaust að kaupa og leigu- markaðurinn er einhvers konar lottó,“ segir Hreindís Ylva. frettabladid.is Viðtalið má lesa í lengri útgáfu á Fréttablaðið.is 7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r38 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 0 -8 E 3 4 1 F 6 0 -8 C F 8 1 F 6 0 -8 B B C 1 F 6 0 -8 A 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.