Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2018, Qupperneq 116

Fréttablaðið - 07.04.2018, Qupperneq 116
HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Martha & Niki frísýning 14:00 Kanntu skets að skrifa? Námskeið í sketsaskrifum 13:00 Krummi Klóki 14:00 Stand By Me 16:00 Doktor Proktor & Prumpuduftið 16:00 Grænuvellir: sjúklegt svínarí 16:00 Doktor Proktor & Tímabaðkarið 18:00 Benji the Dove 18:00 Stuttumyndir 12 - 15 ára frítt inn 18:00 Loving Vincent 20:00, 22:00 In this corner of the world 20:00 Andið eðlilega eng sub 20:00 Hleyptu Sól í hjartað 22:30 Spor 22:00 Skáldsagan Allt sundrast eftir nígeríska rithöf-undinn Chinua Achebe kom út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteins-dóttur fyrir skömmu á sextíu ára útgáfuafmæli bókarinnar. Allt sundrast er talin til höfuðrita afrískra bókmennta og Elísa Björg segir að áhrif og mikilvægi verksins séu slík að það hafi beinlínis verið orðið vandræðalegt að hún hafi aldrei komið út í íslenskri þýðingu. „Ég verð reyndar að játa að ég þekkti ekki bókina þegar ég var beðin um þýða hana en hún heillaði mig samstundis og mikilvægi hennar má einfaldlega sjá út frá því að hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka. Allt sundrast er í raun algjör yfirklassík í afrískum bókmenntum.“ Opnaði Afríku Elísa Björg bendir á að Allt sundrast hafi í raun verið fyrsta skáldsagan þar sem höfundur frá Afríku tekur sér stöðu og kemur fram með rödd álfunnar. „Það er líka merkilegt hvað hún er fyrst í mörgu tilliti. Hún er fyrsta skáldsaga Achebe, fyrst í trílóg- íu, fyrst í ritröð Heinemanns African Writers Series og fyrsta bókin um líf Afríkumanna skrifuð af Afríku- mönnum sjálfum. Fram að því hafði alltaf verið skrifað um Afríku út frá gestsauga og illu heilli þá fer það oft út í góðlátlegt grín og ýkjusögur. Achebe er sjálfur alinn upp í svona blönduðu samfélagi eins og þarna er lýst og hann þekkir því af eigin raun það sem hann er að skrifa um. Þetta er meginforsenda þess að hann hefur svona gríðarleg áhrif á afrískar bókmenntir og það er til fal- leg tilvitnun í Chimamanda Ngozi Adichie sem skrifaði meðal annars Við ættum öll að vera femínistar, en hún sagði: „Ég held að ég geti skrifað vegna þess að Chinua Achebe skrif- aði.“ Hún hafði lengi lesið eintómar skáldsögur um Afríku sem pössuðu ekkert við hennar upplifun. Þannig að hann opnaði ekki aðeins Afríku fyrir öðrum álfum heldur opnaði hann Afríku fyrir Afríkubúum sjálfum. Sem slíkur skiptir hann því auðvitað ótrúlega miklu máli.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur Allt sundrast er að Achebe hikar ekki við að nýta sér vestræna bókmenntahefð. Elísa Björg tekur undir það og bendir á að bókinni sé skipt í þrjá hluta og hún sé um margt uppbyggð eins og klassískt grískt leikrit. „Að auki þá er titill verksins sóttur í ljóð eftir W.B. Yeats og fleira mætti tiltaka en þetta er mjög með- vituð leið til þess að ná til vestrænna lesenda. Hins vegar var hann stund- um skammaður fyrir það að skrifa á Þetta er bókin sem ruddi brautina og opnaði Afríku Skáldsagan Allt sundrast eftir Chinua Achebe markaði fyrir sextíu árum risavaxin tímamót í afrískum bókmenntum en hún kom út fyrir skömmu í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandi Allt sundrast, segir bókina eiga brýnt erindi við okkur í dag enda arfleifð Vesturlanda í álfunni skelfileg. FréttABlAðið/Ernir snýr aftur þá er samfélagið ger- breytt. Hið gerbreytta samfélag gengur í raun og veru út á íhlutun og frekju- gang vestrænna nýlenduríkja sem beita fyrir sig öllum leiðum, pólitískum, trúarlegum og efna- hagslegum, til þess að vaða yfir allt samfélagið og ná frumbyggjunum á sitt band. En það má líka lesa þetta með femínískum gleraugum og líta á þetta sem harmsögu karlmennsk- unnar. Það má vel fara þá leiðina,“ segir Elísa Björg létt í bragði. Kynjahlutverkin skipta greini- lega miklu máli í Allt sundrast og það birtist í ýmsum myndum. Frá- sögnin er til að mynda skemmtileg blanda af beinum og afdráttar- lausum frásagnarstíl annars vegar og svo litríkum þjóðsögum hins vegar. „Já, þjóðsögurnar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki. Þær eru líka – og það fannst mér vænt um þegar ég áttaði mig á því – rödd kvenna í frásögninni. Konur eru þarna valda- lausar og fyrirferðarlitlar en þjóð- sögurnar og tungumálið eru þeirra ríki. Mér finnst merkilegt að þeirra valdefling skuli vera þarna því ef karlmenn í sögunni hafa gaman af sögum kvennanna þá eru þeir aumingjar í augum karlanna og Níundi kafli Í fyrsta sinn í þrjár nætur svaf Okonkwo. Hann vakn- aði einu sinni um miðja nótt og hugur hans reikaði til undangenginna þriggja daga án þess að hann fyndi til óróleika. Hann fór að velta því fyrir sér hvers vegna hann hefði verið órólegur yfirleitt. Hann minnti á mann sem undrast það í dagsbirtu að honum hafi þótt draumur næturinnar svo skelfilegur. Hann teygði sig og klóraði sér á lærinu þar sem moskítófluga hafði stungið hann meðan hann svaf. Önnur vældi við hægra eyrað á honum. Hann sló í eyrað og vonaði að hann hefði drepið fluguna. Hvers vegna ráðast þær alltaf á eyrun? Þegar hann var lítill hafði móðir hans sagt honum sögu um það. En hún var jafn heimskuleg og aðrar sögur kvenna. Moskító, sagði hún, hafði beðið Eyra að giftast sér og Eyra samstundis oltið á gólfið af hömlulausum hlátri. „Hversu langt heldurðu að þú eigir ólifað?“ spurði Eyra. „Þú ert orðinn að beinagrind nú þegar.“ Moskító hélt á brott niður- lægður og í hvert sinn sem hann átti leið hjá sagði hann Eyra að hann væri enn á lífi. Allt sundrast eftir Chinua Achebe, upphaf 9. kafla í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur ensku, tungumáli kúgaranna, en þá vísaði hann til þess að það nígeríska ritmál sem er til er búið til af þessum sömu kúgurum, nýlenduherrunum. Þetta ritmál dregur tennurnar úr þeim mállýskum sem tungumálið býr yfir og Achebe sagði að það væri þó betra að ná þessum sérkennum tungumálsins og öllum þeim þjóð- sögum sem er að finna í verkinu með því að beita einfaldlega enskunni. Að auki var enskan leið til þess að opna Afríku fyrir útlendingum, þannig að þetta var í raun meðvituð pólitísk ákvörðun.“ Konur, sögur og aumingjar Allt sundrast segir sögu hins ótta- lausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. „Okonkwo er mikill glímukappi, heljarmenni og frekjuhundur eins og karlar eiga að vera. En hann er miklu viðkvæmari en hann vill vera láta og skammast sín mikið fyrir það. Hann á þrjár konur og átta börn sem koma þó lítið við sögu. Hins vegar er það þannig að eina manneskjan sem hefur einhvern möguleika á að hafa áhrif á þessa ofurhetju er dóttir hans en ekki sonurinn enda harmar Okonkwo það statt og stöðugt að hún skuli ekki vera strákur. En svo lendir hann í því að hetjuskapurinn verður til þess að hann fremur glæp og er rekinn í útlegð en þegar hann feðraveldisins. Sonur aðalhetjunn- ar er gott dæmi um þetta því hann hefur gaman af því að hlusta á sögur móður sinnar en vill svo auðvitað ekki viðurkenna slíkan veikleika,“ segir Elísa Björg og getur ekki annað en brosað. „Þessi andstæða á milli karlmennskunnar og tungumáls birtist líka mjög skemmtilega í því að Okonkwo stamar og eftir því sem hann verður æstari og lætur rymja meira í sér, þeim mun óöruggari verður hann í tungumálinu sem endar með því að hann þarf að grípa til hnefanna.“ Skelfileg arfleifð Elísa Björg fæst við að kenna bæði sögu og listasögu og hún segir að vissulega leiti hún þangað þegar tekist er á við að þýða verk á borð við þetta. „Núna fyrir stundu var ég einmitt að æsa mig mikið við kennsluna því við vorum að fara yfir nýlendutímann í Afríku. Það mátti engu muna að ég færi að lesa fyrir nemendur úr bókinni, en maður má auðvitað ekki blanda þessu saman, en bókin gerist á síðari hluta nítj- ándu aldar og árið 1885 var haldinn fundur í Berlín þar sem nýlendu- veldin skiptu því sem eftir var af Afríku á milli sín með reglustiku. Í kjölfarið ryðjast þeir þarna inn og sagan segir frá þessum umbrota- tímum.“ En á þessi bók þá eitthvert erindi við okkur í dag? „Já, svo sannarlega. Það sagði einmitt einn nemandi minn í tímanum áðan: „Er þetta þá ástæðan fyrir því að ástandið er svona eins og það er í Afríku dag?“ Og ég get ekki sagt annað en að það eigi mikinn þátt í því. Arfleifð okkar Vesturlanda í Afríku er skelfileg þar sem við erum búin að mergsjúga allt og erum hvergi nærri hætt. Allt sundrast sýnir okkur það og er öllum holl lesning.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r52 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 0 -7 0 9 4 1 F 6 0 -6 F 5 8 1 F 6 0 -6 E 1 C 1 F 6 0 -6 C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.