Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —8 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 2 . a p r Í l 2 0 1 8 Verð áður 449 kr. pk. 399 kr.pk Vínber í boxi, græn/rauð 500 g Fréttablaðið í dag skoðun Þorvaldur Gylfason segir frá blettaskallaskáldskap. 15 sport Pep Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2011. 18 Menning Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórn- andi Listahátíðar í Reykjavík, kynnir sína fyrstu hátíð. 26 lÍFið Sama mynd vekur mis- munandi viðbrögð, segir Rakel Tómasdóttir. 38 plús 2 sérblöð l Fólk l  Miðborgin *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 ✿ Vilt þú að notkun dísilknúinna ökutækja verði bönnuð á Íslandi fyrir árið 2030? 44% 39% 17% n Andvíg(ur)   n Hlynnt(ur)  n Hlutlaus lÍFið Helgi Björnsson fagnar sex- tugsafmæli í júlí og blæs til stór- tónleika. Í umfjöllun um starf hans og söng kemur fram að Helgi hefur selt 140.000 plötur á ferlinum. Alls hafa Helgi og hljómsveitir hans gefið út 25 plötur. Hann hefur leitt Grafík, SSSól, Reiðmenn vindanna og Kokteilpinnana auk þess að gefa út tónlist í eigin nafni og er fyrir löngu samofinn þjóðarsálinni. Helgi hefur alltaf verið líflegur á sviði. Á öllum þeim tónleikum sem hann hefur haldið hefur hann notast við 789 jakka, 1.876 sprey- brúsa í hárið og kast- að 724 nærbuxum út í salinn. Geri aðrir betur. – bb / sjá síðu 36 Helgi Björns og 724 nærbuxur uMHVerFisMál Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísil- bíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svif- ryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreyting- Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt um. Víðast hvar er stefnt á að inn- leiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent. Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 pró- sent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Væn- legra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla. – khn, gþs Tæp 40 prósent Reykvík- inga eru hlynnt því að bann verði sett á notkun dísilolíu á ökutæki á Íslandi fyrir árið 2030 samkvæmt könnun Fréttablaðsins og vef- miðilsins frettabladid.is. Fjöldi fylgjenda banns kemur á óvart, segir for- maður umhverfisráðs. Hringurinn hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins er þau voru veitt í þrettánda sinn í gær. „Við Hringskonur erum djúpt snortnar af þessum mikla heiðri,“ sagði Vilborg Ævarsdóttir, varaformaður Hringsins. Mikill fjöldi Hringskvenna var við afhendinguna, en í félaginu eru um 370 konur. Verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum hlaut Páll Óskar Hjálmtýsson, í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Atli Svavarsson verðlaun. Guðmundur Fylkisson var kjörinn Hvunndagshetjan og Herdís Egilsdóttir hlaut heiðursverðlaunin. Fréttablaðið /Ernir 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 A -0 8 F C 1 F 6 A -0 7 C 0 1 F 6 A -0 6 8 4 1 F 6 A -0 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.