Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 4
Tilfinningin er að
það þyki jákvætt að
vera virkur þátttakandi í
þessum tiltekna flokki.
Gianluca Esposito,
sérfræðingur
GRECO
StjórnSýSla Íslensk löggæsla þykir
sérstaklega berskjölduð fyrir póli
tískum áhrifum að mati GRECO,
samtaka ríkja gegn spillingu, sem
birta í dag niðurstöður úttektar
sinnar um æðstu handhafa fram
kvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi.
„Samkvæmt samtölum okkar við
fólk í vettvangsferðinni til Íslands
er það sambland nokkurra þátta
sem bendir til þessa,“ segir Gian
luca Esposito, sérfræðingur GRECO
sem kom hingað til lands síðastliðið
haust og er einn höfunda skýrslunn
ar.
Esposito vísar í fyrsta lagi til þess
að þrátt fyrir að lögreglan sé í orði
kveðnu undir stjórn og háð eftir
liti ríkislögreglustjóra, sé ábyrgðar
keðjan innan löggæslunnar ekki lóð
rétt heldur lárétt. Þannig heyri ekki
aðeins ríkislögreglustjóri beint undir
ráðherra, heldur heyri lögreglustjór
ar umdæmanna í raun ekki undir
ríkislögreglustjóra heldur einnig
beint undir ráðherra. Þetta þýði að
allir níu lögreglustjórar landsins stýri
daglegum löggæslustörfum undir
beinni stjórn ráðherra. Við þetta
bætist einnig að héraðssaksóknari,
sem hefur eftirlitsskyldur gagnvart
löggæslunni og ákæruvaldi, lýtur
einnig skipunarvaldi ráðherra.
Í öðru lagi séu ekki aðeins helstu
stjórnendur innan lögreglunnar
heldur einnig óbreyttir lögreglu
menn skipaðir til fimm ára í senn.
„Segjum sem svo að ráðherranum
líki ekki við einhvern, þá er tiltölu
lega auðvelt að framlengja ekki ráðn
ingu viðkomandi án þess að ráðherra
þurfi að gefa sérstaka skýringu á því,“
segir Esposito og vísar einnig til þess
að þrátt fyrir reglur um skipanir í
embætti mæli GRECO sérstaklega
með því að ráðningar og skipunar
ferli innan lögreglunnar verði opn
ara og gegnsærra, lausar stöður og
embætti verði auglýst, hæfniskröfur
skýrar og mat á hæfni
umsækjenda fari fram
eftir gegnsæjum og
skýrum reglum.
Í þriðja lagi segir
E s p o s i t o s a m
tökin hafi fundið
fyrir þeirri ásýnd
fólks í vettvangsferð
sinni að sterk og rót
gróin tengsl séu milli
íslenskra löggæsluyfirvalda og til
tekins stjórnmálaflokks og fyrir því
muni vera sögulegar ástæður. „Til
finningin er að það þyki jákvætt að
vera virkur þátttakandi í þessum til
tekna flokki,“ segir Esposito og bætir
við að GRECO hafi einnig orðið
áskynja um þau viðhorf innan lög
reglunnar að ákjósanlegt þyki fyrir
frama innan löggæslunnar að hafa
góð tengsl við eða vera meðlimur í
viðkomandi stjórnmálaflokki.
Að lokum segir Esposito samtökin
hafa fengið upplýsingar og dæmi um
tilvik innan lögreglunnar, þar sem
þessi hætta á pólitískum afskiptum
hafi raungerst með beinum afskipt
um ráðherra af störfum lögreglu.
adalheidur@frettabladid.is
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is
www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
®
ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Í JEPPA
LITLI BRÓÐIR GRAND CHEROKEE
DÍSEL 2.0L 140 HÖ. EÐA 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING
ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM
VERÐ FRÁ 5.490.000 KR.
Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, akgreinaaðstoð,
leður/tau áklæði, hiti í stýri og framsætum, hraðastillir, snertiskjár, regnskynjari,
LED ljós að framan og aftan,Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri
stærð, 17” álfelgur o.fl. Einnig fáanlegur með 170 hö. bensínvél, sjálfskiptur.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
VERÐLÆKKUN
alSír Tala látinna var komin upp í
257 í gærkvöld eftir að herflugvél
brotlendi á norðurströnd Afríku
ríkisins Alsírs í gær.
Að sögn BBC voru í vélinni 26
meðlimir Polisariohreyfingarinnar,
sem Alsír styður í baráttu um sjálf
stæði VesturSahara frá Marokkó.
Vélin brotlenti á Boufarikher
flugvellinum nærri höfuðborginni
Algeirsborg. Tildrög slyssins voru
ókunn áður en Fréttablaðið fór í
prentun en æðstu yfirmenn hersins
hafa fyrirskipað ítarlega rannsókn
á slysinu.
Þetta er ekki fyrsta mannskæða
flugslys alsírskrar herflugvélar á
þessum áratug. Í febrúar 2014 fórust
77 starfsmenn hersins og fjölskyldu
meðlimir þegar flugvél brotlenti á
fjalli í Oum alBouaghihéraði á leið
sinni til Constantine. – þea
Yfir 250 fórust í
flugslysi í Alsír
Ungverjaland Áttatíu ára sögu
ungverska dagblaðsins Magyar
Nemzet lauk í gær. Útgefandinn
sagði ástæðuna slæma fjárhags
stöðu og versnandi horfur fyrir
fjölmiðlafrelsið eftir kosningasigur
flokks Viktors Orbán, Fidesz.
Blaðið var einn stærsti stjórnar
andstöðumiðillinn í Ungverjalandi
en með vaxandi áhrifum Orbáns
dróst lesturinn saman. Í odda skarst
milli eigandans, Lajos Simicska, og
Orbáns og Simicska leitaði hefnda.
„Nú þegar Orbán hefur náð að
verja meirihluta sinn telur Simicska
tímasóun að halda útgáfunni áfram.
Með tilliti til niðurstaðna kosning
anna býst hann við hefndum ríkis
stjórnarinnar og hefur því skellt í
lás,“ sagði Tamas Boros, stjórnmála
greinandi hjá Policy Solutions, við
Reuters. – þea
Hætta útgáfu
vegna skerts
fjölmiðlafrelsis
UMHverFISMÁl Landvernd hefur
kært ákvörðun Skipulagsstofnunar
þess efnis að endurbætur á Þing
vallavegi milli þjónustumiðstöðvar
og syðri vegamóta við Vallarveg í Blá
skógabyggð skuli ekki háðar mati á
umhverfisáhrifum.
Í kæru Landverndar til úrskurðar
nefndar umhverfis og auðlinda
mála er þess krafist að ákvörðunin
verði felld úr gildi og að endurbætur
á Þingvallavegi verði stöðvaðar á
meðan kærumálið er hjá nefndinni.
„Þessi krafa er gerð til að koma í
veg fyrir yfirvofandi náttúruspjöll,“
segir í kærunni. „Fyrir liggur að
framkvæmdaraðilar eru tilbúnir að
hefja verkið á næstu vikum eða mán
uðum.“
Í rökstuðningi sínum vísar Land
vernd til ýmissa verndarákvæða
sem eiga við um svæðið. Svæðið
njóti verndar samkvæmt lögum um
þjóðgarðinn á Þingvöllum og sam
kvæmt skráningu á Heimsminja
skrá UNESCO. Einnig sé vistkerfi á
svæðinu afar viðkvæmt.
Jafnframt sé ljóst að áhrif á birki
skóg og eldhraun á svæðinu verði
neikvæð, en þessi svæði njóta sér
stakrar verndar samkvæmt náttúru
verndarlögum.
Þá bendir Landvernd á að í
ákvörðun Skipulagsstofnunar komi
fram að áhrif á fernar fornleifar verði
neikvæð og óafturkræf. Þó séu áhrif
in ekki talin breyta einkennum jarð
minja í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
„Skipulagsstofnun segir þrátt fyrir
ofangreint að endurbætur á Þing
vallavegi séu ekki líklegar til að hafa
í för með sér umtalsverð umhverfis
áhrif. Landvernd bendir aftur á
móti á framangreindar niðurstöður
stofnunarinnar sem sýna sannarlega
neikvæð umhverfisáhrif. Hvenær
verða umhverfisáhrif framkvæmda
umtalsverð?“ segir í kærunni.
Landvernd telur málið vanreifað
og að full ástæða sé til að opna fyrir
samráð meðal almennings um fram
kvæmdina. – khn
Landvernd vill Þingvallaveg í umhverfismat og krefst stöðvunar
Fréttablaðið/Vilhelm
GRECO segir lögregluna óvarða
gagnvart pólitísku áhrifavaldi
Íslenskir viðmælendur GRECO segja sterk rótgróin tengsl milli lögreglunnar og tiltekins stjórnmálaflokks.
Einn þeirra þátta sem bendi til að löggæsluyfirvöld séu berskjölduð gagnvart pólitískum áhrifum, segir sér-
fræðingur GRECO. Meðal tilmæla samtakanna er endurskoðun á valdauppbyggingu innan löggæslunnar.
Tilmæli um úrbætur
Auk tilmæla GRECO um skýrari
reglur um ráðningar og skipanir í
embætti er mælst sérstaklega til
þess að valdauppbygging innan
lögreglunnar verði endurskoðuð
með það að markmiði meðal
annars að takmarka afskipti ráð-
herra og stjórnmála.
Skerpa þurfi einnig á ábyrgð
og leiðtogahlutverki ríkislög-
reglustjóra. Þá er mælt með því
að allt innra eftirlit verði á borði
miðlægrar deildar sem heyri
undir ríkislögreglustjóra. Bent er
á að hér á landi séu minniháttar
brot í starfi meðhöndluð af lög-
reglustjórum umdæmanna og í
viðtölum sendinefndar GRECO
hafi efasemdum verið lýst um að
lögreglumenn sem vinni saman í
daglegum verkefnum hafi nægi-
lega fjarlægð til að leggja óháð
og hlutlaust mat á störf félaga
sinna eða stofnana.
Þá er mælst til þess að rammi
utan um ábendingar um meint
brot lögreglumanna, stjórnenda
eða stofnana verði styrktur og
vernd fyrir afhjúpendur innan
löggæslunnar verði tryggð með
skýrum hætti. Aðspurður segir
Esposito mikilvægt að slíkir ferlar
séu skýrir og einnig, ef sýnt þyki
að hún dugi ekki, þurfi að tryggja
þeim vernd sem leita þurfi út
fyrir löggæslustofnanir, til dæmis
til annarra yfirvalda eða fjöl-
miðla.
afskipti hönnu birnu
Kristjánsdóttur, þá-
verandi ráðherra,
af rannsókn
lekamálsins í
lögreglustjóra-
tíð Stefáns
eiríkssonar
eru öllum
kunn.
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M t U d a g U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
A
-2
1
A
C
1
F
6
A
-2
0
7
0
1
F
6
A
-1
F
3
4
1
F
6
A
-1
D
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K