Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 10
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hjólbarðaþjónusta N1
Bíldshöfða 440-1318
Fellsmúla 440-1322
Réttarhálsi 440-1326
Ægisíðu 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ 440-1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372
Dalbraut Akranesi 440-1394
Réttarhvammi Akureyri 440-1433
Opið
mán –fös kl. 08-18
laugardaga kl. 09-13
www.n1.is
Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin
á www.n1.is
Öruggari
á Michelin
dekkjum
Alltaf til staðar
Michelin CrossClimate+
• Sumardekk fyrir norðlægar slóðir
• Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra
• Halda eiginleikum sínum vel
• Gott grip við flest allar aðstæður
• Endingarbestu sumardekkin á markaðnum
Michelin Primacy 4
• Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra
• Frábært grip og góð vatnslosun
• Einstakir aksturseiginleikar
Michelin Pilot Sport 4
• Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu
• Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika
• Frábært grip og góð vatnslosun
• Endingarbestu dekkin á markaðnum
í sínum flokki
Meðallaun starfsmanna Stefnis,
dótturfélags Arion banka og stærsta
sjóðastýringarfyrirtækis landsins,
námu tæplega 2.100 þúsundum
króna á mánuði í fyrra og hækk-
uðu um 13 prósent á milli ára. Af
stærstu sjóðastýringarfélögunum
greiddi Stefnir sem fyrr hæstu laun-
in á síðasta ári en laun starfsmanna
GAMMA Capital Management
hækkuðu hins vegar mest, eða um
327 þúsund krónur á mánuði, og
voru þau að meðaltali um 1.716
þúsund. Í prósentum talið hækkuðu
laun starfsmanna félagsins, en fjöldi
þeirra var að meðaltali 22 á árinu,
því um 23,5 prósent á árinu.
Launagreiðslur til starfsmanna
Íslandssjóða og Landsbréfa, dóttur-
félaga Íslandsbanka og Landsbank-
ans, voru að meðaltali um 1.670
þúsund krónur á mánuði á liðnu ári,
eða um 400 þúsundum lægri en hjá
Stefni. Á meðan laun starfsmanna
Landsbréfa hækkuðu að jafnaði um
5 prósent í fyrra lækkuðu þau um
4,7 prósent í tilfelli Íslandssjóða
en það skýrist að hluta til vegna
starfslokasamnings við fyrrverandi
framkvæmdastjóra félagsins sem
var gjaldfærður á árinu 2016.
Starfsmenn Júpíters rekstrar-
félags, dótturfélags Kviku banka,
voru hins vegar með næsthæstu
launin á meðal helstu sjóðastýr-
ingarfyrirtækja landsins. Námu þau
að meðaltali nærri 1.900 þúsundum
króna í fyrra og hækkuðu um rúm-
lega 100 þúsund á milli ára.
Upplýsingar um launagreiðslur
fyrirtækjanna byggja á nýbirtum
ársreikningum þeirra um heildar-
laun og meðalfjölda starfsmanna á
árinu 2017. Í einhverjum tilfellum,
meðal annars hjá Stefni, innihalda
þær greiðslur kaupauka sem stjórn-
endur og lykilstarfsmenn félaganna
fengu í sinn hlut í fyrra.
Hagnaðurinn jókst mikið í fyrra
Sjóðastýringarfélög stóru bankanna
eru hvað umsvifamest á eignastýr-
ingarmarkaði og voru þau með
eignir í stýringu upp á samanlagt
um 760 milljarða í árslok 2017. Sé
hins vegar einnig tekið tillit til Júp-
íters og GAMMA eru þessi fimm
stærstu sjóðastýringarfyrirtæki
landsins með um 970 milljarða
eignir í stýringu. Íslandsbanki og
Landsbankinn eru eins og kunnugt
er í eigu íslenska ríkisins.
Þrátt fyrir að eignir í stýringu
Stefnis hafi minnkað um lið-
lega 60 milljarða á árinu, meðal
annars vegna innlausna lífeyris-
sjóða, þá er félagið með nærri 350
milljarða í stýringu og nam hagn-
aður þess 1.680 milljónum í fyrra
og næstum tvöfaldaðist á milli ára.
Afkoma Landsbréfa batnaði einn-
ig umtalsvert á síðasta ári, einkum
vegna árangurstengdra þóknana
af rekstri framtakssjóða, þar sem
hagnaðurinn jókst um rúmlega 400
milljónir og var samtals 1.113 millj-
ónir. Hagnaður Íslandssjóða var 183
milljónir borið saman við 97 millj-
óna hagnað árið áður.
Júpíter skilaði um 59 milljóna
króna hagnaði í fyrra og tvöfaldað-
ist hann á milli ára. Eignir í stýringu
voru rúmlega 70 milljarðar í árslok,
borið saman við 31 milljarð árið
áður, en sú aukning skýrist einkum
af sameiningu við sjóði sem áður
voru í stýringu Virðingar og Öldu
en félögin voru yfirtekin af Kviku
banka á árinu. Á sama tíma og
meðallaun starfsmanna GAMMA
hækkuðu verulega á síðasta ári
versnaði afkoma félagsins aftur á
móti og dróst hagnaðurinn saman
um rúmlega fjórðung og var tæplega
626 milljónir. Námu eignir í stýringu
GAMMA 139 milljörðum í árslok.
Á undanförnum árum hefur
verið hvað mest launaskrið á meðal
sjóðastýringarfélaganna hjá Stefni.
Meðal mánaðarlaun starfsmanna
Stefnis námu þannig um 820 þús-
undum króna á árinu 2009 og hafa
þau því hækkað um liðlega 155 pró-
sent á síðustu átta árum. Á sama
tíma hefur almenn launavísitala
hækkað um rúmlega 60 prósent.
Þá eru meðallaun starfsmanna í
stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum
landsins töluvert hærri en almennt
þekkist innan fjármálageirans.
Heildarlaun í fjármála- og vátrygg-
ingarstarfsemi voru að meðaltali
um 893 þúsund krónur á mánuði
á árinu 2016, samkvæmt tölum frá
Hagstofu Íslands, en ekki hafa verið
birtar tölur fyrir árið 2017.
hordur@frettabladid.is
Með rúmlega tvær milljónir á mánuði
Stefnir borgar hæstu launin á meðal stærstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins og voru laun starfsmanna að meðaltali um 2.083 þúsund
á mánuði í fyrra. Launin hækkuðu hins vegar mest á milli ára hjá GAMMA, eða að meðaltali um nærri 330 þúsund krónur á mánuði.
markaðurinn
Meðallaun starfsmanna stærstu sjóðastýringarfyrirtækjanna á árinu 2017
Landsbréf Stefnir Júpíter Íslandssjóðir GAMMA
1.673.000 kr.
5%
hækkun
milli ára
6%
hækkun
milli ára
12,9%
hækkun
milli ára
23,5%
hækkun
milli ára
2.083.000 kr. 1.885.000 kr. 1.667.000 kr. 1.716.000 kr.
4,7%
lækkun
milli ára
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
A
-4
4
3
C
1
F
6
A
-4
3
0
0
1
F
6
A
-4
1
C
4
1
F
6
A
-4
0
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K