Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 16
Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbíl-inn. Það verður ekki aftur
snúið hvað mig varðar. Á þessum
fjórum árum hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Tæknin er komin
til að vera og sparnaður í eldsneytis-
kostnaði er mikill. Já og sótmengun
er engin. Samkvæmt upplýsingum
Orkuveitu Reykjavíkur er dreifi-
kerfi raforku fært um að anna um
50.000 bílum án frekari fjárfestinga
í innviðum. Þessi fjöldi þarf að
kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um
25 milljarða króna. Raforkan er
ekki bara hrein, heldur kostar hún
Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nótt-
unni. Hreinn hagnaður fyrir bæði
Orkuveituna og notendur.
Sjálfstæðismenn
leggja til úrbætur
Verð á rafbílum hefur lækkað
umtalsvert og eru þeir í dag orðnir
raunhæfur og samkeppnisfær kost-
ur, bæði í verði og drægni. Helsti
þröskuldurinn er að finna hleðslu-
staði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess
vegna hafa Sjálfstæðismenn í borg-
arstjórn lagt fram tillögu þess efnis
að auðvelda aðgengi að hleðslu-
stöðvum í borginni. Slíkt aðgengi
tryggir val fyrir fólk. Í borgarland-
inu er víða hægt að kaupa bensín
og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi
fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar
byggingar verða eftirsóknarverðari
ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla
nálægt þeim. Þannig er borgin að
styðja við græn sjónarmið, bæta hag
íbúa og Orkuveitunnar án þess að
stýra fólki með boðum og bönnum.
Hvergi í heiminum á betur við
að auka rafbílanotkun en einmitt á
Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar
sem þéttbýlið er mest. Í þessum
mánuði bárust fregnir af því að sót-
mengun sé á pari við þá sem er í Rot-
terdam. Til að ráðast á þetta vanda-
mál þarf bæði að minnka upptök
svifryks og þrífa götur miklu betur
en nú er gert. Hluti af lausninni er
að auðvelda fólki að velja rafmagn á
bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörð-
un um að velja hreina íslenska orku,
spara þannig útgjöld og vinna að
hreinni Reykjavík. Við leggjum til að
borgin bæti aðgengi og stígi þann-
ig skref inn í 21. öldina. Með þessu
getum við breytt borginni til hins
betra.
Reykjavík leiði
rafbílavæðingu
Opið bréf til Halldórs Hauks-sonar, sviðsstjóra meðferðar-sviðs Barnaverndarstofu.
Þú veist það, Halldór, að þegar
börnin okkar veikjast lífshættu-
lega þá er brunað með þau á barna-
spítalann þar sem læknateymi tekur
á móti þeim og hefur lífsbjargandi
meðferð. Allt er gert til að bjarga
barninu. Þú veist það líka, Halldór,
að þegar barn í neyslu lífshættulegra
fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð
þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til
staðar.
Þú veist það, Halldór, að þínu
starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef
við berum saman barnaspítalann
og meðferðarkerfi barna þá ert
þú yfirlæknirinn yfir meðferðar-
kerfinu. Sem slíkur átt þú að finna
allar mögulegar leiðir til að bjarga
börnum í neyslu. Þú átt að hlusta
á „læknana“ sem hafa skoðað og
greint „sjúklingana“ og eru með
rökstuddar tillögur um lífsbjarg-
andi meðferð. Þú átt að sjá til þess
að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi
meðferð og þú átt að sjá til þess að
úrræðin til lækninga séu sem best
og sem flest. Þitt eina markmið á
að vera að finna leiðir til að bjarga
börnum sem eru í neyslu lífshættu-
legra fíkniefna.
Síðustu ár hefur þú látið loka
meðferðarheimilum barna víðs-
vegar um landið. Á sama tíma hefur
þú lagt alla þína krafta í MST-með-
ferðarkerfið sem gengur út á að
barnið fái meðferð í sínu umhverfi –
inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel
og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir
börn sem eru komin í lífshættulega
neyslu fíkniefna. Þú veist að MST
getur virkað ágætlega fyrir börn
sem eru á fyrstu stigum hegðunar-
vanda og það gæti hentað ágætlega
sem eftirmeðferðarúrræði fyrir
börn sem eru að koma úr langtíma-
meðferð. Þú veist líka að MST-með-
ferðarkerfið er í eigu bandarísks
fyrirtækis sem Barnaverndarstofa
greiðir þóknanir fyrir að nota.
Þú veist að það er til myndband
af börnunum á meðferðarheimilinu
Lækjarbakka sem voru að sniffa úr
gaskút í helgarleyfi í sumarbústað
með starfsmönnum meðferðar-
heimilisins. Ég veit að Barnavernd-
arstofa fékk upplýsingar um neyslu
barnanna en kaus að láta barna-
verndarnefndir þeirra sem áttu í
hlut ekki vita.
Þú veist hvað starfsmennirnir á
meðferðargólfinu segja um ástandið
í meðferðarmálum barna í dag! Þeir
segja frá allt öðrum veruleika en þú
sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni.
Þeir segja að MST-meðferðarkerfið
virki ekki fyrir börn með mjög erf-
iðan hegðunarvanda eða börn í
lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir
segja að það vanti sérhæfð með-
ferðarheimili. Þeir segja að ekki sé
hlustað á þeirra tillögur um úrbætur
í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú
og aðrir starfsmenn Barnaverndar-
stofu þaggið niður í þeim þegar þeir
vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem
þú stjórnar.
Veistu hvað þú ert búinn að gera,
Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi
sem stjórnað er af örfáum einstakl-
ingum sem sitja við skrifborð í turni
Barnaverndarstofu og gefa ordrur
um hitt og þetta án samráðs við
mikilvæga starfsfólkið sem vinnur
við að reyna að bjarga börnunum
okkar. Það fólk er að gefast upp í
starfi sínu – það eina sem heldur í
það eru þessir pínulitlu sigrar þegar
það sér á eftir barni nokkuð visst um
að það muni pluma sig næstu mán-
uði og jafnvel til langframa.
Ég styð starfsfólkið í meðferðar-
kerfinu sem er að vinna með
erfiðustu börn landsins oft við
bágbornar aðstæður. Ég styð sam-
tökin Olnbogabörn og Sigvalda og
Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi
sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra
sporum þegar ég var að reyna að
bjarga stelpunni minni. Það tókst
því miður ekki en þú hefur nú tæki-
færi til að gera allt sem í þínu valdi
stendur til að byggja upp meðferð-
arkerfi sem hefur það eina markmið
að bjarga börnunum okkar. Þú veist
að það átt þú að gera, Halldór.
Þú veist þetta allt
Guðjón Brjánsson alþingis-maður skrifaði í gær, 11. apríl, þriðju greinina í
tilefni skýrslu Ríkisendurskoðunar
um Sjúkratryggingar Íslands sem
kaupanda heilbrigðisþjónustu. Í
henni tínir hann til athugasemdir
sem varða SÍ og hann telur að eigi
sér stoð í skýrslunni. Margar þeirra
eru réttmætar, aðrar spurning um
sjónarhorn og enn aðrar eru byggð-
ar á misskilningi eða rangtúlkun.
Mergur máls
Þær niðurstöður og ábendingar
sem Ríkisendurskoðun setur fram
eru mikilvægt innlegg í þá vinnu
sem nú fer fram á vegum Svandísar
Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
og lýtur að mótun heilbrigðisstefnu
til næstu ára. Það blasir jafnframt
við að Sjúkratryggingar Íslands
hafa þar stóru hlutverki að gegna
og að það er orðið brýnt að hefja
uppbyggingu stofnunarinnar sem
slegið var á frest vegna efnahags-
hrunsins. Spurn eftir heilbrigðis-
þjónustu er að vaxa langt umfram
hagvöxt og þar af leiðandi er afar
brýnt að innleiða skilvirka for-
gangsröðun fjármuna. Með hlið-
sjón af þörfum sjúkratryggðra
verður að skilgreina vel þá þjón-
ustu sem við viljum að ríkið taki
þátt í að greiða fyrir. Til að tryggja
að þjónustan sé veitt með heild-
stæðum og hagkvæmum hætti
verða greiðslur ríkisins að fylgja
sjúklingum til veitenda þjónust-
unnar í samræmi við þörf og fjölda
verka. Til þess voru og eru Sjúkra-
tryggingar Íslands.
Margar hliðar máls
Umfjöllun um einstök mál eða
athugasemdir í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar getur verið vandasöm.
Dæmi um það er umfjöllun Guð-
jóns í fyrstu tveimur greinunum,
annars vegar um lækniskostnað og
hins vegar um endurhæfingu.
Guðjón gerir athugasemd við
að kostnaður SÍ vegna sérgreina-
læknaþjónustu hafi aukist „gríðar-
lega á undanförnum árum, langt
umfram aðra þætti og hlutfallslega
yfirgnæfandi mest á höfuðborgar-
svæðinu.“ Veruleikinn er á hinn
bóginn ekki svarthvítur heldur í
lit. Það sést þegar þessi tilvitnun er
borin saman við þá staðreynd að
frá árinu 2014 til 2017 hefur þjón-
ustuverð Landspítalans (svokallað
DRG-verð) hækkað um 27,8%, en
einingarverð samkvæmt samningi
SÍ við sérgreinalækna um 16,5%.
Það sést einnig vel þegar áætlun
vegna kostnaðar sjúkratrygging-
anna við þjálfun (og þá fyrst og
fremst sjúkraþjálfun) er skoðuð.
Þannig áætla SÍ að kostnaður
vegna þjálfunar verði 5.230 m.kr.
á árinu 2018 samanborið við 2.670
m.kr. árið 2016. Þetta jafngildir
96% kostnaðarhækkun á tveimur
árum. Enn og aftur er þetta dæmi
um nauðsyn þess að setja hlutina
í rétt samhengi og forðast „trúboð
og órökstuddar bábiljur“, eins og
Guðjón orðar það.
Guðjón gerir athugasemd við að
því skuli varpað fram í skýrslunni
„að mikill munur sé á kostnaði
við rekstur endurhæfingarmið-
stöðvarinnar á Reykjalundi og á
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.“ Í
framhaldinu gagnrýnir hann Ríkis-
endurskoðun, segir stofnuninni
hafa fatast flugið „því þessi saman-
burður er ekki raunhæfur, þessar
stofnanir eru ekki sambærilegar.“
Hér hallar réttu máli, en í skýrsl-
unni segir orðrétt: „Samkvæmt
samanburði Sjúkratrygginga var
framlag ríkisins á hvern meðferðar-
tíma í þverfaglegri endurhæfingu
ríflega tvöfalt hærra til Reykja-
lundar en til sambærilegrar þjón-
ustu hjá Heilsustofnun Náttúru-
lækningafélags Íslands.“ Orðalagið
er skýrt og það á ekki að vera hægt
að misskilja. Ríkisendurskoðun er
ekki að bera stofnanirnar saman
heldur tiltekna þjónustuþætti sem
teljast sambærilegir.
Hvernig ertu í lit?
Dúkkulísurnar sungu um miðbik
níunda áratugarins dægurlag um
svarthvítu hetjuna sína og spurðu
hvernig hún væri í lit. Guðjón segir
nú skýrslu Ríkisendurskoðunar
svarta Hvítbók forstjórans. Ég segi
hana vera í lit.
Í kjölfar efnahagshrunsins lögð-
ust menn á árarnar við að verja
heilbrigðisþjónustuna eftir fremsta
megni. Umgjörðin lét á sjá og upp-
bygging stjórnsýslunnar, þar á
meðal Sjúkratrygginga Íslands, fékk
að bíða. Framkvæmdir við húsnæði
Landspítalans eru nú komnar á
fulla ferð, en stjórnsýslan mætir
enn afgangi. Því miður þýðir sú
frestun að dæmum um að við séum
að spara aurinn og kasta krónunni
fjölgar. Sú staðreynd breytir því
ekki að margt hefur verið vel gert
og árangur náðst á mörgum svið-
um. Viðurkennum það, svo og að
nauðsynleg uppbygging krefst ekki
alltaf niðurrifs.
Svarthvíta hetjan mín
Steingrímur Ari
Arason
forstjóri Sjúkra-
trygginga Íslands
Í borgarlandinu er víða hægt
að kaupa bensín og dísil. Það
er eðlilegt að aðgengi fyrir
rafmagn sé líka gott.
Dúkkulísurnar sungu um
miðbik níunda áratugarins
dægurlag um svarthvítu hetj-
una sína og spurðu hvernig
hún væri í lit. Guðjón segir
nú skýrslu Ríkisendurskoð-
unar svarta Hvítbók forstjór-
ans. Ég segi hana vera í lit.
Jóhannes Kr.
Kristjánsson
blaðamaður
Ef við berum saman barna-
spítalann og meðferðarkerfi
barna þá ert þú yfirlæknir-
inn yfir meðferðarkerfinu.
Eyþór Arnalds
skipar 1. sæti
Sjálfstæðis-
flokksins
í Reykjavík
Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferða-
manna. Margt hefur breyst síðan þá
og við tökum nú árlega á móti marg-
földum íbúafjölda landsins. Náttúran,
sagan og menningin heilla ferða-
menn. Þegar þeir eru komnir út á land
leita margir þeirra að byggðasöfn-
unum (staðbundnum minjasöfnum):
„Where is the local museum?“ Söfnin
hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti
þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig
að áherslum í ferðaþjónustu og gefa,
mörg hver, erlendum ferðalöngum
tækifæri til að kynna sér svæðis-
bundna menningu. Mýtan um aska
og rokka í röðum á ekki lengur við.
Söfnin eru menningar hús, full af lífi.
Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf
sá sami: ekta safngripir. Um það er
spurt: „Is this original?“ Það fylgir því
sérstök tilfinning að sjá upprunalega
muni og fólk leitar einmitt að þeim.
Byggðasöfnin eru eins og gott brauð,
meðlæti sem er hluti upplifunarinnar.
Við stöndum á krossgötum.
Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn
er í mikilli uppbyggingu og það er
vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu
byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans
er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga
flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna
komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg
þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði.
Þau eru ekki ofarlega á lista sveitar-
stjórnarmanna þegar önnur útgjöld
kalla.
Söfn hafa orðið fyrir ruðnings-
áhrifum frá uppbyggingu fyrir ferða-
þjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum
myndum. Margir sveitarstjórnar-
menn virðast telja að ferðamenn vilji
fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar
heldur en upprunalega muni, sem eru
látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að
grunnsýningar hafi verið teknar niður
og safnkosti pakkað niður í kassa og
hann lent í húsnæðishraki. Slíkum
aðgerðum fylgir hætta á þekkingar-
rofi og skemmdum. Við þær aðstæður
er menningararfinum hætta búin.
Fólk vill geta kynnt sér söguna og
sjá upprunalega gripi sem tengjast
henni; upplifa hið raunverulega.
Brottfluttir íbúar vilja heimsækja
gamlar slóðir og rifja upp gamlar
minningar, fræðimenn vilja rann-
saka, skólanemar eiga að fá fræðslu.
Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers
það sé að reka minjasöfn.
Aðgerða er þörf eigi áfram að vera
hægt að stunda öflugt safnastarf í
þessu landi. Margra áratuga menn-
ingarstarf er í hættu. Land sem missir
tengsl við sögu sína verður fátækt
land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel.
–
Nútíð við fortíð
nornirnar tengja.
Heilögum síma,
högg ei það band!
– Steingrímur Thorsteinsson
Bregðumst ekki framtíðinni með
því að skera á þráðinn. Við köllum
eftir annarri forgangsröðun.
Byggðasöfn og brauð
Guðrún
Jónsdóttir
safnstjóri,
Borgarfirði
Sigríður
Sigurðardóttir
fráfarandi safn-
stjóri, Skagafirði
Söfn hafa orðið fyrir ruðn-
ingsáhrifum frá uppbygg-
ingu fyrir ferðaþjónustu. Þau
koma í ljós í ýmsum mynd-
um. Margir sveitarstjórnar-
menn virðast telja að ferða-
menn vilji fremur sjá glæstar
tilbúnar sýningar heldur en
upprunalega muni, sem eru
látnir víkja.
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
A
-1
7
C
C
1
F
6
A
-1
6
9
0
1
F
6
A
-1
5
5
4
1
F
6
A
-1
4
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K