Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 17
Nú er opið fyrir umsóknir í Menntaskóla í tónlist
fyrir skólaárið 2018-2019. Skólinn er stofnaður af
Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH
og býður upp á fjölbreytt tónlistarnám í rytmískri og
klassískri tónlist. Námið er góður valkostur fyrir þá
sem vilja stunda fjölbreytt tónlistarnám í skapandi og
skemmtilegu umhverfi . MÍT býður upp stúdentsbraut
þar sem hægt er að ljúka stúdents prófi með tónlist
sem aðalnámsgrein. Einnig býður skólinn upp á
almenna tónlistarbraut sem hentar metnaðarfullum
nemendum á ýmsum aldri.
Tónlistarnám
í takt við
framtíðina
MÍT opnar fyrir umsóknir
Kynntu þér námið á heimasíðu skólans: menton.is.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl og inntökupróf verða
haldin í lok apríl/byrjun maí.
Sótt er um námið á menton.is.
Svarið við þessari spurningu er lík-lega hjá flestum einhver góð ljós-móðir eða fæðingarlæknir.
Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við
ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt
starfi sínu á Landspítalanum lausu.
Það er grafalvarleg staða en er skiljan-
leg þegar málið er skoðað til hlítar.
Ljósmæður eru eingöngu kvenna-
stétt með 6 ára háskólanám að baki.
Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í
hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig
tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi
þær unnið í einhver ár sem hjúkrunar-
fræðingar og unnið sig upp í launum
þá er það svo að eftir tveggja ára ljós-
móðurnám þá lækka launin þegar
þær byrja að vinna sem ljósmæður.
Það sjá það allir að þetta getur ekki
gengið. Við erum að leggja áherslu
á gildi menntunar í landinu og hún
kostar mikið fé og tíma. En ef hún
færir fólki engar kjarabætur þá er
enginn hvati til að mennta sig frekar.
Við sem vinnum við fæðingarþjón-
ustu vitum að þetta starf er einstakt.
Það að taka á móti nýjum Íslending-
um í þennan heim er forréttindastarf
en mjög krefjandi. Börnin fæðast á
öllum tímum sólarhringsins og líka
á rauðum dögum. Starf ljósmæðra
er vissulega krefjandi og getur reynt
á bæði líkamlega og andlega. Rann-
sóknir sýna að þeir sem vinna vakta-
vinnu lifa skemur en þeir sem vinna
dagvinnu og tíðni alvarlegra veikinda
er einnig hærri hjá vaktavinnufólki.
Starfið í mæðraverndinni, í fæð-
ingarþjónustu og síðan að fylgja eftir
nýbakaðri fjölskyldu krefst teymis-
vinnu ljósmæðra og fæðingarlækna.
Það er því miður svo að það fara ekki
allir heim með heilbrigð lifandi börn
og því fólki þarf líka að sinna á okkar
vakt. Við á Íslandi höfum náð ein-
stökum árangri í lágri tíðni burðar-
málsdauða á heimsvísu og á sama
tíma hefur keisaratíðnin ekki aukist
eins og víða í hinum vestræna heimi.
Þessu höfum við náð með mikilli fag-
legri þjálfun og samstarfi fagaðila sem
að fæðingarþjónustu koma. Skjól-
stæðingar okkar eru móðirin, barnið
og fjölskyldan í heild. Við þurfum
að hlusta á ekki bara einn hjartslátt
heldur alltaf tvo og stundum fleiri
þegar um fjölburameðgöngur er að
ræða. Ábyrgðin er mikil og oft þarf að
taka ákvarðanir hratt og bregðast við
með réttum hætti.
Semja þarf strax við ljósmæður
Það tekur mörg ár að þjálfa reynda
ljósmóður og því má það ekki gerast
að þær hætti nú störfum og leiti til
annarra starfa eins og reyndin er með
marga hjúkrunarfræðinga á LSH. Það
vantar nú á annað hundrað hjúkr-
unarfræðinga á spítalann. Sorglegt er
að vita til þess að hjúkrunarfræðingar
með 2 ára aukanám eins og skurð-
hjúkrunarfræðingar og svæfingar-
hjúkrunarfræðingar skuli velja að
starfa frekar í fluginu en á LSH. Hér
verður að koma á umbótum í mann-
auðsmálum, gera starfið eftirsóknar-
vert og borga laun í samræmi við
ábyrgð og reynslu. Þannig missum
við ekki ljósmæður eða hjúkrunar-
fræðinga til annarra starfa. Menntun
og þjálfun þessara stétta þarf að meta
og greiða laun samkvæmt því.
Hvernig getur það gerst árið 2018 á
vakt Katrínar Jakobsdóttur forsætis-
ráðherra og Svandísar Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra að kvennastétt
með 6 ára háskólanám að baki sé að
hverfa frá starfi? Þessi ríkisstjórn setti
heilbrigðismál og innviði í öndvegi.
Það er afgangur af ríkissjóði og verið
að greiða niður erlendar skuldir. Ég
skora á fjármálaráðherra að gefa
samninganefnd ríkisins heimild
til að semja við ljósmæður og það
strax. Sumarið er fram undan og þá
er álag á fæðingardeild LSH mikið
vegna sumarfría starfsfólks og vegna
þess að nágrannasjúkrahúsin draga
oft úr sinni starfsemi. En fæðingum
fækkar ekki þó að sólin fari að skína
og ekki setjum við tappa í konurnar.
Við förum í hanskana og tökum glöð
á móti nýjum Íslendingum.
Hver tók á móti þér?
Á uppvaxtarárum mínum lærði ég fljótt að fyrsta skrefið við lausn vandamála
felst í viðurkenningu á vandanum.
Staðreyndin er hins vegar sú að það
er ekki alltaf einfalt að standa and-
spænis sannleikanum og horfast í
augu við vandann. Við þekkjum
það flest.
Einn stærsti vandi sem borgar-
yfirvöldum hefur láðst að horfast
í augu við – og standa því frammi
fyrir nú – er hinn margumtalaði
húsnæðisvandi. Hann byggist fyrst
og fremst á því hversu hægt gengur
hjá meirihlutanum að byggja enda
stefna hans ýtt undir lítið framboð
af lóðum. Sannleikurinn er sá að
þrátt fyrir fögur fyrirheit fjölgaði
íbúðum í fyrra um einungis 322 í
allri höfuðborginni, stærsta sveitar-
félagi landsins. Á meðan íbúðum
í einu af minni sveitarfélögum
höfuð borgarsvæðisins, Mosfellsbæ,
fjölgaði umtalsvert meira, eða um
401. Ísköld staðreynd, blákaldur
sannleikur.
Sjálfur er ég 27 ára og bý enn
hjá móður minni í Breiðholtinu.
Undan farin tvö ár hef ég starfað
sem teymisstjóri á sambýli fyrir
geðfatlaða, í starfi sem ég hef unun
af og krefst háskólamenntunar.
Hver einustu mánaðamót hef ég
lagt samviskusamlega fyrir og hjálp-
að til við rekstur heimilisins. Þrátt
fyrir þetta er ég enn í þeirri stöðu að
geta ekki fjárfest í húsnæði.
Mér finnst stundum erfitt til
þess að hugsa að ekki eru allir jafn
heppnir og ég. Þannig er, að það
lifa ekki allir við þann lúxus að geta
búið í foreldrahúsum. Sjálfur þekki
ég dæmi þess að fólk á aldri við mig
hefur með engu móti tök á að búa
heima, er kannski að ala upp börn
á leikskólaaldri, fast á leigumarkaði
og í láglaunastörfum jafnvel.
Veruleikinn er sá að þessi þróun
hefur orðið til þess að fólk gefst
upp og flyst í önnur nærliggjandi
sveitarfélög. Hin mikla uppbygg-
ing í Mosfellsbæ er gott dæmi um
þessa þróun. Við þetta getum við
ekki unað. Það er kominn tími til
breytinga. Ef Reykjavík á að vera
fyrir alla, unga sem aldna, er nauð-
synlegt að bregðast hratt við en það
verður ekki gert án þess að borgar-
stjórn sýni kjark og horfist í augu
við vandann. Ég sem frambjóðandi
í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík er tilbúinn til þess.
Horfumst í augu
við vandann
Egill Þór
Jónsson
félagsfræðingur,
í 4. sæti lista
Sjálfstæðis
flokksins í
Reykjavík
Sannleikurinn er sá að þrátt
fyrir fögur fyrirheit fjölgaði
íbúðum í fyrra um einungis
322 í allri höfuðborginni,
stærsta sveitarfélagi landsins.
Hvernig getur það gerst árið
2018 á vakt Katrínar Jakobs-
dóttur forsætisráðherra og
Svandísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra að kvennastétt
með 6 ára háskólanám að baki
sé að hverfa frá starfi? Þessi
ríkisstjórn setti heilbrigðismál
og innviði í öndvegi.
Ebba Margrét
Magnúsdóttir
fæðingarlæknir
og formaður
læknaráðs
Landspítalans
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17F i M M T u D A G u R 1 2 . A p R í L 2 0 1 8
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
A
-2
6
9
C
1
F
6
A
-2
5
6
0
1
F
6
A
-2
4
2
4
1
F
6
A
-2
2
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K