Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 20
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lára Valsteinsdóttir Lautasmára 3, Kópavogi, lést laugardaginn 7. apríl á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 18. apríl klukkan 15. Ólöf Stefánsdóttir Jón Aðalsteinn Jóhannsson Jóhannes Stefán Stefánsson Sigurlaug J. Stefánsdóttir Karl Gauti Hjaltason ömmubörn og langömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Varmalandi, Öldustíg 1, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 5. apríl á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. apríl klukkan 14.00. Ásgrímur Þorsteinsson Anne Melén Ólöf Þorsteinsdóttir Ágúst Kvaran Steinar Mar Ásgrímsson Þorsteinn Ásgrímsson Bróðir minn, frændi okkar og mágur, Þormóður Haraldsson Austurbrún 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram föstudaginn 13. apríl kl. 13 frá Áskirkju. Guðbjörg Haraldsdóttir Bay Sigríður Pétursdóttir Hreinn S. Hákonarson Margeir Pétursson Sigríður Indriðadóttir Vigdís Pétursdóttir Ævar Aðalsteinsson Halldóra Hermannsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Anna Atladóttir Fífumóa 7, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi laugardaginn 7. apríl. Útför fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 14. apríl kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Soffía Sveinsdóttir Elmar Viðarsson Knútur Sveinsson Signý Eva Auðunsdóttir Bjarni Sveinsson Sölvi Sveinsson systkini og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlismaður, bróðir og afi, Ragnar Lýðsson húsasmíðameistari, lést þann 31. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju þann 14. apríl kl. 14 og jarðsett verður í Haukadal. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Björgunarsveit Biskupstungna, kennitala 520288-1049 og reikningsnúmer 0151-26-1100. Ólafur Ragnarsson Ragnhildur H. Sigurðardóttir Hilmar Ragnarsson Elfa Björk Kristjánsdóttir Ingi Rafn Ragnarsson Heiða Sigurðardóttir Ellen Drífa Ragnarsdóttir Davíð Örn Friðriksson Sigurlaug Jónsdóttir barnabörn og aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Reynir Guðmundsson múrarameistari, Kveldúlfsgötu 21, Borgarnesi, lést þann 8. apríl á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 20. apríl kl. 14. Herdís Jónasdóttir Jónas Guðmundsson Fjóla Guðmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson Nína Rún Höskuldsdóttir Hrönn Guðmundsdóttir Gunnar Máni Hermannsson Saga, Hugi, Emma, Reynir, Tómas og Frosti 1919 Átján manns farast í snjóflóðum við Siglufjörð og síldarverksmiðja gjöreyðileggst. 1927 Íþróttafélagið Völsungur er stofnað á Húsavík. 1931 Knattspyrnufélagið Haukar er stofnað í Hafnarfirði. 1945 Franklin D. Roosevelt andast og Harry S. Truman tekur við embætti forseta Bandaríkjanna, sá 33. í röðinni. 1952 Gúmmíbjörgunarbátur er í fyrsta sinn notaður hér við land er vélbáturinn Veiga sekkur við Vestmannaeyjar. Tveir menn farast en sex bjargast. 1953 Menntaskólinn á Laugarvatni verður fyrsti sjálfstæði menntaskólinn í dreifbýli á Íslandi. 1961 Júrí Gagarín er fyrstur manna til að fara út í geiminn. Merkisatburðir Það er líf og fjör í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar á að opna sýning-una „við mið“ á morgun, föstudag, klukkan 17 og meistaranemar úr mynd- listardeild Listaháskólans eru að koma fyrir verkum sínum á tveimur hæðum safnsins, innan um skúlptúrverk Sigur- jóns (1908-1982). Öll eru þessi nýju listaverk innblásin af verkum Sigurjóns og sögu og staðháttum á Laugarnesinu og eru þó afar fjölbreytt og ólík að efni og gerð. Eða eins og stend- ur í hugleiðingum sýningarstjóra: „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í for- grunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við.“ Á bak við sýn- inguna standa alls ellefu listamenn, að Sigurjóni meðtöld- um. Guðríður Skugga er ein þeirra. Hún stendur uppi í stiga á neðri hæðinni með hallamál að finna rétta punktinn fyrir aðra af tveimur ljósmyndum sem hún hefur endur- gert og smíðað trausta og eftirtektarverða málmramma utan um. Í forgrunni annarrar myndarinnar sjást salt- fiskstæður og -breiður og svolítið brot af Esj- unni í bakgrunni en á báðum mynd- unum er hús sem logar virðast leika um. „Þetta eru gamlar ljósmyndir af Laugar- nesinu,“ útskýrir Guðríður Skugga. „Þær voru aðgengilegar á internetinu og allir máttu nota þær. Ég endurgerði filmur og prentaði aftur og svo brenndi ég út holds- veikraspítalann sem brann 7. apríl 1943. Auk þess er ég með texta í ramma sem ég hengi upp á milli myndanna. Það sem mér finnst merkilegt er að grunnurinn að spítalanum skuli vera bílastæðið hér utan við safnið og að við skulum ganga á sömu steinum og voru þar þá. Það er mjög sterk tenging.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir er að útskrifast úr Listaháskólanum í vor eftir tveggja ára nám og er að setja upp textíl- verk á efri hæðinni. „Þetta er efni sem ég hef verið að vinna með. Það vísar í skinn eða húð og ég tengi það holdsveikra- spítalanum sem hér stóð. Ég keypti efnið, gataði það og tætti svolítið og bar svo á það efni sem gerir það stíft. Set svo lag ofan á lag þannig að þrívídd skapist.“ Sýningin „við mið“ er samstarfsverk- efni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands og það eru nemar úr HÍ sem annast sýn- ingarstjórn. gun@frettabladid.is Þar mætast fortíð og nútíð Guðríður Skugga og Ragnheiður Guðmundsdóttir eru meðal meistaranema úr Listahá- skólanum sem eiga verk á sýningunni „við mið“ sem opnuð verður í Sigurjónssafni. Ragnheiður og Guðríður Skugga við textílverk Ragnheiðar sem vísar í holdsveikraspítalann. FRéttablaðið/EyþóR ÁRnaSon ljósmyndaverk eftir Guðríði Skuggu, þar sem spítalinn brennur. Kimi tayler vinnur að verki sínu. 1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r20 T í M a M ó T ∙ F r É T T a B l a ð I ð tímamót 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -3 F 4 C 1 F 6 A -3 E 1 0 1 F 6 A -3 C D 4 1 F 6 A -3 B 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.