Fréttablaðið - 12.04.2018, Page 28

Fréttablaðið - 12.04.2018, Page 28
Elfar Pétursson er verslunar- stjóri í nýjustu verslun Pennans Eymundsson í miðborginni, en hún stendur þar sem áður var Landsbankinn að Laugavegi 77. Þegar við erum með þrjár búðir á svona litlu svæði þurfa þær allar að hafa sína sérstöðu,“ segir Elfar. „Við reynum að vinna svolítið saman hér í miðborginni, að það sé hægt að nálgast flest allt sem Penninn Eymundsson býður upp á í ein- hverri af þessum þremur versl- unum þó engin þeirra sé nógu stór til að hægt sé að bjóða upp á allt í einni búð. Svo þarf líka að vera gaman fyrir viðskiptavinina að kíkja í hverja búð og það sé ekki það sama í boði í þeim öllum. Í minni búð leggjum við áherslu á hönnunarvörur sem Penninn ehf. flytur inn frá Vitra. Þetta er leyndarmál sem ekki margir vita af en eru mjög vandaðar vörur.“ Vitra er svissneskt fyrirtæki sem á ýmis merki, meðal annars hönn- un Eames hjónanna. „Við leggjum áherslu á gjafavöruna frá þeim, alls konar skúlptúra og blóma- vasa, líkön og fleira,“ segir Elfar og nefnir House fuglinn (House Bird) sem dæmi sem er mjög frægur hönnunargripur. „Þó við leggjum þessa áherslu á gjafavöruna þá hallar ekkert á bókina, við fáum allar nýjar íslenskar bækur hingað og erum auk þess með fjölbreytt úrval erlendra bóka, til dæmis um hönnun.“ Aðspurður segir Elfar íslenska hönnunarvöru einn- ig vera á boðstólum. „Við erum með nokkra íslenska birgja eins og Hring eftir hring, ANGAN skin care og Sveinbjörgu svo dæmi séu tekin.“ Hann nefnir að verslunin sé sótt bæði af Íslendingum og ferða- mönnum. „Við fáum útlendinga inn í búðina og guði sé lof því það væri ekki markaður á svona litlu svæði fyrir svona margar Penninn Eymundsson verslanir þar sem væri opið til tíu öll kvöld ef við fengjum ekki inn ferðamennina. Það vill oft gleymast að ferða- mannastraumurinn eykur ýmis gæði fyrir Íslendinga, til dæmis hvað úrval verslana og veitinga- staða varðar.“ Talandi um veitingastaði þá er Te og kaffi kaffihús á Laugavegi 77 eins og í öðrum verslunum Penn- ans Eymundsson í miðborginni. „Kaffihúsið er ólíkt hinum að því leyti að við erum með langborð sem býður upp á ýmsa möguleika, til dæmis að kynnast einhverjum nýjum. Við langborð þarf fólk að vera sátt við að sitja með ein- hverjum ókunnugum. Og svo er algengt að fólk hafi samband og fái að halda hérna húsfundi og fleira.“ Hann segir viðskiptavinahópinn frekar blandaðan. „Hingað koma margir frá fyrirtækjunum í kring og fólkið sem býr hérna í nágrenn- inu, bæði til að drekka kaffi og blaða í bókum og tímaritum,“ segir Elfar og bætir við: „Og svo erum við mjög söluhá í kattabókum. Það er sérkennilegt að segja frá því að þessi búð selur langflestar katta- bækur innan fyrirtækisins.“ Hann hefur ekki skýringar á reiðum höndum um ástæðuna fyrir þessu. „Kannski er það vegna þess að við höfum svo gaman af þeim sjálf hérna að við leggjum mikið upp úr þeim. Þetta eru litlar gjafabækur sem heita nöfnum eins og Mind- fulness for Cats, Cats in hats, Be more Cat og svo framvegis. Svona lífsleikni-kattabækur.“ Og þessi áhersla hefur aukið fjölbreytni viðskiptavinahópsins. „Við fáum kött í heimsókn til okkar öðru hvoru,“ segir Elfar. „Hún heitir Tissý og mætti bara einn daginn. Við gefum henni ekki að borða enda væri heilbrigðiseftirlitið ekki sátt við það en hún spígsporar um búðina og hjálpar til við að kynna kattabækurnar. Og nýtir sér örugglega fróðleikinn úr þeim í leiðinni.“ Hönnun og gjafavara en hallar ekki á bókina Þetta er stærsta verslunin í miðborginni og hún er aðeins meira deildaskipt og meira vöruúrval í henni en hinum versl- ununum,“ segir Rúnar Logi. „Við leggjum metnað okkar í að hér eigi að vera hægt að nálgast næstum því allt sem Penninn Eymundsson hefur upp á að bjóða. Við reynum að vera með gott úrval í öllu, hvort sem það eru ritföng, gjafavörur eða bækur. Við erum auðvitað fyrst og fremst bókaverslun með mjög góða bókadeild hvort sem um er að ræða íslenskar eða erlendar bækur. Erlenda bókadeildin okkar er ein sú stærsta á landinu og við erum einnig með mikið úrval af ferðabókum, einna mest á landinu af bókum frá fjarlægum stöðum. Þá er líka sérstök barnadeild og við leggjum áherslu á að úrval bóka og leikfanga þar sé fjölbreytt og skemmtilegt.“ Bókabúð Sigfúsar Eymunds- sonar hefur verið í þessu húsi frá 1960 en áður stóð þar hús sem hýsti verslunina frá 1920. Á þessum reit hefur því verið bókabúð í næstum hundrað ár. „Við sem vinnum hér erum með- vituð um að það eru ákveðin for- réttindi að fá að vinna í verslun sem er svona rótgróin og gömul,“ segir Rúnar Logi. „Viðskiptavinahópur- inn er breiður og fólk sem hefur komið hérna í áratugi til að kaupa sér tímaritið sitt eða dagblaðið enda bjóðum við upp á tíma- ritaáskrift og sérpöntunaráskrift fyrir erlendar bækur. Verslunin er deildaskipt og afgreiðslufólkið hefur dýpri sérþekkingu á sinni deild sem gagnast viðskiptavin- inum.“ Búðin er á sjö hæðum eða pöllum með kaffihúsinu og Rúnar Logi viðurkennir að það sé ágæt líkamsrækt að hlaupa upp og niður tröppurnar á daginn. „Við erum með lyftu sem gengur frá neðsta palli og upp á efsta svo fólk með barnavagna eða í hjólastólum getur sótt kaffihúsið.“ Kaffihús Te og kaffi í Pennanum Eymundsson Austur- stræti nýtur mikilla vinsælda, ekki síst vegna þaksvalanna. „Fólk kemur hingað mikið út af kaffi- húsinu og það er næstum því alltaf gott veður á svölunum, allavega á sumrin.“ Rúnar hefur starfað í bóka- búðinni síðan hann var unglingur. „Ég er búinn að hanga í þessum búðum síðan ég var krakki og byrj- aði að vinna í þeim einhvern tíma fyrir löngu,“ segir hann brosandi. „Það var eiginlega þannig að ég hékk alltaf í búðinni og á endanum var ég ráðinn.“ Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að taka vel á móti viðskiptavinum og leggur metnað sinn í það sem verslunarstjóri. „Eftir mín unglingsár í bókabúðinni finnst mér mikilvægt að öllum líði vel í bókabúðinni og finnist þeir velkomnir þangað.“ Mikilvægt að öllum líði vel Rúnar Logi Ingólfsson er verslunarstjóri stærstu og elstu verslunar Pennans Eymundsson í miðbænum en bókaverslun hefur verið starfrækt í Austurstræti 18 síðan 1920. Rúnar Logi stundaði bókabúðina af áfergju sem unglingur og það endaði með því að hann var ráðinn til starfa. MYND/EYþóR Elvar Pétursson, verslunarstjóri á Laugavegi 77, en sú verslun á met í sölu kattabóka. MYND/ERNiR Í versluninni á Laugavegi 77 er áherslan mest á hönn- unarvörur frá hinu þekkta svissneska fyrirtæki Vitra. Kaffihús Te og kaffi eru starfrækt í öllum bókabúðum Pennans Eymundson í miðborginni, starfsfólki og gestum til mikillar ánægju. 4 KYNNiNGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RMiÐBoRGiN 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -2 6 9 C 1 F 6 A -2 5 6 0 1 F 6 A -2 4 2 4 1 F 6 A -2 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.