Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 31
Ferðamönnum finnst við Íslend- ingar ótrúlega heppin þjóð að eiga þennan góða fisk. Það er stutt frá Sjávarréttabarnum á Fiskmarkaðinn og Atl- antshafið allt um kring. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Magnús Ingi Magnússon er ekki af baki dottinn. Nú geysist hann um Kali- forníu á mótorhjóli og þegar hann kemur heim ætlar hann að vera með leið- sögn fyrir ferðamenn um Grandann. Magnús Ingi segist hafa verið á ferðalagi í Frakklandi og farið í slíka matar- og fræðsluferð með leiðsögn. „Ég veit að svona gönguferðir eru víða um heim og mér fannst þetta vanta á Grandann. Mig langaði þess vegna að prófa að setja upp sælkeraferð og ætla að gera enn meira að því þegar veðrið batnar með vorinu,“ segir hann. „Hingað til hafa þetta helst verið útlendingar sem hafa haft áhuga á ferðunum en Íslend- ingar eru líka velkomnir, til dæmis fyrirtækjahópar í óvissuferð,“ segir Magnús Ingi. Ferðirnar eru farnar á morgnana frá kl. 10-12.30 á þriðjudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum. „Ef ég fæ hóp sem vill kom á laugardegi er það alveg í boði,“ segir hann. „Hópurinn hittist á Sjávarbarnum þar sem ég býð upp á hákarl og brennivín. Ég hef ekki tekið færri en tíu manns í einu. Í fyrstu segi ég fólki frá uppbyggingunni á þessu svæði, hvernig það hefur þróast en síðan göngum við um svæðið og skoðum meðal annars Fisk- markaðinn. Fólk fær að sjá hvernig fiskurinn kemur inn í landið og í lok ferðar fær það síðan að smakka hann á Sjávarbarnum.“ Magnús segist til dæmis hafa fengið Norðmenn en hann bjó í Þrándheimi í Noregi í þrjú ár og sagðist hafa rætt við þá á norsku. „Ég hef verið matreiðslumaður í fjörutíu ár og unnið víða, meðal annars á skemmtiferðaskipum. Síðan hef ég verið atvinnurekandi í þrjátíu ár svo ég hef ýmsu að miðla. Ég var fyrsti maðurinn sem kom með matsölu- stað á Grandann sem var opinn á kvöldin og um helgar en fyrir voru Kaffivagninn og Grandakaffi. Ætli ég hafi ekki verið nokkurs konar brautryðjandi á þessum slóðum. Á síðustu árum hefur margt breyst á Býður sælkeraferð um Grandann Magnús Ingi Magnússon sem jafnan er kenndur við Texas- borgara hefur sett upp sælkeraferðir um Grandann þar sem hann fræðir Íslendinga og erlenda ferðamenn um sögu svæðisins og býður upp á fisk, hákarl og brennivín. Grandanum, veitingahúsum hefur fjölgað auk þess sem opnuð hafa verið söfn og gallerí. Ég fagna hverri nýrri opnun því það fjölgar fólki á Grandanum. Við þurfum að gera eitthvað fyrir ferðamennina og gamli Grandinn er ákaflega áhugaverður. Ferðamönn- um finnst við Íslendingar ótrúlega heppin þjóð að eiga þennan góða fisk. Það eru til dæmis bara nokkrar mínútur á Sjávarréttabarinn til mín frá Fiskmarkaðnum og Atlantshafið allt um kring,“ segir Magnús. „Fólk sem kemur frá Mið-Evrópu er hug- fangið af þessum villta fiski sem við getum boðið upp á. Sumt af þessu fólki fær ekkert nema eldisfisk. Ég er með myndir af þeim tegundum fiska sem við veiðum og ferðamönn- um þykir mjög spennandi að heyra sögur af fiskiþjóðinni og útgerðinni víða um land. Ég hef boðið þeim íslenskt snakk úr steiktu fiskroði og segi þeim frá því hvernig við notum fiskafurðir í snyrtivörur og lyf. Þeim finnst þetta stórmerkilegt. Maður reynir að segja skemmtilega frá þessu öllu og síðan borðum við saman í lok ferðar,“ segir hann. Þegar við ræddum við Magnús var hann á leið til Los Angeles að kynna sér sælkeraferðir í Kaliforníu. „Ég ætla að fara á mótorhjóli frá LA til San Francisco og jafnvel eitthvað lengra. Bara að sjá til hvað ég kemst langt, verð bara einn á ferð sem er þægilegt. Ég fór um Flórída í janúar og hafði gaman af því. Aðalvertíðin byrjar síðan hjá mér á Grandanum um miðjan maí,“ segir Magnús Ingi en meðal þess sem hann ætlar að bjóða upp á fyrir þá sem koma í leiðsögn fyrir utan sjávarrétti er heimabakað rúgbrauð og hjóna- bandssæla með kaffinu. Gleraugnasalan á Laugavegi 65 var stofnuð árið 1961 og er elsta gler- augnaverslun á Íslandi. Hún býður upp á fjölbreytt úrval gleraugna og leggur áherslu á framúrskarandi vörur og þjónustu. Gleraugnasalan á Laugavegi 65 er elsta gleraugnaverslun landsins og sú eina sem er sólarmegin á Laugaveginum. Versl- unin státar af 57 ára sögu, en hún var stofnuð árið 1961. „Við höfum þjónað hér á Laugavegi frá byrjun, fyrst neðar á Laugavegi, en svo fluttum við hingað árið 1973,“ segir Rüdiger Þór Seidenfaden, sjónfræðingur og eigandi verslunarinnar. „Við höfum verið umboðsaðili fyrir Silhouette-gleraugu í yfir 50 ár og vorum áður þekkt fyrir það, því við vorum fyrsta gleraugnabúðin með sjónvarpsauglýsingar og það vissu allir landsmenn hvað Silhouette- gleraugu voru. Seinna urðum við svo umboðsaðilar fyrir Porsche- gleraugu, Adidas-gleraugu og fleiri merki.“ Fjölbreyttar gerðir gleraugna „Við bjóðum upp á mikið af íþróttagleraugum fyrir alls kyns íþróttir, sérstaklega golf, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamað- ur ársins, notar einmitt golfgler- augu frá okkur,“ segir Rüdiger. „Við bjóðum líka upp á gleraugu fyrir hjólreiðamenn og skíðafólk og öll helstu merkin í sólgleraugum. Hjá okkur fást einnig laxveiði- gleraugu með styrk í glerinu sem eru hvergi annars staðar fáanleg,“ segir Rüdiger. „Fyrri eigandi verslunarinnar var mikill lax- veiðimaður og hann fór um allan heim til að fá laxveiðigleraugu sem væru unnin nákvæmlega eftir hans hugmyndum. Fyrirtækið sem framleiddi þau fyrir hann er hætt að framleiða þau í dag, þannig að lagerinn sem er til hjá okkur er ein- stakur og við höfum meðal annars selt þau til Sviss, þar sem var mikil ánægja með þau. Nú er bara „fyrstir koma, fyrstir fá“, því það er svo lítið af gleraugum eftir. Fyrir fjórum árum tókum við svo upp á því að selja trégleraugu. Í þeim er enginn ofnæmisvaldur og þau er mjög létt, en um leið eru þau viðkvæmari,“ segir Rüdiger. „En þau hafa verið mjög vinsæl og margir fá sér þau sem aukagler- augu því þau líta vel út.“ Áhersla á gæðaþjónustu „Við leggjum mikla áherslu á góða og alhliða þjónustu,“ segir Rüdiger. „Við bjóðum upp á mjög vandaðar og nákvæmar sjónmælingar og það er þekkt í stétt augnlækna að mælingarnar okkar séu framúr- skarandi. Svo erum við með okkar eigið verkstæði og öll framleiðsla okkar fer fram hér á Íslandi. Lengi buðum við ekki upp á linsur, því við vildum ekki bara selja einhverjar linsur,“ segir Rüdiger. „En nú erum við með sérfræðing sem sér um þær fyrir okkur. Það er allt svona hjá okkur, við viljum bara vera með toppvöru og við leggjum mjög mikla áherslu á að allur okkar varningur og þjónusta sé í úrvalsflokki. Við leggjum líka mikla áherslu á að þjóna landsbyggðinni vel og þegar við vinnum gleraugu fyrir fólk sem kemur utan af landi fær það gleraugun yfirleitt strax,“ segir Rüdiger. „Gleraugnasalan býður því upp á mjög fjölbreytta og vandaða þjónustu og það er líklega ekki að ástæðulausu að þetta sé elsta gleraugnaverslun landsins, við hljótum að vera að gera eitt- hvað rétt.“ Gleraugnaverslun í úrvalsflokki Darri Ásbjörnsson og Rüdiger Þór Seidenfaden taka vel á móti viðskiptavinum. MYND/EYÞÓR Hjá Gleraugnasölunni er meðal annars hægt að fá glæsileg trégleraugu. Mikið úrval sólgleraugna fæst hjá Gleraugnasölunni, meðal annars frá Porsche. KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 1 2 . a p r Í L 2 0 1 8 MIÐBoRGIN 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -3 A 5 C 1 F 6 A -3 9 2 0 1 F 6 A -3 7 E 4 1 F 6 A -3 6 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.