Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 42
líka með flott götuleikhús í Grafar
vogi. Við erum að gera verkefni sem
eru sérstaklega unnin út frá hverfum
eins og Blesugróf, þar sem gengið er
um þetta skemmtilega hverfi sem
fáir þekkja, og þar verða flutt þrjú
stutt leikverk. Markmiðið er að gera
þetta að sannkallaðri borgarhátíð.
Hluti af því verður líka að endur
vekja klúbb Listahátíðar sem verð
ur í Hafnarhúsinu. Klúbburinn er
hugsaður sem miðja fyrir hátíðina
og þar verða listamenn með spjall,
plötusnúðar, tónlistaruppákomur,
gjörningar og fleiri skemmtilegir
viðburðir. Það verður öllum opið
og allt ókeypis sem er líka hluti af
áhorfendastefnunni að hafa líka
nóg að bjóða fyrir þá efnaminni. Að
þú getir fengið frábæra upplifun af
hátíðinni án þess að eiga krónu með
gati,“ segir Vigdís og brosir.
Yfirskrift hátíðarinnar er Heima
og Vigdís segir að hún gæti útskýrt
þessa tengingu fyrir nánast hvern
einasta viðburð á dagskránni. „Við
kynntum þetta þema fyrir fulltrúa
ráðinu fyrir rúmu ári og vorum svo
með opið kall í framhaldinu sem
skilaði okkur þó nokkrum verk
efnum alla leið á hátíðina. En af
því að þetta koma snemma þá gat
listafólkið nálgast þetta með fjöl
breyttum hætti og við gerðum það
líka í verkefnavalinu. Þarna varð til
ákveðinn vefnaður sem er þarna
alltumvefjandi.
Sem dæmi um fjölbreytni
Að virkja listina
Það er eitt og hálft ár liðið frá því
Vigdís tók við sem listrænn stjórn
andi hátíðarinnar sem er nú að nýju
tvíæringur eftir að hafa verið haldin
árlega um skeið. Vigdís segir að þær
áherslur sem hún hafi komið með
inn í starfið hafi komið fram hjá
henni strax í umsóknarferlinu um
starfið og hún hafi í framhaldinu
búið við þann lúxus að hafa tíma
umfram það sem til að mynda fyrir
rennarar hennar bjuggu við. „Ég
valdi á þessum tíma að vera aðeins í
hálfu starfi til að byrja með og fyrsta
hálfa árið var ég bara hérna ein og
það reyndist mér dýrmætur tími. Þá
kom ég að stefnumótun sem hafði
staðið fyrir dyrum og lagði svona
grunninn og þessi tími gaf mér tæki
færi til þess að eiga samtal og sam
ráð við samstarfsaðila hátíðarinnar.
Það eru allar helstu listastofnanir
og fagfélög listamanna á landinu
auk fleiri aðila, þannig að hátíðin
sem slík á gríðarlega sterkt og gott
bakland.
Stóra ákvörðunin sem ég tók var
að hlusta og ákveða líka að hafa
kjark til þess að heyra hvað bak
landið hafði fram að færa. Ég hafði
hugmyndir sjálf en var í raun tilbúin
til þess að fórna þeim ef á þyrfti að
halda. En það kom mér svo satt best
að segja á óvart hvað það var mikill
samhljómur um hvaða áttir skyldi
stefna í og það gladdi mig. Kjarni
þess var að setja sér það markmið að
ná til fjölbreyttari hóps. Baklandið,
rétt eins og ég, vill þó ekki gefa
afslátt af gæðum; að hér séu stórvið
burðir á mælikvarða listarinnar og
mörk hennar þanin. En hugmyndin
um að ná til breiðari hóps var það
sem öllum fannst skipta mestu máli
– og að hátíðin ætti í fjölþættu sam
starfi. Að virkja listina sem þetta
breytandi afl. Út frá þessu mótum
við áhorfendastefnu sem hefur svo
áhrif á allt sem við gerum.“
Ekki krónu með gati
Vigdís segir að það sé gaman að geta
loks talað opinskátt um dagskrána
því hún sé nú orðin opinber. „Það
er líka gaman að segja frá því að
við verðum mjög víða í borginni og
ekki einvörðungu í miðborginni, við
förum meira að segja alla leið til Ísa
fjarðar og upp á hálendið. Verðum
Já, ég er leikstjóri í grunninn og stelpuskott frá Ísafirði sem hafði einhverra hluta vegna alltaf áhuga á leiklist,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar
í Reykjavík, aðspurð um hvaðan
hún komi að listinni. En þann
2. júní næstkomandi hefst Listahá
tíð í Reykjavík og verður það fyrsta
hátíðin þar sem Vigdís er við stjórn
völinn. Vigdís segir reyndar um sinn
bakgrunn að hún hafi verið í sjö
grunnskólum alls og geti því ekki
talist vera einvörðungu frá Ísafirði
en það hafi þó verið þar á ungl
ingsárunum sem hún uppgötvaði
að hún vildi verða leikstjóri. Eftir
menntaskóla lá leiðin til Bretlands
þar sem hún lærði við The Univers
ity of Kent og hún segir að það nám
hafi reynst góður grunnur fyrir það
sem hún hefur tekið sér fyrir hendur
á lífsleiðinni. „Ég hef reyndar alltaf
starfað við listir fyrir utan eitt sumar
á Árbæjarsafni eftir að ég kom heim
úr námi. Hef ég þó farið víða,“ segir
Vigdís og brosir.
Fann klanið mitt
Vigdís hefur á orði að leikstjórnin
hafi stundum fengið að liggja til
hliðar en hún hafi þó líka formgerst
í kennslu sem veiti henni mikla
ánægju. „Ég var snemma komin
inn í Þjóðleikhúsið og er eiginlega
alin upp þar sem listamaður. Þar
fékk ég tækifæri til þess að stofna
fræðsludeild og er ótrúlega stolt af
því að hafa náð því í gegn á sínum
tíma, 2002, og þá sérstaklega Þjóð
leik sem er verkefni sem varð til á
tíma mínum þar. En frá Þjóðleik
húsinu fór ég í Listaháskólann þar
sem ég var fagstjóri í listkennslu
deild í mörg ár og fékkst við að
þjálfa listamenn í kennslu. Það er
gríðarlega skemmtilegt að vera
kennarakennari. Í listkennslu
deildinni mætist líka listafólk úr
öllum greinum sem er skemmti
legur suðupottur.“
Vigdís segir með blik í auga að
hún sé með það sem kallað er port
folioferil, einhvers konar marg
faldan starfsferil sem hafi nýst henni
gríðarlega vel sem grunnur að starf
inu við Listahátíð í Reykjavík. „Ég
hef undanfarinn áratug tekið þátt
í alþjóðlegu starfi í samtökum sem
heita ASSITE. Þetta eru samtök sem
starfa í hátt í 90 löndum og saman
standa af leikhúslistafólki sem gerir
sýningar fyrir unga áhorfendur. Ég
dróst inn í þetta haustið 2008, rétt
fyrir örlagadaginn mikla, þegar ég
þáði að fara á námskeið í Venesúela.
Sem betur fer var ég búin að kaupa
flugmiða áður en hrunið skall á því
þetta stefnumót listamanna breytti
lífi mínu. Þarna fann ég klanið mitt
– fólkið sem hugsar eins og ég í list
inni og er að gera leikhús á sömu
forsendum og ég er að gera.“
En hverjar eru þessar forsendur
í listinni? „Ég trúi því að listirnar
geri heiminn betri. Að þær geri fólk
betra. Það er mín bjargfasta trú. Það
er ástæðan fyrir því að ég stofnaði
fræðsludeildina við Þjóðleikhúsið á
sínum tíma og fyrir því að kennslan
er mér svona hugleikin. Fyrir mér
eru listirnar breytandi afl og það er
þannig sem ég hef nálgast allt sem
ég geri. Líka Listahátíð.“
Markmiðið að virkja listirnar sem breytandi afl
Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík var kynnt í gær og þar kennir fjölbreyttra grasa. Vigdís Jakobsdóttir,
listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir eitt af meginmarkmiðunum að ná til fleira fólks með listina.
Vigdís Jakobsdóttir segist leggja áherslu á að sem allra flestir geti fengið frábæra upplifun af hátíðinni óháð efnahag. FréttAblAðið/Eyþór
Close-Act theatre, hollenskur leikhópur þekktur fyrir myndrænar sýningar í
yfirstærð, mætir til borgarinnar með risaeðlusýninguna Saurus.
bill Murray og sellósnillingurinn Jan Vogler mæta saman á listahátíð.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
↣
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r26 M e n n I n G ∙ F r É T T a B l a ð I ð
menning
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
A
-1
2
D
C
1
F
6
A
-1
1
A
0
1
F
6
A
-1
0
6
4
1
F
6
A
-0
F
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K