Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 18
2 8 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r18 S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð
sport
HanDBolti ÍBV sækir rúmenska
liðið Potaissa Turda heim í seinni
leik liðanna í undanúrslitum í
Áskorendabikars Evrópu í hand-
bolta karla á morgun. Eyjamenn
höfðu betur, 31-28, þegar liðin
mættust í Vestmannaeyjum fyrir
sléttri viku. Sigurliðið í einvíginu
mætir annað hvort AEK Aþenu eða
Madeira Andebol í úrslitum keppn-
innar.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
leik liðanna, en ÍBV hafði þó frum-
kvæðið lengst af í leiknum og fer
með þriggja marka forskot í vega-
nesti í seinni leikinn.
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segir
að lið hans fari hæfilega kokhraust í
seinni leik liðanna, en geri sér jafn-
framt grein fyrir því að leikurinn
verði afar erfiður. ÍBV sé að fara að
mæta öflugu liði á afar erfiðum úti-
velli.
„Þetta er líklega eitt af betri liðum
sem við höfum mætt í vetur. Þá er
ég ekki að tala um að liðið hafi á að
skipa hæfileikaríkustu leikmönnum
sem við höfum att kappi við. Ég á
frekar við að þetta er massívt lið
sem er vel skipulagt og gerir fá mis-
tök. Liðið er massívt og er skipað
sterkum leikmönnum sem þekkja
sín takmörk,“ sagði Arnar í samtali
við Fréttablaðið.
„Við teljum okkur bara eiga góðan
möguleika á að fara alla leið í úrslit-
in, en við vitum vel að þriggja marka
forskot er fljótt að fara í handbolta.
Við lítum bara á þetta sem nýjan
leik þar sem við ætlum að fara með
sigur af hólmi. Það eru allir leik-
menn liðsins [fyrir utan Stephen
Nielsen] klárir í slaginn og mikið
álag undanfarna daga mun ekki
hafa áhrif á okkur,“ sagði Arnar.
„Þetta er erfiður útivöllur og mikil
gryfja. Við erum vanir því að spila
leiki þar sem er mikill hávaði og
mikið undir. Ég held að það muni
ekki hafa slæm áhrif á okkur. Við
munum reyna að útiloka alla ytri
þætti og einbeita okkur bara að því
að spila handbolta. Það er það eina
sem við getum haft stjórn á þegar á
hólminn er komið,“ sagði Arnar enn
fremur um leik liðanna á morgun.
hjorvaro@frettabladid.is
Vitum að þriggja marka
forskot er fljótt að fara
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segir að liðið fari
kokhraust í seinni leik liðsins gegn Potaissa Turda.
Arnar býst þó við erfiðum leik í mikilli gryfju.
Við erum vanir því
að spila leiki þar
sem er mikill hávaði og
mikið undir. Ég held að það
muni ekki hafa slæm áhrif á
okkur.
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV
Falleg stund í nýliðavali NFL-deildarinnar
Kraftaverkin gerast Ryan Shazier, varnartröll Pittsburgh Steelers, kom óvænt til að tilkynna valrétt liðsins í nýliðavali NFL-deildarinnar. Shazier
lamaðist fyrir neðan mitti í desember og fann ekki fyrir fótunum eftir það. Hann fór í aðgerð til að rétta af mænuna og er hann gekk inn á sviðið reis
allur salurinn á fætur til að heiðra hann. Sagt var að hann myndi ekki ganga aftur en hann ætlar að spila ruðning á ný. Nordicphotos/Getty
Geta orðið
meistarar í dag
körFUBolti KR getur orðið Íslands-
meistari karla í körfubolta fimmta
árið í röð með sigri á Tindastóli í
DHL-höllinni í kvöld.
KR-ingar komu sér í lykilstöðu í
úrslitaeinvíginu með naumum sigri,
75-77, í þriðja leik liðanna á Sauðár-
króki á miðvikudaginn. Það er eini
jafni leikurinn til þessa í einvíginu
en þeir tveir fyrstu unnust með
meira en 20 stigum. Tindastóll vann
annan leikinn í DHL-höllinni, 70-98,
þrátt fyrir að Antonio Hester væri
fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Vinni Tindastóll leikinn í kvöld
þurfa liðin að mætast í oddaleik á
Króknum 1. maí næstkomandi. – iþs
pavel ermolinskij og félagar eru ein-
um sigri frá fimmta Íslandsmeistara-
titlinum í röð. Fréttablaðið/erNir
Bilun í prentsmiðju
Vegna bilunar í prentsmiðju fór
Fréttablaðið fyrr en venjulega
í prentun. Af þeim sökum var
ekki hægt að greina frá úrslitum í
leikjum gærkvöldsins í Pepsi-deild
karla. Upplýsingar um þau má
finna á vef Fréttablaðsins.
2
8
-0
4
-2
0
1
8
0
0
:2
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
9
F
-8
3
7
0
1
F
9
F
-8
2
3
4
1
F
9
F
-8
0
F
8
1
F
9
F
-7
F
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K