Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 18
2 8 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r18 S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð sport HanDBolti ÍBV sækir rúmenska liðið Potaissa Turda heim í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Áskorendabikars Evrópu í hand- bolta karla á morgun. Eyjamenn höfðu betur, 31-28, þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum fyrir sléttri viku. Sigurliðið í einvíginu mætir annað hvort AEK Aþenu eða Madeira Andebol í úrslitum keppn- innar. Jafnræði var með liðunum í fyrri leik liðanna, en ÍBV hafði þó frum- kvæðið lengst af í leiknum og fer með þriggja marka forskot í vega- nesti í seinni leikinn. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segir að lið hans fari hæfilega kokhraust í seinni leik liðanna, en geri sér jafn- framt grein fyrir því að leikurinn verði afar erfiður. ÍBV sé að fara að mæta öflugu liði á afar erfiðum úti- velli. „Þetta er líklega eitt af betri liðum sem við höfum mætt í vetur. Þá er ég ekki að tala um að liðið hafi á að skipa hæfileikaríkustu leikmönnum sem við höfum att kappi við. Ég á frekar við að þetta er massívt lið sem er vel skipulagt og gerir fá mis- tök. Liðið er massívt og er skipað sterkum leikmönnum sem þekkja sín takmörk,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Við teljum okkur bara eiga góðan möguleika á að fara alla leið í úrslit- in, en við vitum vel að þriggja marka forskot er fljótt að fara í handbolta. Við lítum bara á þetta sem nýjan leik þar sem við ætlum að fara með sigur af hólmi. Það eru allir leik- menn liðsins [fyrir utan Stephen Nielsen] klárir í slaginn og mikið álag undanfarna daga mun ekki hafa áhrif á okkur,“ sagði Arnar. „Þetta er erfiður útivöllur og mikil gryfja. Við erum vanir því að spila leiki þar sem er mikill hávaði og mikið undir. Ég held að það muni ekki hafa slæm áhrif á okkur. Við munum reyna að útiloka alla ytri þætti og einbeita okkur bara að því að spila handbolta. Það er það eina sem við getum haft stjórn á þegar á hólminn er komið,“ sagði Arnar enn fremur um leik liðanna á morgun. hjorvaro@frettabladid.is Vitum að þriggja marka forskot er fljótt að fara Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segir að liðið fari kokhraust í seinni leik liðsins gegn Potaissa Turda. Arnar býst þó við erfiðum leik í mikilli gryfju. Við erum vanir því að spila leiki þar sem er mikill hávaði og mikið undir. Ég held að það muni ekki hafa slæm áhrif á okkur. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV Falleg stund í nýliðavali NFL-deildarinnar Kraftaverkin gerast Ryan Shazier, varnartröll Pittsburgh Steelers, kom óvænt til að tilkynna valrétt liðsins í nýliðavali NFL-deildarinnar. Shazier lamaðist fyrir neðan mitti í desember og fann ekki fyrir fótunum eftir það. Hann fór í aðgerð til að rétta af mænuna og er hann gekk inn á sviðið reis allur salurinn á fætur til að heiðra hann. Sagt var að hann myndi ekki ganga aftur en hann ætlar að spila ruðning á ný. Nordicphotos/Getty Geta orðið meistarar í dag körFUBolti KR getur orðið Íslands- meistari karla í körfubolta fimmta árið í röð með sigri á Tindastóli í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar komu sér í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu með naumum sigri, 75-77, í þriðja leik liðanna á Sauðár- króki á miðvikudaginn. Það er eini jafni leikurinn til þessa í einvíginu en þeir tveir fyrstu unnust með meira en 20 stigum. Tindastóll vann annan leikinn í DHL-höllinni, 70-98, þrátt fyrir að Antonio Hester væri fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vinni Tindastóll leikinn í kvöld þurfa liðin að mætast í oddaleik á Króknum 1. maí næstkomandi. – iþs pavel ermolinskij og félagar eru ein- um sigri frá fimmta Íslandsmeistara- titlinum í röð. Fréttablaðið/erNir Bilun í prentsmiðju Vegna bilunar í prentsmiðju fór Fréttablaðið fyrr en venjulega í prentun. Af þeim sökum var ekki hægt að greina frá úrslitum í leikjum gærkvöldsins í Pepsi-deild karla. Upplýsingar um þau má finna á vef Fréttablaðsins. 2 8 -0 4 -2 0 1 8 0 0 :2 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 9 F -8 3 7 0 1 F 9 F -8 2 3 4 1 F 9 F -8 0 F 8 1 F 9 F -7 F B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.