Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 102
Listaverkið Þessi mynd eftir Dagbjörtu Lilju sýnir pabba sem er að búa sig undir að setja gæludýrið Fluffy inn í búrið sitt.
Úlfar Högni á heima í Gerðunum
í Reykjavík. Mamma hans þarf að
hafa svolítið fyrir því að finna hann
þegar ég hringi og spyr eftir honum.
Enda eru margir leynistaðir í hverf-
inu.
Ég var bara úti að leika með vinum
mínum segir Úlfar Högni til skýr-
ingar þegar hann mætir í símann.
Hvernig leikið þið krakkarnir
ykkur helst? Bara í alls konar leikj-
um, til dæmis oft í körfubolta eða á
hjólabrettum.
Hver eru helstu áhugamálin þín?
Helstu áhugamálin eru körfubolti
og að fara á skíði eða eitthvað þann-
ig. Ég æfði fótbolta einu sinni en
hætti því svo.
Fórstu oft á skíði í vetur? Já, bæði í
Bláfjöll og Skálafell.
Pabbi þinn var nú einu sinni í
hinni frægu hljómsveit Sigurrós.
Ert þú eitthvað í tónlist? Mér finnst
gaman að hlusta á tónlist en ég spila
ekki á hljóðfæri sjálfur.
Hvernig tónlist hlustarðu helst
á? Aðallega rokk. Hljómsveitina
Queen til dæmis .
Átt þú þér uppáhaldslag? Já,
Bohemian Rapsody með Queen.
Mér finnst gaman að spila það hátt.
Syngur þú mikið? Þegar ég er að
hlusta á tónlist syng ég stundum
með en annars ekki.
Í hvaða skóla ertu? Breiðagerðis-
skóla.
Hvaða námsgrein finnst þér
áhugaverðast að læra þar? Mér
finnst íslenskan og náttúrufræðin
skemmtilegustu fögin.
Hefur þú prófað að leika í leikriti í
skólanum eða eitthvað svoleiðis?
Já, ég hef gert það stundum en ég vil
aldrei vera í stórum hlutverkum.
Hvað langar þig helst að verða
þegar þú verður fullorðinn? Ég er
nú ekki mikið farinn að spá í það.
Kannski langar mig að spila í hljóm-
sveit eða verða körfuboltamaður.
Hlusta aðallega
á rokk
Hinn tíu ára gamli Úlfar Högni Ágústsson er
mikið fyrir skíðaiðkun og körfubolta. Hann
hlustar á tónlist og er aðeins að spá í að spila
í hljómsveit þegar hann verður stór.
Úlfar Högni með heimilistíkina Týru. Körfuboltinn og skíðin eru ekki langt
undan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Hér er spurt hvor línan sé lengri,
A til B eða A til D,“ sagði Kata.
„Er það ekki augljóst?“ bætti hún
við. Lísaloppa horfði nokkra stund á
línurnar. „Nei, ég er ekki alveg viss,“
sagði hún með semingi.
„Kannski væri best að mæla þær
með reglustiku?“ bætti hún við.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
299
Sérð þú hvor
línan er leng
ri,
A til B eða
A til D?
?
?
?
A
B
D
Lausn á gátunni
SVAR: Þær eru jafn langar, prófaðu að mæla þær með reglustiku.?
Hvað er það sem er bæði úti og inni
og ekkert hús getur án verið?
Hver er það sem fer oft í vatnið án
þess að verða blautur?
Framan í hvern getur maður rekið
tunguna án þess að vera ókurteis?
Hvað er á milli fjalls og fjöru?
Hver hleypur frá manni fótalaus?
Ég þýt áfram og sá sem eltir mig
getur aldrei náð mér. Hver er ég?
Heilabrot
Svör: Dyr, Skugginn, Lækninn,
Og, Tíminn, Vinurinn
2 8 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R46 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR
2
8
-0
4
-2
0
1
8
0
0
:2
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
9
F
-9
2
4
0
1
F
9
F
-9
1
0
4
1
F
9
F
-8
F
C
8
1
F
9
F
-8
E
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
0
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K