Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 10
Auglýsing um kosningu vígslubiskups í Skálholti Síðari umferð kosningar til vígslubiskups í Skálholti er hafin, en um er að ræða póstkosningu sem fer fram á grundvelli starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017. Eftirtaldir eru í kjöri: Séra Eiríkur Jóhannsson, Séra Kristján Björnsson. Vegna mistaka sem urðu hjá Íslandspósti við útsendingu kjörgagna hefur kjörstjórn ákveðið að framlengja áður ákveðin frest sem kjósendur hafa til að skila atkvæði sínu til mánudagsins 14. maí 2018. Kjósandi getur hvort sem er lagt sendiumslag með atkvæði sínu í póst eigi síðar en 14. maí nk. eða afhent það á biskupsstofu fyrir kl. 16:00 sama dag. Allar nánari upplýsingar eru á vefsíðunni kirkjan.is Reykjavík, 27. apríl 2018 f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar Hjördís Stefánsdóttir, formaður. OPINN FUNDUR - ALLIR VELKOMNIR Opinn fundur ÖBÍ með framboðum til sveitarstjórnarkosninga. Hver er réttur fatlaðs fólks í sveitarfélaginu? Hverjar eru áherslur framboðanna varðandi: Búsetu, atvinnu, NPA, skólamál, frístund, aðgengi, ferðaþjónustu o.s.frv. DAGSKRÁ -Áherslur og stefnumál ÖBÍ: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands -Kynning á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks: Árni Múli Jónasson, Þroskahjálp -Niðurstöður Gallup: Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ -Frambjóðendur kynna sig og sínar áherslur -Pallborðsumræður / Spurningar úr sal Fundarstjóri: Þröstur Emilsson, ADHD samtökunum - EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR! Réttur fatlaðs fólks í sveitarfélögum REYKJAVÍK Tjarnarsalnum, Ráðhúsinu Reykjavík fimmtudaginn 3. maí kl. 10-12 Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Samgönguhjólreiðar - þróun og menning Fyrirlestur um samgönguhjólreiðar á Orkustofnun, mánudaginn 30. apríl kl. 12:00-13:00. Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni á Íslandi kemur og talar um þróun síðustu ára og horfir með okkur til framtíðar. Einnig fjallar hún um öryggi hjólandi, hjólafærni, samvinnu í umferð, hjólaleiðir, hjólamenningu, aðbúnað fyrir hjól og ánægjuna sem fylgir fjölbreyttum samgöngum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, á vegum Orkustofnunar, í samstarfi við Grænu orkuna - samstarfsvettvang um orkuskipti. Salurinn opnar kl. 12:00 og verður boðið upp á léttar veitingar í upphafi fundar. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 og verður góður tími til umræðna að honum loknum. Við biðjum fólk um að skrá sig á fundinn os.is Kórea Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landa- mærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landa- mæraþorpsins Panmunjom. Í sam- eiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leið- togarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaða- mannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum sam- skiptum á Kóreuskaga. Eftirtektar- verðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annað- hvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreu- stríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea stað- festa sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorku- væðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta sam- göngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjöl- mörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is Stórt skref í átt að friði Allra augu voru á leiðtogum Norður- og Suður-Kóreu er þeir funduðu í gær. Fundurinn þykir vel heppnaður. Kóreustríðið senn á enda eftir 65 ára vopnahlé. Vel fór á með Kim og Moon sem féllust í faðma í gær. Nordicphotos/AFp Létt yfir fundinum Létt andrúmsloft var yfir leið- togaviðræðunum. Þetta sást strax þegar Kim átti að ganga yfir landa- mærin. Moon spurði Kim hvenær hann fengi að koma norður. „Hvað með að gera það bara núna?“ spurði Kim og leiddi Moon skref til baka yfir landamærin. Athygli vakti þegar Moon lýsti yfir áhuga sínum á að skoða hið helga Paektu-fjall í norðri. Kom þá Kim með óvænta viðurkenningu: „Mér finnst nokkuð vandræðalegt hversu lélegir samgönguinnviðir okkar eru.“ Kaldar núðlur frá Norður-Kóreu, stálu svo senunni. „Ég hef verið að skoða fréttirnar og fólk er mikið að tala um mat. Þannig að ég kom með kaldar núðlur frá Pjongjang svo Moon forseti geti notið þeirra. Endilega, herra Moon, fáðu þér af þessum gómsætu núðlum.“ 2 8 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 8 -0 4 -2 0 1 8 0 0 :2 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 9 F -A F E 0 1 F 9 F -A E A 4 1 F 9 F -A D 6 8 1 F 9 F -A C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.