Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 40
Fæst í apótekum og heilsuverslunum, í Melabúðinni, Hagkaup og Fræinu, Fjarðarkaupum auk valdra útsölustaða um land allt. Það styttist í sumarið og Berg­lind Sigmarsdóttir, veitinga­húsaeigandi og matreiðslu­ bókarhöfundur, er farin að hlakka til sumarsins í Vestmannaeyjum þar sem hún býr og rekur veitinga­ staðinn GOTT ásamt eiginmanni sínum Sigurði Gíslasyni. „Við erum mjög spennt fyrir sumrinu. Hér er eitthvað að gerast um hverja helgi yfir sumarið, t.d. golfmót, fótboltamót, Goslokahátíð, Þjóð­ hátíð og svo mætti lengi telja. Því er heilmikið um að vera alla daga yfir sumartímann. Einnig er von á nýrri ferju í haust svo hér ríkir mikil bjartsýni og gleði. Svo verðum við aðeins á ferðinni og fylgjumst með GOTT Reykjavík auðvitað.“ Sem fyrr er mottóið hjá henni að bjóða upp á næringarríkan en um leið safaríkan og bragðmikinn mat sem búinn er til nánast frá grunni. „Glænýr fiskur dagsins er alltaf vin­ sæll á sumrin enda fimm mínútna gangur niður á höfn. Einnig má nefna vinsælu klassísku vefjurnar sem við bökum um leið og við fyllum. En svo er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum yfir sumartímann, t.d. meira úrval af grænmetisréttum, nýjar útfærslur af fiskréttum og ný matarmikil salöt. Einnig erum við að flytja inn einstakt lífrænt hvítvín frá Toskana á Ítalíu.“ Berglind gefur lesendum upp­ skrift að rúgbrauði í dós Hvað er það besta við að búa í Vest- mannaeyjum? Nálægðin við náttúruna, að geta labbað allt eða hjólað sem maður þarf að fara. Getað reddað öllu á fimm mínútum og eiga þá meiri tíma eftir fyrir sína nánustu. Hvað finnst þér best að fá í morgunmat um helgi? Heimagerðar hafrapönnukökur með bönunum, fullt af berjum og jafnvel stevíu nutella (spari) ásamt vel sterku espresso með smá mjólk. Ef þú vilt gera vel við þig í mat og drykk um helgi, hvað verður fyrir valinu? Þetta er mjög erfið spurning fyrir manneskju sem er alltaf að spá í mat og fer svolítið efir augna­ blikinu. Alvöru eldbökuð pitsa með rauðvínsglasi er frábær yfir enska boltanum. Laugardagskvöld með kallinum og vinum gæti inni­ haldið nauta­carpaccio, ostafyllt ravioli með fullt af parmesan og eðal tiramisu í eftirrétt. Eða bara nýbökuð skúffukaka og ísköld mjólk með krökkunum mínum á góðum sunnudegi. Hvernig er draumahelgin? Þá sef ég til níu og tek svo góðan bröns með allri fjölskyldunni. Næst tekur við Facetime með elsta syninum sem er í skiptinámi í Frakklandi. Svo myndi ég taka góða göngu með hundinn. Einn­ ig er gaman að sitja úti í góða veðrinu og horfa á fótbolta. Best er ef það væri kvenna­ og karlaleikur sömu helgi hjá ÍBV. Síðan myndi ég grilla með vinum mínum um kvöldið og eiga svo sunnudaginn í hengirúminu í garðinum og fá þá símtal frá GOTT og GOTT Reykjavík þess efnis að það sé brjálað að gera en samt sé allt „under control“. Ekki væri verra ef skúffukakan með mjólkinni yrði þá tilbúin. Hvernig mat færðu þér þegar þú borðar úti? Ég er orðin frekar leið á þessum klassíska mat. Ég væri miklu spenntari fyrir nýrri útgáfu af „spicy“ kebab þar sem vefjan er bökuð um leið og allt er ferskt og bragðmikið, frekar en venjulegri steik og sósu. Hvaða áhugamál áttu utan mat- reiðslunnar? Ég elska íþróttir og þá helst handbolta og fótbolta. Ég á eina unglingalandsliðsstelpu í fótbolta og við hjónin eltum U­16 ára landsliðið til Litháen fyrir tveimur vikum þar sem hún var fyrirliði. Ég er í knattspyrnuráði kvenna ÍBV og Anton, níu ára strákurinn minn, er líka í fótbolta svo margar helgar fara í að horfa á leiki. Ertu spennt yfir HM í fótbolta í sumar? Já, geggjað spennt. Ég fór á EM kvenna í Hollandi í fyrra og á eftir að fylgjast mjög spennt með HM í sumar. Rúgbrauð í dós Margir Vestmannaeyingar nýttu hitann í hrauninu eftir eld­ gosið 1973 til að baka rúgbrauð. Deiginu var skellt í dós sem var grafin í hrauninu og 6­8 klukku­ tímum síðar var það tilbúið. Þetta gerðu Eyjamenn til margra ára en nú hefur hraunið náð að kólna mikið og erfiðara að finna staði til að baka. Þó svo að fólk baki ekki lengur rúgbrauð í hrauninu er mjög sniðugt að baka rúgbrauð í dós inni í ofni því lokuð dósin heldur rakanum inni svo brauðið verður mjúkt og gott. Bíður spennt eftir sumrinu Matreiðsla og íþróttir skipa stóran sess í lífi Berglindar Sigmarsdóttur sem rekur veitingastaðinn GOTT. Fram undan er líflegt sumar sem inniheldur góðan mat og fullt af skemmtilegum fótbolta. Berglind Sigmarsdóttir, veitinga­ húsaeigandi og matreiðslubókar­ höfundur. Dósin heldur rakanum inni svo að brauðið verður mjúkt og gott.  Vestmannaeyjar skarta sínu fegursta jafnan yfir sumartímann. MYNDiR/KRiSTBJÖRG SiGURJÓNSDÓTTiR Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 6 bollar rúgmjöl (110­120 g hver bolli) 3 bollar heilhveiti (110­120 g hver bolli) 2 tsk. matarsódi 2½ tsk. lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt 2 dl lífrænt hlynsíróp 1 lítri ab­mjólk Smjör til þess að smyrja með 1 bolli vatn Hitið ofninn í 100 gráður (ég nota blástur). Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið. Blandið þá ab­mjólk og hlynsírópi saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman en athugið að þetta er klístrað deig. Setjið bökunarpappír í dósina og smyrjið létt með smjöri eða olíu. Hellið deigi í formið, jafnið út og hellið svo vatninu yfir deigið. Lokið dósinni og setjið beint inn í ofn. Bakið í 6½ klst. 4 KYNNiNGARBLAÐ FÓLK 2 8 . A p R í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 8 -0 4 -2 0 1 8 0 0 :2 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 0 -0 3 D 0 1 F A 0 -0 2 9 4 1 F A 0 -0 1 5 8 1 F A 0 -0 0 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.