Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 109

Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 109
Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 28. APRÍL 2018 Tónlist Hvað? Stórtónleikar í Fella- og Hóla- kirkju Hvenær? 17.00 Hvar? Fella- og Hólakirkja Í dag verða stórskemmtilegir tón- leikar í Fella- og Hólakirkju. Tón- leikarnir hefjast klukkan fimm en í anddyri kirkjunnar frá klukkan hálffimm verður boðið upp á vor- drykk og lifandi tónlist fyrir tón- leikagesti. Á tónleikunum koma fram Kór Fella- og Hólakirkju og hinn fjölmenni Vörðukór, sem kemur austan úr sveitum, frá Flúðum og nágrenni. Kórarnir munu flytja afar fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, nefna má t.d. lög eins og Vetrarsól, Eg vil lofa eina þá, Orðin mín, Hudson Bay og La vergine degli Angeli. Hvað? Séð frá tungli / Tónlistarmenn fram- tíðarinnar Hvenær? 14.00 Hvar? Hallgríms- kirkja Tónlistardeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir mjög metn- aðarfullum tónleik- um í samvinnu við List- vinafélag Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14 til að heiðra fjögur íslensk tónskáld, sem fagna eða hefðu fagnað stórafmæli á árinu – þau Jórunn Viðar (1918- 2017), Jón Ásgeirsson (1928*), Atli Heimir Sveinsson (1938*) og Þor- kell Sigurbjörnsson (1938-2013). Hvað? Tónleikar: Með víraflækjuhár og græna peru Hvenær? 17.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Á tónleikunum verða flutt lög eftir Brahms, Fauré, Tsjajkovskí, Hauk Tómasson og fleiri. Hvað? Hang Dry / Sigtryggur Berg x Skeleton Horse Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Útgáfufagnaður Skeleton Horse og Sigtryggs Bergs í Mengi laugar- daginn 28. apríl kl. 21 þar sem Harry Knuckles og Sigtryggur Berg flytja eigið efni. Viðburðir Hvað? Fuglaskoðunarferð í Kópavogi Hvenær? 13.00 Hvar? Fyrir neðan Kópavogshælið Í dag eru fjölskyldur hvattar til að mæta fyrir neðan Kópavogshælið og skoða fugla með sérfræðingum Náttúrufræðistofu. Upplagt er að hafa sjónauka meðferðis og fagna vorkominu í Kópavoginum. Við- burðurinn er liður í Fjölskyldu- stundum Menningarhúsanna sem fara fram á hverjum laugardegi gestum að kostnaðarlausu. Hvað? Af sögulegum skáldsögum sem gerast á átjándu og nítjándu öld Hvenær? 13.30 Hvar? Þjóðminjasafn Íslands Félag um átjándu aldar fræði held- ur málþing undir yfirskriftinni „Af sögulegum skáldsögum sem gerast á átjándu og nítjándu öld“ laugar- daginn 28. apríl 2018 í Þjóðminja- safni Íslands, fyrirlestrasal. Berg- ljót Soffía Kristjánsdóttir, prófess- or í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, mun flytja erindi um sögulegu skáldsöguna. Því næst munu þrír rithöfundar segja frá rannsóknar- og ritunarferli verka sinna, þau Bjarni Harðarson, Kristín Steinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson. Fundarstjóri verður Ragnhildur Bragadóttir sagnfræð- ingur. Allir velkomnir. Sýningar Hvað? Opnun: Frida Adriana „Freddý“ Martins – Jurassic Post – the Lost Words (Bréfaskipti eru lifandi risaeðla) Hvenær? 18.00 Hvar? Gallerí 78, Suðurgötu Frida Adriana „Freddý“ Martins fæddist í Þýskalandi undir fornafninu ,,hún“ en upplifir sig nú sem kynsegin í víðfeðmu litrófi fjölmenningarheimsins. Freddý ólst upp hjá listhneigðum afa sínum og lærði myndlist hjá Wolfgang Duck og Jürgen Ritter. Grunnstef sýningarinnar er að bréfaskriftir með penna og pappír eru orðnar að risaeðlu á okkar rafrænu tímum; iðja sem ekki má deyja út eins og risaeðlur for- tíðarinnar. Sunnudagur Tónlist Hvað? Jórunn í 100 ár og „frumflutn- ingur“ á laginu Ung stúlka Hvenær? 17.00 Hvar? Iðnó Jórunn Viðar er meðal dáðustu tónskálda þjóðarinnar og mark- mið tónleikanna er að kynna þann framúrskarandi og fjölbreytta arf söngljóða sem hún lét þjóðinni í té á starfsævi sinni. Flutningurinn verður líflegur og skemmtilegur og kryddaður frásögnum um hina mögnuðu konu sem Jórunnar var. Á efnisskránni eru bæði sönglög og þjóðlagaútsetningar eftir hana, en nokkur laganna heyrast mjög sjaldan, þar sem þau hafa ekki verið gefin út á prenti og tvö þeirra er svo að segja verið að endurlífga – Únglínginn í skóginum II og lagið Ung stúlka. Þá hafa nokkur laganna verið löguð að alt rödd, lækkuð úr sópran, og önnur hafa hingað til einungis verið flutt af karlrödd, þótt textinn sé ekki kynbundinn. Hvað? Mozart maraþon – Guðný Guðmundsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir Hvenær? 12.15 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á sjötugsafmælið sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Tón- leikarnir verða tíu talsins og munu hinir ýmsu píanóleikarar ganga til liðs við Guðnýju. Hvað? Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar Hvenær? 20.00 Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði Efnisskrá tónleikanna verður fjöl- breytt að vanda. Kórinn frumflytur m.a. nýtt kórverk, Eldar, eftir Báru Grímsdóttur en verkið lýsir hörm- ungum móðuharðindanna á sér- lega áhrifaríkan hátt. Einnig mun lagaval tónleikanna bera keim af söngferð kórsins til Van couver í byrjun maí nk. Kórstjóri er Ingi- björg Guðjónsdóttir og píanó- leikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Miðaverð er 3.000 krónur. Viðburðir Hvað? Síðasta Tómasarmessan á þessu vori Hvenær? 20.00 Hvar? Breiðholtskirkja Þema messunnar verður: „Þiggjum gjöfina!“ Sr. Ólafur Jón Magnússon skóla- prestur prédikar og Matthías V. Baldursson leiðir tónlistina ásamt Páli Magnússyni. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænaþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í und- irbúningi og framkvæmd Tómasar- messunnar, bæði leikmenn, djákn- ar og prestar. Framkvæmdaaðilar þessa messuhalds eru Breiðholts- kirkja, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðs- félaga, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Hvað? Tangópraktika Tangóævintýra- félagsins Hvenær? 17.30 Hvar? Hressó, Austurstræti Svanhildur Vals, dj kvöldsins, heldur uppi stuðinu með dúndrandi tangó- tónlist ásamt því að sjá um leiðsögn í argentínskum tangó. Allir vel- komnir. Aðgangseyrir kr. 700. Sigtryggur Berg fagnar útgáfu ásamt Skeleton Horse í Mengi í Síðasta Tómasarmessan á þessu vori fer fram í Breiðholtskirkju á sunnu- daginn. HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Doktor Proktor & Prumpuduftið 16:00, 18:00 Doktor Proktor & Tímabaðkarið 16:00, 18:00 Kiwi og Strit 16:00 Grænuvellir : Sjúklegt svínarí 18:00 The Workshop 20:00, 22:00 You Were Never Really Here 20:00, 22:15 A Gentle Creature 20:00 Hleyptu Sól Í hjartað 23:00 Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur um móttöku framboðslista og aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga 26. maí 2018 rennur út laugardaginn 5. maí kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur tekur á móti framboðslistum föstudaginn 4. maí milli kl. 13-14 og laugardaginn 5. maí kl. 10-12 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur. Á framboðslista skulu vera nöfn 23 frambjóðenda að lágmarki og 46 að hámarki. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þau hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í kjördæminu á tölusettum blaðsíðum. Tilgreina skal fullt nafn meðmælanda, kennitölu hans og lögheimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 160 að lágmarki og 320 að hámarki. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir er nafn kjós- andans fellt út í báðum/öllum tilvikum. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og lögheimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum verði einnig skilað á rafrænu formi og meðmælendalistar skráðir rafrænt á þar til gert vefsvæði á www.island.is. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg og undirrituð tilkynning frá öllum frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Allar framangreindar yfirlýsingar skulu ritaðar eigin hendi og frumrit afhent yfirkjörstjórn. Óska má eftir eyðublöðum fyrir allt framangreint með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 26. maí nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að kjörfundi loknum fer talning atkvæða fram í Laugardalshöll. Talning er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar má nálgast með því að hafa samband við skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4700 eða með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is. Reykjavík, 28. apríl 2018 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Eva Bryndís Helgadóttir Ari Karlsson Tómas Hrafn Sveinsson BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR 26. MAÍ 2018 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 53L A U G A R D A G U R 2 8 . A P R Í L 2 0 1 8 2 8 -0 4 -2 0 1 8 0 0 :2 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 9 F -9 C 2 0 1 F 9 F -9 A E 4 1 F 9 F -9 9 A 8 1 F 9 F -9 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.