Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 106
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um einka- og samsýningar fyrir sýningarárið 2019 Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fimm vikur og er salurinn lánaður endurgjaldslaust. Rafrænt umsóknareyðublað er á heimasíðu Listasalarins: www.bokmos.is/listasalur. Þar er einnig að finna ýmis hagnýt atriði um salinn sem umsækendur eru hvattir til að kynna sér. Útprentuð eyðublöð má nálgast í Bókasafni Mosfellsbæjar. Umsóknir skulu vera vandaðar og innihalda greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri sýningu, ferilskrá listamanns og myndir af verkum. Umsjónarmaður Listasalarins velur úr umsóknum í samstarfi við Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2018. Listasalur Mosfellsbæjar Kjarna Þverholti 2 270 Mosfellsbær s: 566 6822 listasalur@mos.is www.bokmos.is/listasalur www.facebook.com/listasalurmoso Þegar listamenn fara á milli listgreina þá er oftar en ekki óhjá-kvæmilegt að þeir taki með sér ákveðna hugs-un sem birtist í verkum þeirra. Ákveðin nálgun sem getur birst með ýmsum hætti og það þó að viðkomandi listamaður hafi ekki endilega lagt upp með slíka vegferð í huga. Steinunn G. Helgadóttir, rithöfundur, skáld og myndlistar- kona, er dæmi um slíkan listamann. Bakgrunnur Steinunnar er í mynd- listinni en þaðan hefur leið hennar legið í ljóð og smásögur yfir til skáld- sögunnar en hennar fyrsta skáldsaga, Raddir úr húsi loftskeytamannsins, kom út um vorið 2016 og hlaut ljóm- andi viðtökur. Önnur skáldsaga Steinunnar, Sam- feðra, kom út síðastliðinn fimmtu- dag og það er reyndar forvitnilegt að hún skuli velja vorið til útgáfunnar í stað þess skella sér í hið söluvæn- lega og rammíslenska jólabókaflóð. Steinunn tekur undir að þetta sé sérstakur útgáfutími en hann ein- faldlega henti henni mjög vel. „Það er mjög gott að koma út í rólegheit- unum um vor þegar allt er að vakna til lífsins.“ Veröld í sjálfri sér Rétt eins og í Raddir úr húsi loft- skeytamannsins er sögusvið Sam- feðra í fortíðinni, nánar tiltekið árið 1974. Sagan segir frá ungum manni að nafni Janus sem við andlát móður sinnar kemst að því að hann eigi ell- efu hálfsystkini víða um landið og leggur í hringferð til þess að kynn- ast þessu náskylda en bláókunnuga fólki. Aðspurð um hvers vegna for- tíðin hafi aftur orðið fyrir valinu sem sögusvið segir Steinunn skýringuna helst að finna í því að þessar tvær fyrstu skáldsögur hennar hangi soldið saman. „Þessar tvær bækur eru eins og síamstvíburar sem er búið að aðskilja. Aðalsöguhetjan, Janus, er þarna að koma inn á full- orðinsárin og megnið af bókinni er um ferðina sem hann tekst á hendur árið 1974 en það er líka komið við í samtímanum.“ Í Samfeðra beitir Steinunn heillandi frásagnarhætti með ólíkum sjónarhornum og reyndar einnig mismunandi sögumönnum. Auk þess að koma lesandanum í sífellu á óvart með það hvaða persóna er þungamiðja hvers kafla fyrir sig. Steinunn segir að í fyrsta lagi finnist henni dáldið gaman að koma les- endum á óvart. „Ég held líka að lífið Það er dauðasynd að skrifa leiðinlegar bækur Samfeðra er önnur skáldsaga Steinunnar G. Helgadóttur rithöfundar sem segir við séum kannski öll dá- lítið jaðarsett í þessum heimi og í leit að einhverju sem við vitum þó ekki endilega alltaf hvað er. sé soldið svona ef það er skoðað. Það er ekki línuleg frásögn í gegnum staf- rófið heldur meiri hliðarspor. Meiri bútasaumur. Þess vegna vildi ég líka fá inn fleiri en einn sögumann vegna þess að það eykur á þessa tenging- unni við lífið. Við erum ekki ein um að segja hvorki okkar eigin sögu né annarra. Áhrifin verða kannski dálítið eins og að sitja með landa- kort í tímanum fyrir framan sig og setja pinna í ákveðna staði eftir því sem maður ferðast um tímann og landið. Fyrir mér eru þetta nefnilega svo miklir hringir,“ segir Steinunn hugsi og hér leyna sér ekki áhrifin frá myndlistinni og bætir við: „Fyrst er það sigling föðurins í kringum landið með strandferðaskipi í ferð- inni þegar öll þessi börn koma undir – það er hringur. Og svo er það ferðin um hringveginn og að lokum opnast hringvegurinn. Þannig að myndrænt sé ég fyrir mér hring og hringi. Veröld í sjálfri sér.“ Sitthvað séð og heyrt Steinunn leiðir sína lesendur um þetta myndræna ferðalag í kringum landið og eitt af því sem óneitanlega vekur athygli manns sem lesanda er að persónurnar sem á vegi manns verða eru flestar ansi jaðarsettar innan samfélagsins. Jafnvel einhvers konar hliðarafurðir í lífi föðurins sem skapaði þau en lét þau jafnframt um að lifa sínu lífi án nokkurs konar íhlutunar eða áhuga. „Já, þetta verða alltaf hliðarafurðir og ég get ekki neitað því að þau eru jaðarsett mörg hver. En kannski erum við öll dálítið jaðarsett svona hvert í sínu horni, kannski er samfélagið bara einn stór klumpur af jaðarsettu fólki, ég veit það ekki,“ segir Steinunn og hlær. „En þetta er aðeins öðruvísi fólk, margt af þessu. Enda er mest gaman að skrifa um þannig fólk. Því óvenjulegra sem fólkið er, örlög þess og allt í kringum það, þeim mun áhugaverðara verður að skrifa um það.“ Aðspurð um það hvert hún leiti fanga segir Steinunn að það sé nú víða. „Eiginlega út um allt. Ég er rosa- lega forvitin og ef ég heyri eitthvað eða sé sem kveikir í mér þá gríp ég það. Mér finnst rosalega gaman að lesa litlar fréttir um eitthvað og ekk- ert, er á netinu og hlusta á fólk eftir föngum og svo er ég bara orðin svo rosalega gömul að ég hef sitthvað séð og heyrt.“ Að horfa í tómið Á þessu tímabili sem sagan á sér stað þá breytist ansi margt í þjóðfélaginu og eitt af því sem var lagt til hliðar á þessum tíma var guð og kirkjan. Og nú vil ég ekki fara eitthvað rosalega djúpt í það en óneitanlega hafði ég það í huga þegar ég skrifaði þessa bók að fólk er alltaf að leita að ein- hverju. Þetta er leit okkar allra og við eigum það mörg hver líka sam- eiginlegt að við vitum ekki alveg að hverju við erum leita. Það er hægt að kalla það föður eða móður. Það skiptir ekki máli. Það er þörfin og leitin sem skiptir máli. Í þessari leit er þörf fyrir að það sé eitthvað þarna fyrir framan mann annað en tómið. Þannig er það til að mynda með Janus; hann óttast himingeiminn og finnst erfitt að horfa upp í hann. Það er hluti af þessu að það er erfitt að horfa inn í tómið. Það er skelfileg tilhugsun hvað hann er í senn tómur en samt fullur af einhverju sem við vitum ekkert hvað er.“ Og allar eru þessar persónur með þessi nánu blóðbönd eitthvað svo skelfilega einar í veröldinni, ekki satt? „Já, þær eru það. Ég býst við að við séum flest öll ein og það er ekkert hægt að líta undan því.“ En það er samt aldrei langt í húm- orinn í þínum bókum engu að síður? „Nei, maður verður að hafa húmor. Fyrir það fyrsta þá er það þannig þegar maður er að biðla til fólks um að lesa bókina sína þá er maður að fara fram á að það noti frítímann sinn. Og ef maður ætlar að taka tíma af fólki þá verður maður að reyna að hafa það þannig að fólki leiðist ekki á meðan. Því það er dauðasynd að skrifa leiðinlegar bækur, lífið er alltof stutt fyrir leiðinlegar bækur. Þær rýra orðspor bókmenntanna.“ Steinunn segur að sé skemmtilegast að skrifa um óvenjulegt og sérstakt fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Söguhetja verður til Janus segist verða að fara, að jafnvel ég hljóti að skilja það. Hann segir að það sé kominn tími til að einhver finni þetta fólk, þó sjálfur hafi ég stundum efast um tilvist þess. Við erum einir eftir hér við Rauðarárstíginn og Janus tekur alla yfirvinnu sem hann kemst yfir í Ísbirninum. Strákurinn er mér reiður. Kannski er það vegna barnanna sem ég lenti í að eignast þarna um árið, kannski vegna þess að ég sagði honum ekki frá þeim fyrr en nú. Sjálfur held ég uppteknum hætti, vinn mest á næt urnar, legg mig upp úr hádegi og þegar ég vaki ráfa ég hljóðlega um íbúðina. Læðist, því eftir að ég losaði mig við stærstu hús- gögnin og kom ferlíkjunum í verð fór ég að verða var við ásakandi þrusk sem ertir eyrun í hvert skipti sem við hreyfum okkur. Í byrjun taldi ég þessa taugaveiklun stafa af ósætti okkar feðganna en mér er að skiljast að þetta er ekkert nýtt, reiðin hefur alltaf búið hér, falin bak við gulnaðar skáphurðirnar í eldhúsinu og inni í vælandi pípulögnunum. Það er helst að við feðg- arnir hittumst á morgnana og þennan síðasta dag höldum við uppteknum hætti. Á meðan norðlensk útvarpsröddin talar um mann sem er horfinn í Hafnarfirði nærumst við saman hvor á sínu, uppþvotturinn er tvískiptur og við deilum blá- köflótta viskustykkinu sem við höfum notað síðan konan mín dó, þerrum sprungnu Worlds- BestDad könnuna sem Janus gaf mér í jólagjöf þegar hann var eins árs og WorldsBestMom sem hún keypti fyrir sjálfa sig og Janus notar nú. Kaflabrot úr skáldsögunni Samfeðra, eftir Steinunni G. Helgadóttur. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ÁHRIFIN VERÐA KANNSKI DÁLÍTIÐ EINS OG AÐ SITJA MEÐ LANDA- KORT Í TÍMANUM FYRIR FRAM SIG OG SETJA PINNA Í ÁKVEÐNA STAÐI EFTIR ÞVÍ SEM MAÐUR FERÐAST UM TÍMANN OG LANDIÐ. ÞAÐ ER SKELFILEG TILHUGSUN HVAÐ HANN ER Í SENN TÓMUR EN SAMT FULLUR AF EINHVERJU SEM VIÐ VITUM EKKERT HVAÐ ER. 2 8 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 8 -0 4 -2 0 1 8 0 0 :2 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 9 F -7 9 9 0 1 F 9 F -7 8 5 4 1 F 9 F -7 7 1 8 1 F 9 F -7 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.