Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 4
FJÁRSJÓÐSLEIT Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska togarann SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjar- lægja þaðan skáp sem er í pósther- bergi þýska togarans. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upp- hafsdögum heims- styrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kíló- metra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna meng- unarhættu þurftu fjársjóðsleitar- menn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvem- ber í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað lið- lega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upp- hafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindis- ins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfs- leyfið hér í fyrrahaust sagði Frétta- blaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfis- stofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfis stofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum. – gar Bretar vilja framlengt leyfi frá Íslendingum til gullleitar í SS Minden Ertu í lEit að draumastarfinu? Finndu þitt starf á atvinna.frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Sindri Þór Stefáns- son, sem strauk frá Sogni í síðasta mánuði og flúði til Amsterdam, verður sendur aftur til Íslands á föstudag. Hann verður leiddur fyrir dómara við komuna til landsins þar sem tekin verður fyrir krafa lögregl- unnar um gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Þorgils Þorgils- son, lögmaður Sindra, í samtali við Fréttablaðið. Sindri var hand- tekinn í Amsterdam í Hollandi eftir að gefin var út alþjóðleg handtöku- skipun á hendur honum. Embætti ríkislögreglustjóra mun sjá um flutninginn til Íslands. – sks Sindri kemur á föstudaginn HÚSNÆÐISMÁL Leigjendur á Íslandi eru tíu þúsund fleiri í dag en fyrir sjö árum eða alls um 50 þúsund talsins. Þetta kom fram á fjölmennum fundi Íbúðalánasjóðs um leigumarkaðinn sem haldinn var í gær. Þar kom líka fram að fólk í lægri tekjuhópum hér á landi greiðir hærra hlutfall ráðstöfunartekna sinna í húsaleigu en sömu tekju- hópar á Norðurlöndunum. Þessi hópur greiðir um helming launa sinna eftir skatt í húsaleigu. Ný könnun sýnir að leigumarkað- urinn minnki ekki í bráð. – jhh Tíu þúsund fleiri leigjendur Horft yfir borgina. NORDICPHOTOS/GETTY KJARAMÁL Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun for- stjóra Hörpu í fyrra sem Fréttablaðið greindi frá í gær að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans neyddist til að taka á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem notabene eru lægst launuðu starfsmenn húss- ins,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, námsmaður og fyrrverandi þjón- ustufulltrúi í Hörpu, sem sagði upp í gær. Hann segir starfsmenn verulega ósátta við að hafa verið stillt upp við vegg til að taka á sig launalækkun aðeins rúmum mánuði eftir að laun forstjórans voru hækkuð um rúm 20 prósent síðastliðið sumar. Örvar segir að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar í lok september, en þær fólu í sér að tímakaup fyrir kvöld- og helgarvinnu átti að lækka um 12,7 prósent, en dagvinnutaxti um 21,4 prósent. Auk skerðingar á fjölda greiddra tíma fyrir útköll til vinnu. Lagður hafi verið fram nýr ráðningarsamningur fyrir starfs- menn til undirskriftar. Örvar segir að tilboðið hafi vægast sagt lagst illa í fólk á þeim tíma og því hafi verið leitað til lögfræðinga stéttarfélagsins VR. „Við sögðum að þessi launalækkun væri ekki í lagi og reyndum að fara í eins hart og við gátum. Leituðum til VR og þá kom í ljós að það var eitt- hvað í samningnum sem ekki stóðst skoðun. Við lögðum fram móttil- boð og Harpa kom eitthvað eilítið til móts við okkur en annars var þetta bara „take it or leave it“,“ segir Örvar. Nýr samningur tók gildi í ársbyrjun 2018 en þar varð lendingin að yfirvinnukaup starfsmanns með árs starfs- reynslu eða meira lækkaði um tæp 9 prósent og dag- vinnutaxti um 17 prósent. Örvar segir nokkra þjónustufulltrúa hafa sagt upp þá. „Þetta er auðvitað þægileg vinna með skóla og flestir tóku nýja samningnum. Ekki með glöðu geði, en eftir að þessi frétt birtist, þá breytti það öllu. Ég er búinn að tala við krakkana sem eru að vinna með mér og það er mikil reiði meðal þeirra,“ segir Örvar. Svanhildur Konráðs- dóttir, forstjóri Hörpu, segir að þjónustufull- trúum hafi áður verið greitt 40 prósenta álag umfram dagvinnutaxta kjara- samninga og 26 prósent á yfirvinnu, auk 4 tíma lágmarks óháð framlagi. Samningum þjónustufulltrúa hafi verið sagt upp með 4 mánaða fyrir- vara síðastliðið haust. Í nýjum samn- ingi sé nú greitt 15 prósent umfram kjarasamninga jafnt á dagvinnu og eftirvinnu og aðeins greitt 4 tíma lág- mark um helgar en 3 í dagvinnu. Hún staðfestir að aðrir starfsmenn hafi ekki sætt viðlíka launalækkun- um, hvorki hún né aðrir stjórnendur. „En ég ítreka að þessi vinna er enn í fullum gangi og er engan veginn lokið.“ mikael@frettabladid.is Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. Aðeins rúmum mánuði eftir að stjórn Hörpu hækkaði laun forstjórans um 20 prósent var þjónustufulltrúum tilkynnt um launalækkun í hagræðingaraðgerðum. Einum þeirra blöskraði svo mikið að hann sagði upp. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Svanhildur Konráðs- dóttir, forstjóri Hörpu. 3 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 7 -F C 3 C 1 F A 7 -F B 0 0 1 F A 7 -F 9 C 4 1 F A 7 -F 8 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.