Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 22
FÓTBOLTI Pepsi-deild kvenna í
knattspyrnu rúllar af stað í kvöld
með stórleik Stjörnunnar og Breiða-
bliks á Samsung-vellinum í Garða-
bænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins
spáði í spilin fyrir komandi sumar
og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur,
fyrrverandi knattspyrnuþjálfara,
til þess að velta fyrir sér hvernig
deildin spilast á komandi leiktíð.
„Þór/KA mun verja titilinn held
ég og þar skiptir mestu máli að þær
halda Stephany Mayor sem gerði
gæfumuninn í fjölmörgum leikjum
síðasta sumar. Mayor verður í lykil-
hlutverki í titilvörn Þórs/KA og það
er sterkt fyrir norðankonur að hafa
endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur
í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á
Donna [Halldór Jón Sigurðsson,
þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um
toppbaráttu deildarinnar.
„Ég held hins vegar að toppbarátt-
an verði jafnari og meira spennandi
en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur
til að mynda endurheimt Ásgerði
Stefaníu Baldursdóttur og Harpa
Þorsteinsdóttir er í betra formi en í
fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með
Hallberu Gísladóttur og fleiri leik-
mönnum. Breiðablik er svo óskrifað
blað, en liðið bætti við sig fjölmörg-
um ungum og efnilegum leikmönn-
um í vetur og spurning hvort þær
verði nógu sterkar til þess að gera
atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um
þau lið sem munu berjast við Þór/
KA um Íslandsmeistaratitilinn.
„Mér finnst FH líka hafa spilað vel
á undirbúningstímabilinu í vetur og
FH-ingar gætu blandað sér í topp-
baráttuna og í það minnsta kroppað
stig af toppliðunum. Selfoss hefur
svo verið að styrkja sig undanfarið
með erlendum leikmönnum og
það verður gaman að sjá hversu
öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun
svo að öllum líkindum styrkja leik-
mannahóp sinn á næstu dögum,
sagði Vanda sem telur að þessi þrjú
lið muni sigla lygnan sjó um miðja
deild.
„KR, Grindavík og HK/Víkingur
munu svo berjast um það að forð-
ast fall úr deildinni. Ég held hins
vegar að munurinn á bestu liðum
deildarinnar og þeim sem verða
í fallbaráttu sé að minnka þann-
ig að þessi lið munu reyta stig af
þeim liðum sem ég hef nefnt hér að
framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu
deildarinnar.
„Ég held að deildin verði jöfn,
spennandi og umfram allt mjög
skemmtileg í sumar. Liðin eru
flest töluvert sterkari en á síðasta
keppnistímabili og margar ungar og
vel þjálfaðar stelpur að koma fram á
sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað
mikið undanfarin ár í kvennaknatt-
spyrnunni bæði í yngri flokkum og í
meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur
sem eru tæknilega góðar og taktískt
klókar. Það er mikið tilhlökkunar-
efni að deildin sé loksins að fara af
stað,“ sagði Vanda sem var augljós-
lega spennt fyrir knattspyrnusumr-
inu. hjorvaro@frettabladid.is.
1. Þór/KA
2. Stjarnan
3. Valur
4. Breiðablik
5. ÍBV
6. FH
7. KR
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur
Spá Fréttablaðsins fyrir
Pepsí-deild kvenna 2018
Fréttablaðið spáir því að Þór/KA verji
titil sinn í Pepsi-deild kvenna í knatt-
spyrnu í sumar og Grindavík og HK/
Víkingur falli niður i 1. deild í haust.
Toppbaráttan verður jafnari
Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari, sér fyrir sé að þrjú til fjögur lið muni berjast um
Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í sumar. Vanda telur að deildin verði jöfn og spennandi.
FÓTBOLTI Þór/KA mun verja titil
sinn í Pepsi-deild kvenna í knatt-
spyrnu ef spá fyrirliða/þjálfara og
forráðamanna deildarinnar gengur
upp. Valur og Stjarnan munu vera
í titilbaráttu við Þór/KA, en Valur
þarf að gera sér annað sætið að góðu
og Stjarnan verður í þriðja sæti ef
marka má spána. Breiðabliki er
spáð fjórða sæti deildarinnar og FH,
ÍBV og Selfoss munu sigla lygnan sjó
um miðja deild.
KR, HK/Víkingur og Grindavík
heyja svo harða fallbaráttu og tvö
síðastnefndu liðin munu falla. HK/
Víkingur sem er nýliði í deildinni
að þessu sinni mun því staldra stutt
við í deild þeirra bestu og Grindavík
fellur eftir tveggja ára skeið í efstu
deild. KR mun hins vegar bjarga sér
frá falli eftir hatramma fallbaráttu
líkt og undanfarin þrjú ár.
Deildin hefst með stórleik Stjörn-
unnar og Breiðabliks á Samsung-
vellinum í Garðabænum klukkan
19.15 í kvöld. Fyrsta umferðin held-
ur svo áfram með þremur leikjum
annað kvöld. ÍBV fær þá KR í heim-
sókn til Vestmannaeyja, Valur og
Selfoss eigast við á Origo-vellinum
að Hlíðarenda og FH sækir HK/
Víking heim í Kórinn í Kópavogi.
Umferðin klárast svo á laugardaginn
þegar Þór/KA hefur titilvörn sína
með því að etja kappi við Grindavík
á Grindavíkurvelli. – hó
Þór/KA spáð
titlinum
Fréttablaðið spáir Þór/KA meistaratitlinum en takist Akureyringum að verja titilinn verður það þrIðji Íslandsmeistaratitillinn í sögu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRIR
Ég held að topp-
baráttan verði
jafnari og meira spennandi
en á síðustu leiktíð og
munurinn á bestu liðunum
og þeim sem verða í fallbar-
áttu er að minnka.
Vanda Sigurgeirsdóttir
Roma - Liverpool 4-2
0-1 Sadio Mané (9.), 1-1 James Milner
(sjálfsmark, 15.), 1-2 Georginio Wijnaldum
(26.), 2-2 Edin Dzeko (52.), 3-2 Radja Naing-
golan (86.), 4-2 Radja Nainggolan (víti, 90.)
Viðureign liðanna endaði samanlagt 7-6
Liverpool í vil sem mætir því Real Madrid í úr-
slitum. Liverpool bar síðast sigur úr býtum í
Meistaradeildinni vorið 2005 þegar liðið bar
sigurorð af AC Milan í úrslitaleik. Real Madrid
hefur unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár.
Nýjast
Meistaradeildin, undanúrslit
GOLF Annika Sörenstam, einn besti
kvenkylfingur allra tíma, kemur til
landsins í sumar og heldur fyrir-
lestra ásamt því að ræða við afreks-
kylfinga og þjálfara. Sendi Golfsam-
bandið frá sér tilkynningu í gær þar
sem þetta kom fram.
Annika var atvinnu-
kylfingur í sextán
ár en á þeim tíma
vann hún alls 93
mót, þar af 72 á
LPGA-mótaröð-
inni og tíu risa-
mót. Var hún átta
sinnum valin
kylfingur ársins
af LPGA áður
en hún hætti
2008 aðeins
3 8 á r a
gömul.
Var hún
v a l i n
áhrifamesta íþrótta-
kona heims af ESPN
fyrir stuttu, en þar
hafði hún betur gegn
Serenu Williams.
– kpt
Stórstjarna
til landsins
HANDBOLTI Markvörðurinn Íris
Björk Símonardóttir skrifaði í
gær undir samning hjá Val eftir
tveggja ára fjarveru frá hand-
bolta. Var hún einn fimm leik-
manna sem Valsliðið kynnti til
leiks á blaðamannafundi en eftir
að hafa tapað í úrslitaeinvíginu
gegn Fram á dögunum stefnir Vals-
liðið á alla titla á komandi tímabili.
Íris var valin handboltakona ársins
árið 2015 eftir að hafa verið lykilleik-
maður í Íslandsmeistaratitli Gróttu.
Hefur hún fjórum sinnum verið
valin besti markvörður Íslands-
mótsins og leikið 69 landsleiki.
Hún sagði að það hefði hjálpað
til við ákvörðunina að kannast
við nokkur andlit í Valsliðinu.
„Ég kannast við nokkur andlit
hérna, ég hef spilað fyrir Ágúst
áður og Lovísa kemur með
mér úr Gróttu. Svo hef ég bestu
vinkonu mína, Önnu Úrsúlu, í
liðinu og það hjálpar. Það
var því auðvelt að segja já
og ég get ekki beðið eftir
því að fara af stað,“ sagði
Íris sem fékk fleiri tilboð.
„Það voru fleiri lið sem
komu til greina en þetta var niður-
staðan og ég er afar sátt við hana.
Umgjörðin og hefðin hérna
er frábær og hér getum við,
ef við höldum rétt á spil-
unum, barist um alla titla.“
Hún tók sér pásu frá hand-
bolta til að einbeita sér að
barneignum en hún er
núna tilbúin til að
snúa aftur á völlinn.
„Ég held að ég
hafi mætt á nánast hvern einasta
leik í úrslitakeppninni og þá
kemur þessi löngun til að spila
aftur. Allt tímabilið hefur mig
klæjað í puttana að komast aftur
af stað,“ sagði Íris, sem vildi ekki
fara sömu leið og Steinunn Björns-
dóttir og Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir, sem sneru aftur inn á völl-
inn nokkrum vikum eftir barnsburð.
„Þær eru þvílíkar ofurkonur, þær
fæddust held ég með mikla maga-
vöðva en ég vildi gefa mér sum-
arið til að komast aftur í stand,“
sagði Íris hlæjandi að lokum. – kpt
Klæjaði í puttana alla úrslitakeppnina
Íris Björk
Símonardóttir.
3 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
0
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
A
8
-2
D
9
C
1
F
A
8
-2
C
6
0
1
F
A
8
-2
B
2
4
1
F
A
8
-2
9
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K