Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 2
Veður
Í dag gengur hann í suðvestan
strekking. Honum fylgir éljagangur.
Norðaustan- og austanlands verður
hins vegar þurrt og bjart og einnig
hlýjast. SJÁ SÍÐU 26
HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er bara svo
ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson
athafnamaður sem fann fyrir mikl-
um þrýstingi læknaliðs í Flórída á
að sonur hans sem þar fæddist yrði
umskorinn.
„Fyrir 35 árum fæddist mér sonur
í Flórída. Á spítalanum var ég spurð-
ur hvort það ætti ekki að umskera
hann og ég sagði nei. Læknirinn
gekk hart fram og það var í þrígang
sem ég varð að segja nei, það á ekki
að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem
kveðst vilja leggja sína frásögn inn í
umræðuna um bann við umskurði
drengja.
Á þeim tíma sem
drengurinn kom í
heiminn bjó Valgeir í
Lúxemborg. Hann var
þá þekktur fyrir bar
sinn Cockpit Inn og
framleiðslu á íslensku
brennivíni undir vöru-
merkinu Black Death.
„Þarna í Ameríku þarf
maður náttúrlega að
borga reikninginn. Þegar
hann kom var búið að
strika út á honum 150 dollara sem
kostaði að umskera. Ég losnaði sem
sagt þarna við að borga 150 dollara
með því að neita að strákurinn yrði
umskorinn,“ segir Valgeir og sér
síður en svo eftir ákvörðuninni.
„Síðan þá hefur sonur minn verið
mér mjög þakklátur fyrir að hafa
ekki látið umskera hann. Og ég var
dálítið hissa á því að meira að segja
kærasta hans þakkaði mér fyrir það
líka – bara upp úr þurru,“ segir Val-
geir sem býr nú á Siglufirði en sonur
hans og tengdadóttir hins vegar í
Pensacola
í Flórída.
F r u m -
varp Silju Daggar Gunnarsdóttur
og átta annarra þingmanna um
bann við umskurði á Íslandi nema
af læknisfræðilegri nauðsyn hefur
vakið mikla athygli út fyrir land-
steinana og hér innanlands. Frum-
varpið verður vísast ekki afgreitt
fyrir sumarhlé á Alþingi heldur
vísað frá allsherjarnefnd þingsins
til ríkisstjórnarinnar.
Valgeir segir að halda þurfi mál-
inu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkis-
stjórn kemur varla til með að gera
nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst
þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki
um þegar maður heyrði í biskupn-
um – þá fannst manni nú alveg öll
sund lokuð,“ segir Valgeir.
Þarna vísar Valgeir til þess að
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi
neikvæða umsögn um hugsanlegt
umskurðarbann. Það gerir Agnes
á þeim forsendum að bann myndi
skapa hættu á því að gera íslam
og gyðingdóm að glæpsamlegum
trúarbrögðum hérlendis.
Meðal þeirra sem lýsa ánægju
með umskurðarbannið eru rúm-
lega 400 íslenskir læknar sem
segja umskurð drengja ganga gegn
Genfar yfirlýsingu lækna.
gar@frettabladid.is
Tengdadóttirin þakkar
óumskorna kærastann
Athafnamaðurinn Valgeir Sigurðsson segist hafa orðið fyrir miklum þrýstingi í
Flórída á að láta umskera son sinn sem fæddist þar í fylkinu. Hann kveður son
sinn og tengdadóttur sömuleiðis vera sér þakklát fyrir að hafa staðist áganginn.
Heimsmeistaramótið í fjallahlaupum fer fram nærri Valencia á Spáni þann 12. maí næstkomandi. Guðni Páll Pálsson er einn þeirra sem taka þátt.
Til þess að venjast hitanum á Spáni ákvað hann að hlaupa kappklæddur í World Class. Hann býst við að hitinn verði um 25 gráður. Sem er kannski
ekkert svo mikið, en fyrir Íslendinginn sem er að æfa í -5 gráðum alla jafna, þá er þetta nokkuð strembið, segir Guðni Páll. FRETTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Kristján, sonur Valgeirs Sigurðssonar, býr með konu
sinni í Flórída. Parið er þakklátt Valgeiri, segir hann.
Höfum gaman af 'essu
Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
Undirbýr HM í fjallahlaupi á Spáni
MANNLÍF „Miðasalan fór af stað með
hvelli,“ segir Björn Teitsson, upp-
lýsingafulltrúi Solstice Production,
sem stendur fyrir tónleikum Guns N'
Roses á Laugardalsvelli í sumar.
Miðasala hófst á þriðjudag en í sér-
stakri forsölu á laugardag fóru fimm
þúsund miðar á örskotsstundu.
Þegar Fréttablaðið ræddi við
Björn upp úr hádegi í gær, á öðrum
degi miðasölunnar, höfðu selst alls
14.500 miðar.
„Það hefur verið mest sala á mið-
unum í stæði þannig að þeim er að
fækka mjög mikið,“ segir Björn.
Gert er ráð fyrir að selja um tólf
þúsund miða í stæði en rúmlega tíu
þúsund höfðu selst þegar Frétta-
blaðið kannaði málið í gær. Miðar í
stæði kosta 18.900 krónur en síðan
eru einnig seldir miðar í stúku sem
kosta frá 29.900 upp í 49.900 krónur.
– smj
Miðar á GNR
rokseljast
VELFERÐARMÁL Bragi Guðbrands-
son, forstjóri Barnaverndarstofu,
fagnar því ef fram mun fara óháð
úttekt á störfum hans. Hann telur
ekkert tilefni til vantrausts.
Þetta kom fram í máli Braga að
loknum fundi hans með velferðar-
nefnd í gærmorgun. Í upphafi stóð
til að fundurinn yrði opinn en
breyting varð þar á, meðal annars
vegna trúnaðargagna sem Bragi
lagði fram á fundinum.
Undanfarna daga hefur Bragi sætt
gagnrýni vegna ásakana um að hann
hafi haft afskipti af máli sem var til
meðferðar hjá barnaverndarnefnd
á höfuðborgarsvæðinu. Félags- og
jafnréttismálaráðherra, Ásmundur
Einar Daðason, hefur síðan verið
gagnrýndur fyrir að hafa ekki gert
þinginu viðvart um niðurstöðu
úttektar í velferðarráðuneytinu á
málinu en þar kom fram að Bragi
hefði farið út fyrir valdsvið sitt.
Að loknum óundirbúnum fyrir-
spurnatíma tóku nokkrir þingmenn
til máls um fundarstjórn forseta og
bentu á að ráðherra hefði mögu-
lega brotið gegn ákvæði þingskapa-
laga með því að hafa ekki lagt fyrir
þingið gögn sem málið varða. Hefur
verið kallað eftir því að stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd þingsins taki
málið til skoðunar.
„Mér finnst ósköp eðlilegt að
þingið standi fyrir því að nefnd á
þess vegum rannsaki og skoði það
sem fram hefur farið núna undan-
farið, samskipti hæstvirts félags- og
jafnréttismálaráðherra við velferð-
arnefnd,“ segir Oddný G. Harðar-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar. – jóe
Myndi fagna
óháðri úttekt á
störfum sínum
Oddný Harðardóttir
segir eðlilegt að nefnd á
vegum þingsins rannsaki
það sem gerst hefur, meðal
annars samskipti ráðherra
við velferðarnefndina.
3 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
A
7
-E
8
7
C
1
F
A
7
-E
7
4
0
1
F
A
7
-E
6
0
4
1
F
A
7
-E
4
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K