Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 13
Tyrkland Fjórir tyrkneskir stjórnar- andstöðuflokkar komust í gær að samkomulagi um að mynda kosn- ingabandalag og bjóða saman fram í þingkosningunum sem fara fram 24. júní næstkomandi. Lýðveldisflokkurinn (CHP), Góði flokkurinn, Hamingjuflokkurinn og Demókratar mynda bandalagið en CHP er stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn á yfirstandandi þingi. Hefur 116 af 550 samanborið við 316 sæti Réttlætis- og þróunarflokks (AKP) Receps Tayyip Erdoğan for- seta. Miðað við skoðanakannanir er óljóst hvort menn Erdoğans haldi meirihluta sínum á þinginu. Kosn- ingabandalag undir forystu AKP mældist með 44,2 prósenta fylgi í könnun sem PIAR gerði á þriðju- dag. Hins vegar mældust CHP og Góði flokkurinn með 40,9 prósent samanlagt á meðan fylgi Hamingju- flokksins og Demókrata var talið með öðrum flokkum. Um er að ræða fyrstu kosningarn- ar frá því Tyrkir samþykktu í þjóðar- atkvæðagreiðslu að færa völdin frá forsætisráðherra til forseta. Forseta- kosningar fara fram samhliða þing- kosningum. Erdoğan mælist með tæplega tvöfalt meiri stuðning en næstvinsælasti frambjóðandinn, Meral Akşener úr Góða flokknum. – þea Stefnir í spennandi kosningar í Tyrklandi Tyrkir ganga að kjörborðinu í júní næstkomandi. NordicphoTos/AFp ÁsTralía Enskan brást Emmanuel Macron, forseta Frakklands, á blaða- mannafundi sem hann hélt með Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, í gær. Macron hafði verið í opinberri heimsókn þar í landi og höfðu leiðtogarnir einna helst rætt um loftslagsbreytingar og varnar- mál. „Ég vildi þakka þér og gómsætri (e. delicious) eiginkonu þinni fyrir að taka vel á móti okkur og halda utan um þessa heimsókn,“ sagði Macron, sem þykir almennt tala afar góða ensku. Sást það vel þegar hann hélt ræðu fyrir bandaríska þingmenn fyrir mánaðamót. BBC útskýrði misskilninginn síðar í gær og sagði hann trúlega byggjast á því að franska orðið „délicieux“ sé bæði hægt að nota til að lýsa bragð- góðri máltíð og einhverju yndislegu. Macron valdi sem sagt vitlausa þýð- ingu, sagði „delicious“ í stað þess að segja til dæmis „delightful“. – þea Macron sagði ráðherrafrúna vera gómsæta Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands. NordicphoTos/AFp Fjórir stjórnarandstöðu- flokkar, þar af tveir stærstu, munu bjóða fram saman í þingkosningunum í júní. MjanMar Dómari í máli gegn Reuters- blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í Mjanmar sagðist í gær meta framburð lögreglustjórans Moe Yan Naing sem áreiðanlegan. Naing kom fyrir dóm í apríl og sagði frá því þegar annar lögreglustjóri skipaði undirmönnum sínum að leiða blaðamennina í gildru. Blaðamennirnir höfðu fjallað um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði þegar lögreglumað- ur bauðst til að hitta þá og afhenda þeim upplýsingar. Fundurinn reynd- ist gildra og voru þeir handteknir og hafa í dag verið í fangelsi í 143 daga. Naing var í síðustu viku dæmdur í árs fangelsi fyrir að brjóta gegn aga- reglum lögreglu. Dómarinn í málinu sagði í gær að Naing þyrfti að koma aftur fyrir dóm þann 9. maí næst- komandi svo hægt væri að spyrja hann frekar út í málið. – þea Framburðurinn áreiðanlegur Moe Yan Naing lögreglustjóri. NordicphoTos/AFp Við tökum vel á móti ykkur í glæsilegri búð með góðu vöruúrvali. vinbudin.is Velkomin í stærri og betri Vínbúð í Skútuvogi E N N E M M / S ÍA / N M 8 5 2 7 5 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 13f i M M T U d a G U r 3 . M a í 2 0 1 8 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 7 -F C 3 C 1 F A 7 -F B 0 0 1 F A 7 -F 9 C 4 1 F A 7 -F 8 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.