Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 10
Það sem mun halda aftur af hækkunum á húsnæðisverði eru tak- markanir á útlánavexti. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka Íslenska sprotafyrirtækið Videnti­ fier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Face­ book kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viður­ kenningar að stærsti samfélags­ miðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskól­ anum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Her­ wig Lejsek og Friðriki Ásmunds­ syni, í samstarfi við Björn Þór Jóns­ son, dósent við HR, og fleiri. „Þessi samningur er mikil viður­ kenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmda­ stjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tæki­ færi og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til fram­ tíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu­ og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR. – hae Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier gerir stóran samning við Facebook 148 milljónir króna voru tekjur Videntifier á árinu 2016. Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár. Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier Ársfundur Umhverfis- stofnunar 2018 Föstudaginn 4. maí á Grand Hótel. Yfirskrift fundarins er: Hvernig verður stefna að veruleika? – raunhæfar leiðir til árangurs Aðalfyrirlesari er Björn Risinger, forstjóri Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Dagskrá fundarins 8:30 Morgunverður í boði Umhverfisstofnunar 09:00 Setning ársfundar » Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp. » Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar: „Þetta reddast – en þó ekki af sjálfu sér“ » Björn Risinger forstjóri Umhverfisstofnunar Svíþjóðar: „From Environmental quality objectives to real results: A case study on nature protection“ » Sérfræðingar Umhverfisstofnunar flytja ýmis erindi tengd markmiðum og yfirskrift ráðstefnunnar 11:00 Lok ársfundar Fundarstjóri er Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu. Hægt er að fylgjast með fundinum í rauntíma á umhverfisstofnun.is eða skoða upptöku síðar. Umhverfisstofnun hvetur gesti til að ferðast á fundinn með vistvænum hætti. Björn Risinger, forstjóri Umhverfisstofnunar Svíþjóðar Kristín Linda Árnadóttir, forstóri Umhverfisstofnunar Guðmundur Ingi Guð- brandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Margt bendir til að vendipunktur verði í ár varðandi verðbólguþróun. Undanfarin ár hefur verðhjöðnun verið flutt inn hingað til lands en nú má leiða líkur að því að dragi úr þeim áhrifum. Verðbólga er farin að færast nær eðlilegu horfi í við­ skiptalöndunum og olíuverð hefur hækkað um rúmlega 40% á einu ári, mælt í dollurum. Þá er gengi krónu nú stöðugt en það styrktist verulega á undanförnum árum sem leiddi til hagstæðara innkaupsverðs. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhag­ fræðingur fjárfestingabankans Kviku. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag­ fræðingur Íslandsbanka, segir að frá miðju ári 2014 hafi linnulaust inn­ fluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Áhrifin hafi verið mismik­ il, en þau hafi náð hámarki fyrir ári. „Það hefur riðið baggamuninn að við höfum ekki misst verðbólguna upp fyrir markmið Seðlabankans, sem er 2,5%, á sama tíma og húsnæðis­ markaðurinn hefur verið á siglingu.“ Olíuverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað um 43% á einu ári. Financial Times segir að á árunum 2014­2016 hafi byggst upp olíu­ birgðir, sem nú hefur verið gengið á vegna aukinna umsvifa í alþjóð­ lega hagkerfinu og að OPEC­ríkin og Rússland hafi dregið úr olíufram­ leiðslu sinni. Að sögn Jóns Bjarka á aukin samkeppni á eldsneytismarkaði væntanlega mikinn þátt í því að fram til þessa hafi eldsneytisverð ekki hækkað jafn mikið og alþjóðleg þróun gefi til kynna. Hann bendir á að hækkanir á eldsneyti geti haft meiri áhrif á verðlag en sem nemi einvörðungu hækkun á eldsneytis­ verði. „Fyrst hækkar verð á elds­ neytisdælunum, það hefur oft vegið um 5­6% í verðbólgumælingum. Því næst hækka liðir sem eru næmir fyrir breytingum á eldsneytisverði eins og flugfargjöld. Loks hækkar flutnings­ og framleiðslukostnaður á mörgum vörum. Hækkanir á eldsneyti koma fram býsna víða þótt það taki nokk­ urn tíma að ná fram að ganga.“ „Það hefur verið mikil spenna í hagkerfinu,“ segir Kristrún, „sem hingað til hefur ekki endurspeglast í aukinni verðbólgu. Verðbólga hefur oft þótt góður hitamælir á hagkerfið en svo hefur ekki verið undanfarin ár vegna þess að styrking krónu, lág verðbólga erlendis og aukin sam­ keppni frá erlendum aðilum, s.s. Costco og H&M, hefur vegið á móti hækkandi húsnæðisverði. Það hefði í raun verið eðlilegra að hér hefði mælst fjögur prósent verðbólga miðað við spennuna sem fylgdi miklum hagvexti undangenginna ára. Undanfarin ár hefur fasteignaverð drifið áfram verðbólgu hérlendis. Sögulega hafa launahækkanir skilað sér út á fasteignamarkaðinn og sáum við skýr merki um það síðustu ár. Ef launaskrið heldur áfram að vera í kringum 7­8% gæti fasteignaverð allt eins haldið áfram að hækka um 8­10% á ári. Sérstaklega þar sem enn er skortur á húsnæði. Það sem mun halda aftur af hækkunum á húsnæðis verði eru takmarkanir á útlánavexti. Seðlabankinn vill koma í veg fyrir að vöxturinn verði hraður á ný, og vill halda eigin fé bankanna áfram háu meðal annars sem mót­ vægi við slíka þróun. Þá ætti að vera vilji meðal stóru viðskiptabankanna að draga úr einsleitni lánasafna sinna, sem hafa í miklum mæli einskorðast við fasteigna­ og ferða­ þjónustutengd lán. Báðir þættir geta haldið aftur af útlánavexti,“ segir Kristrún. Jón Bjarki segir að stóra spurn­ ingin um þróun verðlags á kom­ andi fjórðungum verði sú hvort vegi þyngra, hækkun íbúðaverðs, sem farið er að hægjast á eða áhrif á innfluttri verðhjöðnun, sem sé að renna sitt skeið á enda og við taki hófleg hækkun þaðan. „Á næsta ári mun einnig koma í ljós með hvaða hætti kjarasamningar hafa áhrif á verðbólguþróun,“ segir hann. helgivifill@frettabladid.is Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. Launahækkanir munu skila sér út í fasteignaverð. Olíuverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað um 43% á einu ári. Mynd/EPA Ari Kristinn Jónsson, stjórnarfor- maður Videntifier. markaðurinn 3 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 8 -1 E C C 1 F A 8 -1 D 9 0 1 F A 8 -1 C 5 4 1 F A 8 -1 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.