Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 6
Við höldum Evrópudaginn hátíðlegan 4. maí í ár. Blásið verður til veislu og boðið upp á mat og drykk, tónlist og dans frá ýmsum löndum Evrópu. Ísland er eitt allra nánasta samstarfsríki okkar og því ærið tilefni til að við fögnum evrópskri samvinnu saman! Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og ein 17 sendiráð ESB-landanna hafa því sameinast um að halda fjöruga hátíð kræsinga og menningar. Veislan er öllum opin. EVRÓPUDAGUR MATAR OG MENNINGAR FÖSTUDAGINN 4. MAÍ KL. 17-20 EVRÓPUDAGUR MATAR OG MENNINGAR Sendinefnd ESB á Íslandi Herflugvél brotlenti C-130 Herkúles herflugvél brotlenti nærri Savanna Hilton Head alþjóðaflugvellinum í Port Wentworth í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Fimm manns eru sagðir hafa verið um borð í vélinni. FRETTABLAÐIÐ/EPA STJÓRNSÝSLA Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur fjármögnun Vaðlaheiðarganga fara í bága við EES- samninginn, meðal annars vegna ábyrgðargjalds sem ekki er innheimt af ríkisábyrgðinni eins og kveðið er á um í 6. grein laga um ríkisábyrgð. Umræddu ákvæði var breytt árið 2011 til að bregðast við niðurstöðu ESA um að ríkisábyrgð sé aðeins heimil að því gefnu að hæfilegt ábyrgðargjald sé greitt fyrir hana sem svari að fullu til þeirrar íviln- unar sem viðkomandi nýtur í formi hagstæðari kjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar. Vaðlaheiðargöng hf. greiddu hins vegar svokallað áhættugjald sem nam 0,6 prósentum af lánsfjár- hæðinni og losnaði þar með undan ábyrgðargjaldinu eins og 7. grein laganna kveður á um. Björn segir í samtali við Frétta- blaðið að kanna þurfi hvað ráði því hverju sinni hvort ríkisábyrgðar- þegar greiði áhættugjald eða ábyrgðar gjald, en hann telur einsýnt að í tilviki Vaðlaheiðarganga hefði ábyrgðargjaldið orðið mun hærra en áhættugjaldið sem innheimt var hjá Vaðlaheiðargöngum hf. Björn hefur ítrekað reynt að afla upplýsinga hjá stjórnvöldum til að varpa megi ljósi á málsmeðferð- ina í tengslum við veitingu ríkis- ábyrgðarinnar en segir svörin sem hann fái ævinlega hafa verið mis- vísandi. Hann ákvað því að hætta að óska eftir minnisblöðum og spyrja spurninga en kalla frekar eftir öllum gögnum sem til eru í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um málið. Á fundi fjárlaganefndar 22. apríl síðastliðinn óskaði hann eftir því að nefndin fengi öll gögn frá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu um ríkisábyrgðina sem varpað gætu ljósi á aðdraganda þess að ábyrgðin var veitt, bæði ráðleggingar og samskipti sérfræðinga innan ráðuneytisins og milli aðila sem komu að málinu á einhvern hátt. Björn segir þó ein- hverrar tregðu gæta í fjárlaganefnd gagnvart þessari upplýsingabeiðni enda sé hún enn ekki farin til ráðu- neytisins frá nefndinni, þrátt fyrir að tilskilinn fjöldi nefndarmanna hafi skrifað undir beiðnina. „Það er allt gert til að koma í veg fyrir að það þurfi að afhenda þessi gögn. Ég er stöðugt að minna á að ég vilji fá þau en beiðnin er enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni,“ segir Björn en málið hefur verið til umræðu í nefndinni undanfarna daga. Björn kveður þá nefndarmenn sem standa að beiðninni ítrekað hafa verið spurða hvort þeir væru vissir um að þeir þyrftu og vildu þessi gögn og hvort ekki dygði að kalla eftir minnisblaði frá ráðuneytinu og nýju lögfræðiáliti. Björn kvaðst hafa tekið hugmynd að lögfræðiáliti fagnandi og er hann þegar búinn að draga upp drög að ítarlegum spurningalista í 14 liðum fyrir það álit en vilji engu að síður fá hrágögnin úr ráðuneytinu enda lítið gagn að lögfræðiálitinu einu, enda þurfi hann ekki lagatúlkun heldur upplýsingar um framkvæmdina og feril málsins í ráðuneytinu. Fyrrnefndur spurningalisti Björns Leví fylgir vefútgáfu fréttarinnar á frettabladid.is. adalheidur@frettabladid.is Segir reynt að torvelda aðgang að upplýsingum Björn Leví Gunnarsson segir að svör stjórnvalda um ríkisábyrgð fyrir Vaðla- heiðargöng hafi alltaf verið misvísandi og hefur því óskað eftir öllum frumgögn- um úr ráðuneytinu. Hann telur ríkisábyrgðina fara í bága við EES-samninginn. Björn Leví Gunnarsson telst senni- lega til forvitnari þingmanna kjör- tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 3 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 8 -0 F F C 1 F A 8 -0 E C 0 1 F A 8 -0 D 8 4 1 F A 8 -0 C 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.