Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 20
Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og les­ skilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tré­ verk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merk­ ingarverk eru lík að því leyti að burðar­ virki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, máls­ greinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfir­ leitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð les­ efni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekk­ ingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í mynd­ rænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda­ og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við. Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hug­ mynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verk­ færi og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðsl­ unnar). Rétt eins og David Atten­ borough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kenn­ arar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekk­ ingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skóla­ starfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menn­ ingu þeirra sem semja þau. Víkkum út læsisumræðuna Stefán Jökulsson lektor við HÍ Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjár­málaumhverfi heilbrigðis­ þjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoð­ unar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir mála­ flokkinn hefur leitt til þess að áhersl­ ur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjón­ ustu og þar með þróun heilbrigðis­ kerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkra­ trygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heil­ brigðiskerfinu ásamt því sem heild­ stæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjón­ ustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónust­ unnar. Einnig hafa veitendur heil­ brigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjár­ veitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags­ og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rök­ stuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð. Hlutfallið lægst hér á landi Þrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðis­ mála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norður­ landaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hag­ stofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2­3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjár­ framlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðis­ stétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verð­ lags­ og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með bein­ um fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í land­ inu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbend­ ingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjár­ magn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðis­ þjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykil­ þáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórn­ málamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunn­ ar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla. Þurfum markvissari fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar Pétur Magnússon formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónstu Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau. Því miður eru margar vís- bendingar um raunlækk- anir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vanda­ mál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfs­ álit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábóta­ vant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vanda­ málinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook­færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðar­ lega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skort­ ir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þung­ lyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur. Framsókn gegn vaxandi kvíða og þunglyndi Bergþór Smári Pálmason Sighvats í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. All ir áhugasamir um verkefnið og sjál fbæra þróun eru hvatt ir t i l að mæta Dagskrá og upplýsingar um skráningu er að f inna á vef verkefnis ins, www.sjalfbaerni. is „Hagnýting í þágu samfélagsins“ Yfirskr i ft fundarins er verður haldinn á Hótel Héraði Egi lsstöðum þriðjudaginn 8. maí kl . 14 – 18 Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2018 3 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 8 -1 9 D C 1 F A 8 -1 8 A 0 1 F A 8 -1 7 6 4 1 F A 8 -1 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.