Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 14
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetn­ ingarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátt­ tökulýðræðis og Reykjavík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjall­ borg. Þ ökk sé uppgötvun þinni munu kyn­slóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá for­seti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnfor­ sendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkyns­ sögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bólu­ efnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólu­ setningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vand­ ræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undan­ farin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 pró­ sent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðar­ velferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að fram­ kvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið. Ill nauðsyn Í dag stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík í Hörpu. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að nýta tækni í þjónustu við íbúa borgarinnar. Við fengum framsæknar tillögur úr starfshópi um snjallborgina Reykjavík, höfum starfað mikið með Cisco um að Reykjavík verði tilraunasvæði snjallborgar, Vodafone er samstarfsaðili okkar um snjallvæðingu Klambratúns og við höfum gert samninga við fyrirtæki í velferðarmálum sem mun bæta þjónustu við eldri borgara með nýrri velferðar­ tækni. Allt er þetta hluti af snjallborginni Reykjavík sem er nokkurs konar samheiti yfir nýjar hugmyndir um viðfangsefni í borgarrekstri. Aukin lífsgæði, betri þjónusta og tæknibreytingar Reykjavík starfar í nýstárlegu landslagi sífellt örari tækniframfara og samfélagsbreytinga sem umbylta við­ teknum venjum og gömlum gildum. Þar er mikilvægt að muna að Reykjavík er líka staðsett í samkeppnis­ umhverfi norrænna og evrópskra borga sem keppast um að laða til sín fólk. Nýleg úttekt Norrænu ráðherra­ nefndarinnar leiddi í ljós að Reykjavík er að hækka verulega í samkeppnishæfni og lífsgæðum samanborið við helstu svæði á Norðurlöndum. Ljósleiðaravæðingin Það sem gerir Reykjavík að einstökum stað til snjall­ borgarvæðingar er að nú þegar höfum við ljósleiðara­ vætt allt höfuðborgarsvæðið sem hefur skilað okkur í fremstu röð snjallborga. Við búum við græna orku, tæknilæsi hér er mikið og fólkið okkar er vel menntað. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátttökulýðræðis og Reykja­ vík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjallborg. Fólk frekar en tæki Á ráðstefnunni í Hörpu í dag gefst okkur tækifæri til að fá innsýn í snjallborgina Reykjavík og á hvaða leið við erum – en um leið heyra um það sem er efst á baugi í lausnum og framtíðarsýn á þau verkefni sem allar nútímaborgir eru að kljást við í dag. Snjallborgin Reykjavík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.isFinndu okkur á facebook Flísabúðin 30 ÁRA 2018 Gæði og glæsilei ki endalaust úrval a f hágæða flísum Úr sveit í borg Í gær var birt á vef Ríkis- endurskoðunar úrdráttur úr uppgjöri vegna þátttöku Eyþórs Arnalds í leiðtoga- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Kemur þar meðal annars fram að Eyþór lagði milljón króna til úr eigin vasa og að afkoma framboðsins var neikvæð um 1.500 þúsund krónur. Þar kemur einnig fram að Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga, sem er einn eigenda Mjólkursam- sölunnar, styrktu framboðið um 200 þúsund krónur hvor aðili. Bæði fyrirtækin eru að sjálfsögðu þekkt fyrir að vilja hag borgarinnar og borgarbúa sem allra mestan. Frjór Kópavogur Kosningabaráttan í Kópa- vogi er farin á fullt líkt og í flestum öðrum sveitarfélögum. Kosningabaráttan þar gefur ástæðu til að kanna hvort það sé eitthvað í vatninu í þeim bæ sem geri það að verkum að fólk verður of einsleitt eða byrjar að hugsa á sama hátt. Svo hátt- ar nefnilega til að Sjálfstæðis- flokkurinn og sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa bæði valið að keyra á slagorðinu „Kópavogur til framtíðar“. Mögulega gætu dreggjar síðustu ríkisstjórnar þó spilað þar inn í. joli@frettabladid.is 3 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 7 -F 7 4 C 1 F A 7 -F 6 1 0 1 F A 7 -F 4 D 4 1 F A 7 -F 3 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.