Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 36
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar
kveðjur við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Kristínar Björnsdóttur
Tjarnarási 7a,
Stykkishólmi,
Eyþór Benediktsson Unnur Valdimarsdóttir
Ingibjörg H. Benediktsdóttir Gretar D. Pálsson
Bryndís Benediktsdóttir Birgir Jónsson
Björn Benediktsson Árþóra Steinarsdóttir
Lára Benediktsdóttir
Anne Bau
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar elskulegi
Sæbjörn Jónsson
(Sæbi)
lést mánudaginn 16. apríl á
Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Bestu þakkir til þeirra sem önnuðust hann
í hans erfiðu veikindum. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Hornbrekku fyrir góða umönnun.
Fjölskyldan
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
Óli Kristinn Jónsson
málari og múrari,
áður til heimilis í Garðabæ,
lést 8. apríl sl. á Hrafnistu Hafnarfirði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Jón Þór Ólason Ragna Soffía Jóhannsdóttir
Gústav Óli Jónsson
Edda Líf Jónsdóttir
Bjartur Þór Jónsson
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, fósturfaðir, afi, langafi
og langalangafi,
Guðjón Sveinbjörnsson
Leirubakka 30,
109 Reykjavík,
lést á Landspítalanum 28. apríl sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Logi A. Guðjónsson Jóhanna G. Jóhannesdóttir
Sveinbjörn Guðjónsson
Guðmundur Guðjónsson
Jón Ívar Guðjónsson
Björn S. Stefánsson Þorgerður Sigurjónsdóttir
Stella Stefánsdóttir Ásmundur Reykdal
Halldór Sigurðsson
Árný J. Guðmundsdóttir Jóhann T. Sigurðsson
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sjöfn Helgadóttir
er látin.
Jórunn L. Bragadóttir
Linda B. Bragadóttir
Sveinn H. Bragason
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Sigríður Einarsdóttir
píanókennari,
Brúnalandi 30, Reykjavík,
lést sunnudaginn 29. apríl. Útförin fer
fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
11. maí kl. 15. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hjartavernd.
Gunnar Sigurðsson
Kristín Ragna Gunnarsdóttir Gunnlaugur Torfi Stefánss.
Sigurður Bjarki Gunnarsson Þórunn Ósk Marinósdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir Martin Nagstrup
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Valdimarsson
Mánabraut 9, Þorlákshöfn,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 25. apríl.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju,
Þorlákshöfn, þriðjudaginn 8. maí kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Elsa Auðbjörg Unnarsdóttir
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Brynleifur H. Steingrímsson
Lækjasmára 7, Kópavogi,
sem lést á Landakotsspítala
þriðjudaginn 24. apríl, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 4. maí kl. 15.00.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Gunnlaugur A. Jónsson
Helga Brynleifsdóttir Jón G. Hauksson
Brynja Blanda Brynleifsdóttir Ingvaldur Thor Einarsson
Steingrímur Brynleifsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda
stafsetningu. Samtímis var rætt um að
fella út y og ý en ekki náðist samstaða
um það.
Ekki var einhugur um málið á Alþingi
og flutti Sverrir Hermannsson þrumu-
ræðu þar sem hann kom bókstafnum til
varnar. Sagði hann meðal annars; „Það
er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upp-
lýsingar um alla þætti þessa máls, því að
greinilega er með því vegið að íslensku
ritmáli og úr launsátri.“
Þá benti Sverrir á að nokkrir sem
hefðu komið að því að reyna að útrýma
bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z
þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun
á Íslendingum. Nú hyggja launsáturs-
menn, að kunni að vera lag, og því skal
róið. Könnuð skulu viðbrögð almenn-
ings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal,
hvort hann er ekki daufdumbur orðinn
fyrir öllu öðru en brauði og leikjum,
einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðan-
lega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei
verið og er ekki heldur þessum mönnum
neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig
áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir
framburði. Og þá er feitari gelti að flá en
z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun
með z heppnast vel, þá er að snúa sér að
stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst
að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar
ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endur-
skoðunarsinnum öllum miklu meira í
nöp við y en z.“
Ólafur Stephensen, fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins
og núverandi framkvæmdastjóri Félags
atvinnurekenda, er einn af þeim sem
nota z-una. „Mér finnst rétt að nota
hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt
áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las
mikið af bókum sem krakki sem voru
stafsettar upp á z. Sem unglingur
fór ég að velta fyrir mér reglunum
og myndaði mér þá skoðun að
þetta hefði verið misráðið hjá
Magnúsi Torfa Ólafssyni,
þáverandi menntamála-
ráðherra, sem lagði til
afnám z.
Reglurnar eru
e i n f a l d a r o g
rökréttar og í
m e n n t a s k ó l a
fór ég að
prófa mig
áfram en
íslenskukennarar mínir sögðu að ég
fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó
sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott
hjá mér. En þeir vildu ekki
að ég notaði z í rit-
gerðum og stílum.
Þegar ég var slopp-
inn úr mennta-
skóla fór ég að nota
bókstafinn í skrifum
mínum,“ segir Ólafur.
Hann segir að nokkrir
aðrir noti enn hinn bann-
aða bókstaf en þeir séu þó
ekki margir. „Menn þurfa að
vanda sig. Það fer í taugarnar
á mér þegar fólk skrifar z en fer
ekki rétt með bókstafinn.“
benediktboas@365.is
Verður að fara rétt með
hinn brottfellda bókstaf
Bókstafnum z var rutt út úr íslenska stafrófinu nánast með einu pennastriki á Alþingi
fyrir 45 árum. Þó eru enn nokkrir Íslendingar sem ávallt nota zetuna þegar þeir rita mál
sitt. Einn af þeim er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Mörgum þykir mjög vænt um zetuna og
geta ekki hugsað sér annað en að nota
hana. NordicPhotos/Getty
Sem unglingur fór ég að
velta fyrir mér regl-
unum og myndaði mér þá
skoðun að þetta hefði verið
misráðið hjá Magnúsi Torfa
Ólafssyni, þáverandi mennta-
málaráðherra,
Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda
Fimleikafólk
getur mótað z ef
tveir eru saman.
NordicPhotos/
Getty
996 Gregoríus 5. (Bruno von Kärnthen) kjörinn páfi. Hann
var 24 ára frændi Ottós keisara og fyrsti þýski páfinn.
1494 Kristófer Kólumbus kemur auga á Jamaíku.
1902 Oddfellowreglan hefur forgöngu um stofnun Hjúkr-
unarfélags Reykjavíkur. Það var lagt niður 1937.
1943 Frank M. Andrews, æðsti yfirmaður herafla Banda-
ríkjanna í Evrópu, ferst í flugslysi er flugvél hans flýgur inn í
Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Auk hans fórust þrettán aðrir.
1970 Álverið í Straumsvík formlega tekið í notkun, en
álframleiðsla hafði þó hafist þar árið áður.
1973 Íslenskri stafsetningu breytt með reglugerð frá
menntamálaráðuneytinu. Bókstafurinn z er lagður niður í
íslensku ritmáli.
1986 Ísland tekur þátt í Eurovision í fyrsta skiptið með laginu
„Gleðibankinn“ sem hljómsveitin ICY flutti. Sandra Kim vann
keppnina fyrir hönd Belgíu með laginu „J’aime la vie“.
1991 Síðasti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dallas er
sendur út.
1998 Fyrsti áfangi Grafarvogslaugar opnaður.
1999 Skýstrokkur gengur yfir miðborg Oklahómaborgar og
veldur 36 dauðsföllum.
2000 Fyrsti Geocaching-leikurinn fer fram.
Merkisatburðir
3 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R24 T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð I ð
TíMaMÓT
0
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
A
8
-2
8
A
C
1
F
A
8
-2
7
7
0
1
F
A
8
-2
6
3
4
1
F
A
8
-2
4
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K