Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 24
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Síðbuxur, ökklabuxur,
kvartbuxur og leggings
Stærðir 38-58
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 |
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 |
Diljá segist tengja helst við níunda áratuginn í fatavali. „Ég hef samt alltaf haft minn
eigin sérstæða stíl, ég fíla yfirleitt
það sem er litríkt og ákveðið,“ segir
hún. „Ég er til dæmis með bleikt hár
og finnst gaman að vera með blóm
í hárinu en svo er ég líka rokkari í
mér. Ég blanda öllu saman bara.“
Hún segist vera sparsöm þessa
dagana enda að safna fyrir upp
tökum á fyrstu breiðskífu sinni. „En
ef ég hef efni á að kaupa mér föt þá
kaupi ég fáar en flottar flíkur. Það
skiptir ekki máli hvort það er frægt
merki eða bara úr búð með notuð
föt, ef það er flott er það flott,“ segir
hún ákveðin. „Ég hef alveg ákveðna
hugmynd um hvernig mig langar að
vera og hvernig mér líður vel, þetta
tengist í raun bara því að vera sú
manneskja sem ég er, ekki reyna að
vera eitthvað annað.“
Diljá finnst mjög gaman að kíkja
í fatamarkaðinn hjá Hlemmi. „Það
leynist oft eitthvað flott þar. Svo fer
ég í Zöru, Júník og Urban Outfitt
ers og einstaka sinnum Sautján og
svo HM. En mér þykir yfirleitt bara
gaman að fara að versla ef ég er að
leita að einhverju ákveðnu. Það er
ekki alltaf auðfundið það sem mig
langar í en þegar ég finn það er ég
mjög ánægð.“
Þegar hún er spurð um uppá
haldsflík nefnir hún svartan
rúskinnsjakka með kögri frá einu af
sínum uppáhaldsmerkjum. „Hann
er frá Reykjavík Moss design,“ segir
hún. „Þegar ég fann hann var þetta
síðasti jakkinn í minni stærð og
hann var með 60 prósent afslætti.
Ótrúleg heppni.“
Þó uppáhaldsjakkinn sé svartur
er Diljá samt almennt frekar litrík
í klæðaburði. „Ég fíla bleikt,
appelsínugult, grænt, blátt, gult,
fjólublátt og bara flestalla liti held
ég.“ Hún viðurkennir að eiga sína
veikleika. „Ég fell of oft fyrir skóm
og jökkum og kaupi þó ég eigi alveg
nóg af því. Uppáhaldsskórnir mínir
eru hælaskór úr HM sem eru að
syngja sitt síðasta eftir þrjú ár. Ég
setti í þá litríkar reimar og veit ekki
alveg hvað ég geri þegar þeir gefa
sig,“ segir hún. „Ég get heldur aldrei
átt nóg af flottum bolum og mjög
oft með blómabönd í hárinu.
Diljá fór í sína fyrstu hljómleika
ferð til Bandaríkjanna í febrúar
og féll að sjálfsögðu fyrir tísku
heimamanna. „Ég fór meðal annars
til Tennessee sem er án efa eitt
skemmtilegasta ríki sem ég hef
komið til,“ segir hún. „Maður þar
sem hjálpaði mér að bóka tón
leika sagði að ég mætti ekki fara
fráTennessee án þess að kaupa
mér kúrekastígvél þannig að ég
gerði mér sérferð því það er ekki á
hverjum degi sem maður fær þann
ig tækifæri.“
Diljá er með mörg járn í eldinum.
„Ég er í miðju kafi að safna fyrir
upptökum á fyrstu plötunni minni
og fékk samþykkta hópfjármögnun
á franskri síðu sem heitir Ulule. Ég
verð einmitt með styrktartónleika
í kvöld á Dillon og svo er ég líka að
vinna í tónlistarmynbandi fyrir eitt
af nýju lögunum mínum.“
Samhliða því að safna fyrir
upptökum og semja lög stendur
hún fyrir söngvaskáldakvöldum á
Gamla Gauknum. „Ég var að vinna
þar sem barþjónn og datt í hug
að prófa svona kvöld í nóvember
síðastliðnum. Við byrjuðum einu
sinni í mánuði en þetta varð svo
vinsælt að ég fæ að halda svona
Diljá nýtur þess
að klæðast
litríkum fötum
í bland við
rokkarastílinn.
Hér má einnig
sjá uppáhalds-
skóna, hælaskó
úr HM sem eru á
síðasta snúningi
en fengu upp-
lyftingu með
marglitum
reimum.
Diljá hefur dálæti á kögri og blandar saman rokki og litríkum blómastíl með góðum árangri. Uppáhaldsskórnir fengu
langþráða upplyftingu með litríkum skóreimum. MYNDIR/STEFÁN
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
kvöld tvisvar í mánuði núna.“
Diljá er bjartsýn á framtíðina.
„Það þýðir ekkert að bíða eftir að
einhver annar komi manni áfram,“
segir hún. „Mér hefur tekist að
gera ansi margt síðastliðið ár og
langar bara að hvetja aðra til þess
að gera hið sama og gera eitthvað
smátt á hverjum degi til að láta
draumana rætast.“ Og hún hefur
skipulagt í þaula hvað hún gerir ef
fjármögnunin gengur upp. „Þá fer
ég beinustu leið í hljóðver að taka
upp og eftir það er förinni heitið
í tónleikaferð um Bandaríkin og
vonandi Evrópu líka,“ segir hún og
bætir við að um leið og fjárhagur
inn leyfi muni hún byrja að undir
búa fyrir alvöru. „Mér þykir mjög
vænt um hversu margir eru hrifnir
af tónlistinni minni og ég vona svo
innilega að þessi söfnun gangi upp
svo ég geti leyft sem flestum að
heyra það sem ég er að gera.“
Tónleikarnir á Dillon í kvöld hefj
ast klukkan níu og aðgangseyrir er
2.000 krónur. Nánari upplýsingar
um hópfjármögnunina má finna á
ulule.com/dilicusrecording.
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Kímónó
Kr. 7.990Str. S-XXL
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . M A Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
0
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
A
8
-2
8
A
C
1
F
A
8
-2
7
7
0
1
F
A
8
-2
6
3
4
1
F
A
8
-2
4
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K