Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 12
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Hvað er í matinn? Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir K o rt er í 4 349 kr.pk. Krónu spínat, 200 g 299 kr.pk. Rana Tortellini, 250 g 261 kr.stk. Rjómi, 1/4 lítri 149 kr.stk. Hakkaðir tómatar með hvítlauk ArmeníA Öllum stofnbrautum var lokað, lestarsamgöngur lágu niðri og heróp mótmælenda heyrðust um alla Jerevan, höfuðborg Armen- íu, í gær þegar mótmælendur héldu áfram háværum mótmælum sínum gegn ríkisstjórn Repúblikana. Með þessum hætti brugðust mótmælend- ur við kalli Níkols Pasjinjan, leiðtoga armensku stjórnarandstöðunnar og Yelk-bandalagsins, þriðja stærsta flokks armenskra stjórnmála. Mótmælin brutust út stuttu áður en Repúblikanar, sem eru í meiri- hluta á armenska þinginu, skipuðu Sersj Sargsjan í embætti forsætisráð- herra 17. apríl. Reyndu mótmælend- ur að koma í veg fyrir að þingfundur yrði settur en allt kom fyrir ekki. Sargsjan hafði verið forseti Arm- eníu frá 2008 og allt þar til 9. apríl síðastliðinn. Andstaða mótmæl- enda við hann nú byggist á meintri linkind hans gagnvart spillingu, vináttu við rússnesk stjórnvöld og lengd stjórnar tíðar hans. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðar- atkvæðagreiðslu að færa völdin frá forseta og í forsætisráðuneytið. Lof- aði Sargsjan á þeim tíma að reyna ekki að verða forsætisráðherra. Ljóst er að Rússar fylgjast náið með gangi mála. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta telur Armeníu mikil- vægan bandamann en ríkið liggur á milli Atlantshafsbandalagsaðildar- ríkisins Tyrklands og hins orkuríka Aserbaídsjans. Pasjinjan er leiðtogi mótmæl- enda. Þegar mótmælin náðu nýjum hápunkti, 21. apríl, og 50.000 mót- mæltu í höfuðborginni, kallaði Sargsjan hann á sinn fund. Degi síðar funduðu mennirnir í heilar þrjár mínútur áður en Sargsjan stormaði út og sakaði stjórnarandstæðinga um að kúga sig. Stuðningur við Pasjinjan jókst síðar um daginn þegar lögregla handtók Pasjinjan, tvo aðra þing- menn og hundruð almennra mót- mælenda. Sargsjan sagði svo af sér strax daginn eftir. Eftir afsögn Sargsjans hefur kröfum mótmælenda fjölgað. Þeir krefjast kosninga hið snarasta, vilja Repúblikana frá völdum og Pasjinjan í forsætisráðuneytið fram að kosn- ingum. Repúblikanar höfðu ekki fall- ist á hinar nýju kröfur mótmælenda þegar þessi frétt var skrifuð. Eins og áður segir kallaði Pasjinjan eftir mótmælum og þeirri borgara- legu óhlýðni sem átti sér stað í gær. Það gerði hann á þriðjudag eftir að hann náði ekki að tryggja sér meiri- hluta atkvæða á þinginu þegar geng- ið var til atkvæðagreiðslu um skipan hans í forsætisráðuneytið. Fór svo að 45 þingmenn af 105 greiddu atkvæði með skipan Pasj- injans. Hann hefði þurft á stuðningi þingmanna Repúblikana að halda en fékk ekki. Repúblikanar buðu hins vegar ekki fram forsætisráðherraefni sjálfir á þingfundinum. Nú hefur þingið fimm daga til að finna ný forsætisráðherraefni til að greiða atkvæði um. Takist ekki að skipa forsætisráðherra að fimm dögum liðnum þarf að rjúfa þing og boða til kosninga. Mótmælin í gær voru umfangs- mikil. Mótmælt var víðar en í Jerevan, til að mynda í Gjumrí og Vanadsor. Í viðtali við BBC í gær sagði Pasjinjan að baráttan snerist ekki um að gera hann að forsætis- ráðherra. „Við berjumst fyrir mann- réttindum, fyrir lýðræði, lögum og reglu. Þess vegna erum við ekki orðin þreytt og þess vegna munum við aldrei þreytast.“ Karen Karapetjan, Repúblikani sem hefur verið starfandi forsætis- ráðherra frá því Sargsjan sagði af sér, kallaði í gær eftir því að helstu stjórnmálaöfl kæmu að viðræðu- borðinu til þess að leysa krísuna sem ríkir í landinu. „Við sjáum það öll að það er þörf á öguðum, faglegum og snörum vinnubrögðum til að leysa þessa deilu, óháð því hversu erfitt það gæti reynst,“ sagði í yfirlýsingu frá Karapetjan í gær. Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forsætisráðherra, voru hörð. Hver er þessi Pasjinjan? Níkol Pasjinjan hefur verið gagn- rýninn á armensk stjórnvöld í 23 ár. Þessi 42 ára Armeni vakti mikla athygli þegar hann leiddi mótmæli eftir að Sargsjan náði fyrst kjöri til forseta árið 2008. Mótmælin urðu ofbeldisfull og kostuðu tíu lífið. Eftir þau fór Pasjinjan í felur í ár áður en hann gaf sig fram og var ákærður fyrir morð. Honum var hins vegar veitt friðhelgi árið 2011. Hann leiddi mótmæli á ný og var kominn inn á þing ári seinna. Málflutningur Pasjinjans í gegnum tíðina hefur verið skýr. Lýðræðið í Armeníu er gallað, stjórnmálin eru spillt. En hver er stuðningurinn við Pasjinjan? Sargsjan sagði, degi áður en hann hrökklaðist frá völdum, að Pasjinjan gæti ekki talað máli þjóðarinnar. Benti á að flokkur hans, Yelk-bandalagið, hefði níu þingsæti af 105. Erfitt er að fullyrða um slíkt, enda fann Fréttablaðið engar skoðanakannanir gerðar eftir að mótmælin hófust. Hins vegar kom fram í könnun sem Gallup gerði í mars að einungis fjórðungur Armena treysti ríkisstjórninni. Álíka margir treystu þó andstöðunni. Ljóst er hins vegar að tugir þúsunda, jafnvel hundruð þúsunda, hafa tekið þátt í mót- mælum Pasjinjans. Þá hefur stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Farsæl Armenía með 31 þingsæti, fylkt sér að baki Pasjinjans. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Mótmælin beindust upphaflega gegn Sersj Sargsjan, þá verðandi forsætisráðherra, en kröf- urnar eru nú orðnar fleiri. Mótmælendur lokuðu meðal annars öllum helstu stofnbrautum í höfuðborginni Jerevan í gær. Nordicphotos/AFp Níkol pasjinjan. Nordicphotos/AFp 3 . m A í 2 0 1 8 F I m m T U D A G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T A B L A ð I ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 8 -0 B 0 C 1 F A 8 -0 9 D 0 1 F A 8 -0 8 9 4 1 F A 8 -0 7 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.