Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 1
A 3% B 11% C 6% D 23% F 9% P 10% S 8% V 30% Aðrir <1% Fylgi flokkanna 0 7 3 15 56 5 22 Fjöldi þingmanna samkvæmt könnun PIP Íslenskar konur fá skaðabætur. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtæk- inu TÜV Rheinland, vegna PIP- brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja mál- inu á næsta dómstig. Þetta hefur Morgunblaðið eftir einni konunni sem stendur í málaferlunum, en þær halda nánum samskiptum í lokuðum hópi á Facebook. „Ég lít ekki á þetta eins og þessu sé lokið, þetta er bara hálfnað,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu  165 konur hér á landi hafa fengið bætur vegna brjóstapúða getið í fjölmiðlum. Að frádregnum málskostnaði fyrra málsins og áfrýj- unarkostnaði fá konurnar greiddar 2.000 evrur, sem er um 255 þúsund krónur á gengi gærdagsins. „Þetta er mjög lítil upphæð, en það er gott að byrja að fá einhverjar greiðslur svo þetta séu ekki sex ár sem maður er ekki að fá neitt upp í hendurnar.“ Um 20.000 konur standa að hóp- málsókninni með íslensku konunum og eru Íslendingarnir langminnsti þjóðarhópurinn í málaferlunum, að sögn lögmanns kvennanna, Sögu Ýr- ar Jónsdóttur. Áætlað er að niður- staða áfrýjunardómstólsins gæti tekið allt að tvö ár, en áfrýjunardóm- stóll sneri nýverið við samskonar máli gegn TÜV Rheinland. »24                                                  !       "  #        #  $   % &  ''                          !     "#              # "    "#       %   (    &  " & )     &  (    " %     #      #  &    $" %     &       %   Guðmundur Magnússon Höskuldur Daði Magnússon Vinstrihreyfingin – grænt framboð er orðin stærsti flokkur landsins sam- kvæmt skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. sept- ember. Flokkurinn nýtur fylgis 30% kjósenda og fengi samkvæmt því 22 þingmenn. Hann hefur nú 10 þing- menn. Umtalsverður munur er á fylgi VG eftir kynjum. Ætla 20% karla að kjósa flokkinn en 40% kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar veru- legu fylgi frá þingkosningunum í fyrra, samkvæmt könnuninni. Stuðn- ingur við hann mælist 23% og fengi hann 15 þingmenn í stað 21 sem hann hefur nú. Flokkur fólksins fengi 5 þingmenn kjörna, en hefur engan þingmann núna. Björt framtíð næði ekki manni á þing. Viðbrögð leiðtoga flokkanna ein- kennast af óvissu um stöðu mála. Vísa margir í „rót“, „flot“ og „hreyfingu“ á fylginu. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, kveðst hlakka til að fara á fund kjósenda en Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segir að könnunin gefi flokksmönnum byr undir báða vængi. 77% töldu rétt að rjúfa þing Könnunin leiddi ennfremur í ljós að 57% kjósenda telja að rétt hafi verið að slíta stjórnarsamstarfinu og er áberandi stuðningur við það meðal kvenna og yngra fólks. 77% töldu að rétt hefði verið að rjúfa þing og efna til kosninga fremur en að mynda nýja ríkisstjórn. Þá kom fram að 87% telja „mjög líklegt“ að þeir greiði atkvæði í þingkosningunum í október. VG stærsti flokkurinn  40% kvenna ætla að kjósa VG  Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegri lægð  Flokkur fólksins fengi 5 þingmenn kjörna  Björt framtíð næði ekki inn manni  Mikill stuðningur við stjórnarslit og kosningar MGífurleg fylgisaukning VG »6 L A U G A R D A G U R 2 3. S E P T E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  224. tölublað  105. árgangur  LJÓSMYNDUN ER SAMOFIN LÍFI HANS HÉR ER NOTALEGT EN ALLT ÖFUGT LÍFIÐ GOTT Á NÝJA-SJÁLANDI 12GUÐMUNDUR INGÓLFSSON 42  Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegn- um félögin Chesterfield og Par- tridge, sem eru í gjaldþrota- meðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Um 10% af fjárhæðinni eða um 2,7 milljarðar króna urðu eftir í félögunum tveimur, sam- kvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. »20 Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum Samið Deutsche og Kaupþing sömdu.  Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi. Einar Sveinn Ólafsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins á Bíldudal, hefur ver- ið ráðinn til írska móðurfélagsins Marigot, en verkefni hans verður að fylgja eftir þróunarverkefnum um vinnslu þangs í Stykkishólmi og Súðavík. »16 Stykkishólmur Aðstaða yrði í bænum. Vilja hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. „Það kemur ánægjulega á óvart að sjá þetta, en ég neita því ekki að við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og meðbyr á undanförnum dögum,“ segir Katrín. Morgunblaðið/Eggert Katrín glaðbeitt og finnur fyrir stuðningi og meðbyr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.