Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmi
Íslenska kalkþörungafélagið
hefur mikinn áhuga á að hefja
vinnslu á þangi í Breiðafirði með að-
stöðu í Stykkishólmi. Einar Sveinn
Ólafsson sem áður var fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins á Bíldu-
dal hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá
írska móðurfélaginu Marigot. Verk-
efni hans er að fylgja eftir þróun-
arverkefnum um vinnslu þangs í
Stykkishólmi og Súðavík.
Í fyrstu mun Einar fylgja eftir
verkefninu í Hólminum og mun því
flytja hingað búferlum á næstu mán-
uðum. Áhersla verður lögð á að
starfsemin geti hafist innan fimm
ára, en áður þarf að afla leyfa og
tryggja starfsemi í sátt við umhverf-
ið. Starfsemin mun skapa fjölmörg
ný störf sem styrkja atvinnulífið í
Hólminum.
Þeir eru auðþekkjanlegir og
sérmerktir bílarnir sem koma Skóg-
arströndina þessa dagana. Þeir eru
þaktir þykku lagi af aur svo vart
sjást bílnúmerin eða út um rúður.
Ökumenn eru ekki ánægðir með út-
lit bílanna og hjá flestum er fyrsta
þjónustan sem þeir þiggja í Hólm-
inum á þvottaplani Olís. Ástand veg-
arins er mjög slæmt, holur og drulla
og halda margir útlendingar sem
aka veginn að svona vegir séu aðeins
til í óbyggðum.
Sameining þriggja sveitarfé-
laga á Snæfellsnesi er nú til skoð-
unar. Hugmyndin er að sameina
Grundarfjörð, Helgafellssveit og
Stykkishólm í eitt sveitarfélag. Ef af
verður verður til nýtt sveitarfélag
með um 2.200 íbúum. Viðræðum hef-
ur verið stjórnað af ráðgjafasviði
KPMG. Ráðgjöfunum er ætlað að
koma fram með kosti og galla sam-
einingar svo að íbúar geti betur tek-
ið afstöðu til málsins. Flest bendir til
þess að til verði öflugra sveitarfélag
með styrkari stoðum sem hefði meiri
burði til að veita íbúum betri þjón-
ustu og stuðla að vexti þeirra. Stefnt
er á að kosið verði um sameiningu
sveitarfélaganna á þessu ári.
Amtsbókasafnið sem var
stofnað að frumkvæði Bjarna amt-
manns Thorsteinssonar í Stykk-
ishólmi 1847 eða fyrir 170 árum
verður innan tíðar og á merkum
tímamótum flutt í nýtt húsnæði sem
er sambyggt Grunnskólanum. Bygg-
ingin mun bæði þjóna sem almenn-
ingsbókasafn, ljósmyndasafn og
skólabókasafn og nýtast mjög vel í
skólastarfinu. Í þessum mánuði tók
við stöðu forstöðumanns bókasafns-
ins Nanna Guðmundsdóttir bóka-
safnsfræðingur og fær það áhuga-
verða verkefni að byggja safnið upp
í nýju húsnæði við bestu aðstæður
þar sem áhersla verður lögð á
menntun, menningu og upplýs-
ingatækni.
Byggðasafnið í Norska húsinu
gegnir mikilvægu hlutverki við
vörslu minja Snæfellinga. Á þessu
ári varð sú breyting að Stykk-
ishólmsbær tók við rekstri safnsins
með sérstökum samningi milli
Byggðasamlags Snæfellinga og
Stykkishólmsbæjar. Jafnframt er
lögð áhersla á skráningu safnmuna
frá öllum sveitarfélögunum á Snæ-
fellsnesi, hvar sem munirnir eru
geymdir. Starfsmenn byggðasafns-
ins sinna því að taka við safngripum
og meta varðveislugildi þeirra og
tryggja þannig að merkir munir fari
ekki forgörðum. Það fer ekki á milli
mála að söfnin þrjú í Stykkishólmi,
Byggðasafnið í Norska húsinu,
Vatnasafnið og Eldfjallasafnið
gegna mikilvægu hlutverki fyrir
ferðaþjónustuna á Snæfellsnesi og
því mikilvægt að þau séu rekin í sam-
starfi.
Háls- og bakdeild St. Franc-
iskusspítala sem Jósep Blöndal
læknir hefur í 25 ár byggt upp með
starfsfólki spítalans hefur sinnt sjúk-
lingum af öllu landinu. Langir biðlist-
ar hafa jafnan verið eftir meðferð hjá
lækni og sjúkraþjálfurum. Nú hefur
Jósep H. Blöndal látið af störfum fyr-
ir aldurs sakir. Bæjarbúar og allir
þeir mörgu sem notið hafa þjónustu
hans þakka honum einstakt starf og
fagna því jafnframt að stjórn Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands mun
tryggja áframhaldandi þjónustu
háls- og bakdeildarinnar sem var
opnuð að afloknu sumarleyfi í ágúst.
Bjarni Valtýsson svæfingalæknir
mun tímabundið sjá um þá hlið starf-
seminnar sem snýr að sprautu-
meðferð, jafnframt er unnið að var-
anlegri lausn þeirrar starfsemi.
Grásleppuvertíðinni í Hólm-
inum lauk 14. ágúst þegar bátar í inn-
anverðum Breiðafirði drógu upp.
Vertíðin var óvenjulöng að þessu
sinni, alls 46 samfelldir dagar sem
hver bátur mátti vera að, en und-
anfarin fjögur ár hafa dagarnir verið
32. Alls veiddust á landinu 4.500 tonn
og þar af var landað í Hólminum 920
tonnum. Það eru 20% heildaraflans
og næstu hafnir voru Bakkafjörður
og Drangsnes með um 290 tonn.
Ætla má að verðmæti grásleppunnar
sem landað var hér sé um 174 millj-
ónir króna.
Áhugi á þangverksmiðju
Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðun
Haustskip Það er komið haust og síðasta skemmtiferðarskipið var í höfn í
gær. Alls komu 15 skip í sumar, fleiri en áður hafa komið til Stykkishólms.
Ellefu hreindýr, tveir tarfar og níu
kýr af 1.275 dýra kvóta, voru óveidd
þegar hefðbundnu hreindýraveiði-
tímabili lauk 20. september. Þetta
kemur fram á upplýsingasíðu Um-
hverfisstofnunar um hreindýra-
veiðar.
Allur kvótinn veiddist á fimm
veiðisvæðum, það er svæðum 1, 2, 4,
5 og 6. Á svæði 3, Borgarfjarð-
arhreppi, Hjaltastaðaþinghá og
Eiðaþinghá, gengu af tvær kýr. Á
svæði 7 gengu af tvær kýr, á svæði 8
gengu af þrjár kýr og á svæði níu
gengu af tveir tarfar og tvær kýr.
Svæði 7, 8 og 9 eru syðstu svæðin.
Heimilt er að fella 40 kýr til við-
bótar fyrrnefndum kvóta í nóvember
á veiðisvæði 8. Búið er að úthluta
þeim veiðileyfum og er nokkur bið-
listi eftir veiðileyfum sem kunna að
losna. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hreindýr Hefðbundinni hreindýravertíð er lokið. Leyft verður að veiða 40
hreinkýr í nóvember á svæði 8, þ.e. í Hornafirði, Lóni og Nesjum.
Ellefu hreindýr
gengu af kvótanum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hjón sem búa við Nönnugötu í
Reykjavík skrifuðu nýlega bréf til
umhverfis- og skipulagsráðs og
kvörtuðu yfir hávaðamengun í mið-
borginni vegna flugumferðar.
Fulltrúar meirihlutans bókuðu
áhyggjur af áhrifum flugumferðar.
Hjónin sem um ræðir heita
Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar
Kjartansson. „Hávaðinn sem um-
ferð flugvéla orsakar í miðbæ
Reykjavíkur er orðinn slíkur að
hvunndagurinn verður á einhvern
óljósan hátt óttablandinn. Sér-
staklega á góðviðrisdögum, því þá
fer hávaðinn yfir öll velsæm-
ismörk,“ segja þau í upphafi bréfs-
ins.
Þau segja að hávaði sem mengun
hafi lítið verið í umræðunni hér á
landi, en talinn mikil umhverfisvá í
ýmsum löndum í kringum okkur.
Þau hjónin hafi búið við Nönnugötu
í rúmlega 45 ár. Á þessum árum
hafi hávaðinn og olíuþefurinn (í
vissri vindátt) angrað þau mismikið
en nú í sumar hafi keyrt um þver-
bak.
„Á sólríkum dögum má oft telja
smárellur og þyrlur sem taka á loft
á 4-5 mín. fresti og valda ólýs-
anlegum hávaða. Í brekkunni frá
Hallgrímskirkju niður í Hljóm-
skálagarð er hávaðinn sennilega
hvað mestur, en allur miðbærinn er
undirlagður,“ segir í bréfinu.
Flugvélahávaðinn byrji eldsnemma
á morgnana og nái fram yfir mið-
nætti svo erfitt sé að sofna. Umferð
þyrlna hefur aukist stórlega og út-
sýnisflug og/eða kennsluflug einnig.
Barnið hrökk upp af blundi
„Í fyrrasumar fundum við betur
en ella hve mikil áhrif þessi hávaði
hafði á hversdagslífið þegar við vor-
um að passa ungt barnabarn sem
hrökk aftur og aftur upp af eft-
irmiddagsblundi sínum þrátt fyrir
að gluggar væru lokaðir, “ segja
þau og hvetja borgina til taka á
þessu stóra máli.
Fulltrúi Bjartrar framtíðar,
Samfylkingarinnar; VG og Pírata
segja í bókun að full ástæða sé til
að hafa áhyggjur af þeim áhrifum
sem flugumferð hefur á borg-
arumhverfið.
Bréfinu var vísað til umsagnar
umhverfis- og skipulagssviðs, skrif-
stofu umhverfisgæða.
Morgunblaðið/ÞÖK
Flugvöllurinn Kvartað er yfir hávaða frá flugvélum, stórum og smáum.
Ólýsanlegur há-
vaði frá flugvélum
Hvetja borgina til að taka á málinu