Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 35
Elsku pabbi, heimurinn er ekki samur án þín, einhvern veg- inn fátækari en samt um leið svo fallegur af því að þú stoppaðir þar við um stund. Ég hugsa til þín á hverjum degi nú og alltaf. Bríet Arnardóttir. Það er dýrmætt að eiga góða að og það átti ég svo sannarlega í honum pabba mínum. Við vorum feðgin en líka nánir og góðir vinir og áttum skap saman. Sissa Búmm eins og hann kallaði mig er pabbastelpa. Pabbi var eins og Arnarfjörðurinn; fallegur, stór, friðsæll, kraftmikill og gjöfull. Í æsku fannst mér pabbi alltaf geta allt, gerði við allt, hann var besti leikarinn, söngvarinn og með hlýjasta og öruggasta faðminn. Já, ég var svo stolt af honum. Styrkur hans á erfiðum stundum var ótrúlegur, að þurfa að segja litlu stelpunum sínum að litli bróðir væri dáinn. Sterki hlýi faðmurinn opinn og gaf okkur skjól. Einlæg gleðin þegar Arna Margrét fæddist og óskin okkar rættist. Ótal skemmtileg ferðalög koma upp í hugann og þá helst inn að Dynjanda. Þar var pabbi kallaður „hreppstjórinn“. Við Bríet í aftursætinu með köttinn Loppu og jafnvel nokkra kett- linga, allir voru velkomnir með. Þannig var pabbi, allir alltaf vel- komnir. Hann kom fallega fram við alla og átti vini á öllum aldri. Sögurnar hans gleðja nú og verma hjartað. Ég er svo þakklát fyrir hvað við gátum hlegið mikið saman. Stundum þurfti bara eitt stikkorð úr góðri sögu. Pabbi var hrókur alls fagnaðar á mannamótum, sögumaður af Guðs náð. Hópurinn þéttist í kringum hann og hann naut þess að skemmta og gefa af sér. Hann var ekki hávær en hafði þetta að- dráttarafl sem ekki er hægt að útskýra, sterka og góða nærveru. Elskaði að hlæja og skemmta sér með góðum vinum. Pabbi trúði því að okkar hlutverki lyki ekki hér og óttaðist ekki að kveðja. En það er ótrúlega sárt að kveðja, mig vantar eitt pabbaknús, eina sögu, eina ferð út í dali. Leggjast þar flötum beinum og súpa úr sprænunni okkar á góða staðnum. Leggjast aftur í skafl uppi á miðjum Hálfdán og horfa á norðurljósin í algjöru myrkri og þögn, bara með pabba. Þegar heilsu pabba fór að hraka átti ég stundir með honum sem voru okkur báðum erfiðar, við vorum hrædd og áhyggjufull. En höfð- um hvort annað og hughreystum. Ég er líka þakklát fyrir þær stundir sem verða til þess að maður segir nákvæmlega það sem manni í brjósti býr, þorir að vera berskjaldaður. Besti afi í heimi sem var svo stoltur af stelpunum okkar, þær voru hon- um svo dýrmætar. Hann bar til- finningar sínar ekki á torg, en var svo hjartahlýr, traustur og tryggur, vinur vina sinna. Bar hag síns fólks fyrir brjósti. Ég er þakklát elsku mömmu sem alltaf stóð með pabba. Þakklát fyrir góða, trausta pabbann minn, vin- inn góða sem ég elskaði svo heitt og leit alltaf upp til. Já, ég er allt- af jafn stolt af honum og heppin að vera Sirrý hans Ödda. Nú er hann kominn til ástvin- anna í Sumarlandinu, þar er Bíldudalslogn og veiðilendur gjöfular. Fyrir hönd móður minnar þakka ég starfsfólki sjúkrahúss- ins á Patreksfirði auðsýnda virð- ingu og væntumþykju, því gleym- um við aldrei. Traustum og góðum vinum foreldra minna þakka ég fyrir vináttuna, hjálpsemina, heim- sóknirnar og stuðninginn sem var pabba svo ótrúlega dýr- mætur. Á Bíldudal leið honum best og þar sló hjartað í réttum takti. Sigríður Arnardóttir  Fleiri minningargreinar um Örn Gíslason bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 ✝ Sigrún Ein-arsdóttir fæddist 8. apríl 1935 í Langholti í Bæjarsveit. Hún lést á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands á Akranesi 16. september 2017. Foreldrar henn- ar voru búendur í Langholti 1930- 1945, hjónin Jóney Sigríður Jónsdóttir frá Kópareykjum í Reykholtsdal og Einar Sig- mundsson frá Gróf. Sigrún var yngst fjögurra barna þeirra. Eldri voru; Þórð- ur, 1931-2000, bóndi í Kletti í fimm börn og sex barnabörn. 4. Sigríður, f. 1960, á tvö börn. 5. Helga Björk, f. 1969, á tvö börn og eitt barnabarn. Sam- býlismaður hennar er Birgir Hlíðar Guðmundsson. Sigrún ólst upp við almenn bústörf hjá foreldrum sínum er fluttu að Kletti í Reykholtsdal 1945. Eftir barnaskóla vann hún að mestu heima en fór til náms í Húsmæðraskólanum að Varmalandi veturinn 1953- 1954. Sigrún og Bjarni hófu búskap 1955 í Gróf í Reyk- holtsdal en fluttu að Nesi 1957 og bjuggu þar sína búskapar- tíð. Sigrún tók þátt í félags- starfi Ungmennafélags Reyk- dæla og síðar um skeið í Kvenfélaginu. Útförin verður gerð frá Reykholtskirkju í dag, 23. sept- ember 2017, klukkan 11. Reykholtsdal, Sig- mundur, 1932- 1965, bóndi í Gróf, og Jón Eyjólfur, 1933-1995, prestur í Saurbæjar- prestakalli og pró- fastur í Borgar- fjarðarprófasts- dæmi. Sigrún giftist Bjarna Guðráðs- syni, Nesi í Reyk- holtsdal, árið 1956. Börn þeirra eru: 1. Sigurður, f. 1955, giftur Vöku Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. 2. Einar, f. 1958, á fjögur börn og tíu barnabörn. 3. Sigrún, f. 1959, (kjördóttir) á Fuglinn Hann situr á grein Hann lítur við Hefur nært ungana sína Byggt upp fallegt og traust hreiður Nú er hann tilbúinn að fara, öruggur Fljúga í frelsið. (HBj) Elsku mamma, Ég er umvafin kærleika og þakklæti sem aldrei fyrr, ég heyri andardrátt þinn, finn lyktina þína líkt og þegar ég var barn. Ég sit við eldhúsborðið í Nesi og þú á móti mér. Þú áttir þitt sæti. Við tökum spjallið. Við eldhúsborðið þitt og pabba hafa átt sér stað ófáar samræð- ur og rökræður og gleðilegar stundir með öllu því góða fólki sem til ykkar hefur komið í gegnum tíðina, bæði fjölskyldu og vinum. Þú naust þess að hafa fólk í kringum þig. Þú varst umhyggjusöm og gjaf- mild, mamma, þér var umhugað um að allir fengju nóg og allir hefðu það gott. Oftar en ekki svignaði eldhúsborðið af kræs- ingum og ein sort var ekki nóg, þær urðu að vera margar. Ég hef séð ömmu Jóneyju oft fyrir mér því í minningunni var hún alltaf að stússast í eldhúsinu, hvort sem það var að steikja kleinur eða baka jólakökur, þú hefur fengið þetta í uppeldinu þínu mamma. Ófáar stundirnar sastu líka í stólnum þínum og prjónaðir og spjallaðir við vin- konur og vini þína í síma. Þú áttir marga að og allt þetta spjall var svo dýrmætt og mik- ill styrkur fyrir þig. Þið pabbi áttuð líka margar góðar stund- irnar saman og voruð mjög tengd, sem er svo fallegt. Þið náðuð að þroskast saman í gegnum lífið, gegnum mörg misjafnlega auðveld verkefni en stærsta verkefnið ykkar saman studduð þið hvort annað í, að byggja upp þessa fallegu jörð ykkar sem þú nú horfir yfir. En mamma, síðustu mánuðir hafa verið mér einstaklega lær- dómsríkir, þökk sé þér. Sá tími hefur fært okkur nær hvort öðru, ég hef metið hvert augna- blik og fundið aukinn innri styrk. Sá styrkur er svo sann- arlega kominn frá þér, elsku mamma, því það var alveg ein- stakt að upplifa styrk þinn í allri þjáningunni. Nú tekur við hvíld, síðan danssporin og gleðispjallið með vinkonunum og fjölskyldunni sem tekur þér opnum örmum. Við sjáumst síðar, bið að heilsa öllum og ástarþakkir fyr- ir allt, við sjáum um pabba. Og ljósið mér skein, svo ei lengur var kalt, Og lækning við meini var fengin. Í hugarins leyni nú hljómaði allt, Þú hreyfðir hvern einasta strenginn. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Þín dóttir, Helga Björk. Mín fyrstu kynni af Sigrúnu tengdamóður minni voru snemma árs 1975 er ég heim- sótti Nes í fyrsta sinn, en þá vorum ég og frumburður henn- ar og Bjarna, hann Sigurður, farin að stinga saman nefjum. Ég var nítján ára Reykjavík- urmær og komin í umhverfi sem var mér ókunnugt, en sveitastörfum hafði ég lítið kynnst áður. Ekki veit ég hvernig fólkinu leist á ungu konuna en eftir þetta kom ég reglulega í Nes og kynntist líf- inu þar smátt og smátt. Fjöl- skyldan reyndist taka mér vel, ekki síst Rúna, og áttum við eftir að eiga margar samveru- stundir þar sem margt gagn- legt var rætt og kenndi hún borgardömunni ýmislegt sem til langframa varð henni til góðs í sveitinni og lífinu almennt. Er fram liðu stundir fluttist ég í Nes með Sigurði þegar fastráðið var að hann stofnaði félagsbú með foreldrum sínum. Fórum við inn í nýbyggt hús þar haustið 1980 með ungan son okkar en fengum að búa á heimili tengdaforeldra minna í um tvo mánuði á meðan við lögðum lokahönd á nýbygg- inguna. Það hefur eflaust verið aukaálag að hýsa þessa ungu fjölskyldu en Bjarni og Rúna tóku okkur af mikilli hlýju og eiga þau þakkir skildar fyrir það. Þau studdu okkur í einu og öllu eins og þeim var lagið. Það er skemmst frá því að segja að í sveitinni leið mér vel og lærði að meta lífið þar þó að búskap- urinn reyndist ekki verða minn aðalstarfi. Þetta var góður skóli. Allt frá því ég kynntist Rúnu hefur hún verið órjúfanlegur hluti af tilverunni. Hún var mér stoð frá því ég fyrst kom í Nes og miðlaði mér af reynslu sinni og þekkingu. Saman áttum við prjónaskap að áhugamáli og spurði hún mig alltaf að því hvað ég væri með á prjónunum þegar við heyrðumst. Hún lagði sig fram um að fylgjast með fólkinu sínu og hafði mikla ánægju af að sjá barnabörnin vaxa upp og dafna. Það var ómetanlegt að fá að ala börnin sín upp í sveitinni og alger for- réttindi að þau skyldu fá að njóta samvista við afa og ömmu sem alltaf voru tilbúin að sinna þeim ef þess þurfti. Að þessu búa börnin okkar Sigurðar og tala þau sjálf um það. Rúna var heilsteypt kona og trygg sem ekki mátti vamm sitt vita og þoldi ekki ósannindi eða óréttlæti. Hún er ein fórnfú- sasta manneskja sem ég hef kynnst og lét hag annarra alltaf sitja fyrir en vildi síður láta aðra hafa fyrir sér. Hún var minnug, dugleg til verka úti sem inni, átti gott með að um- gangast fólk og var einstaklega gestrisin. Hún skipti sér aldrei af búi okkar unga fólksins en gaf ráð ef þess var leitað. Milli okkar ríkti gagnkvæm virðing og vinátta þau 42 ár sem við áttum samleið. Fjölskyldunni féll þungt heilsuleysi Rúnu hin síðari ár en hún vildi lítið gera úr því og eyddi frekar öllu tali er það varðaði. Hún vildi miklu fremur bjóða til eldhúss að ræða málin, heyra nýjustu fréttir, fylgjast með framvindu í sveitinni, njóta samveru fjölskyldu og vina og umfram allt vera sem lengst heima í Nesi með Bjarna sínum og taka þátt í störfum þar. Að leiðarlokum minnist ég Rúnu af mikilli hlýju og þakk- læti og bið henni blessunar í ljósinu á öðru sviði tilverunnar. Vaka Kristjánsdóttir. Fallin er frá sómakonan Sig- rún Einarsdóttir, Rúna frænka eins og við kölluðum hana ávallt, en hún var föðursystir okkar. Rúna frænka var einstök fjölskyldukona, sem hugsaði vel um þau öll sem henni voru kær og langt út fyrir sína eigin kjarnafjölskyldu. Hún átti stór- an og hlýjan faðm og var rétt- sýn og sanngjörn. Foreldrum sínum reyndist hún stoð og stytta og var kærleiksrík systir sem hjálpaði ef hún framast gat. Öllum sem heimsóttu Rúnu var ljóst að hún unni heimili sínu, og fjölskyldu sinni bjó hún hlýlegt og fallegt heimili. Gott var að sækja þau hjónin heim og oft var setið lengi og spjall- að, því frænka vildi fylgjast með því sem við vorum að fást við hverju sinni. Spjallið var líf- legt því Rúna var hláturmildur húmoristi sem sá spaugilegu hlið flestra mála og hafði gam- an af þeim uppákomum sem líf- ið færði. Rúna var sérlega dug- leg, algjör dugnaðarforkur sem gekk í öll þau verk sem hún gat bæði innan dyra og utan. Oft var vinnudagurinn langur en aldrei kvartaði hún heldur gekk ákveðið og fumlaust til verka. Að eðlisfari var Rúna góð- hjörtuð, gæskurík og gefandi kona. Þann hæfileika að láta fólki líða vel í kringum sig hafði hún eflt og þroskað ríkulega. Það er gefandi og þroskandi að fá að umgangast manneskjur sem hafa jákvæða og bjarta lífssýn. Þegar Rúna frænka horfði yfir sína rúmu átta ára- tugi var hún glöð. Hún hafði notið samfylgdar með góðu og glöðu fólki og eignast stóra fjölskyldu. Rúna var því rík en við öll sem hana þekktum erum ríkari að hafa átt hana að ástvini og samferð- arkonu. „Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.“ Þetta er eitt falleg- asta loforð Jesú. Á fallegum haustdegi lauk Rúna sinni lífs- göngu hér í heimi og gekk á fund vinar síns og frelsara. Þar hefur hún átt góða heimkomu. Öllum sem elskuðu Rúnu send- um við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigrún- ar Einarsdóttur. Sigríður Munda, Guðjón Ólafur, Jóney og Einar Kristján Jónsbörn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson) Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðmundur Guðmundsson) Kærar þakkir fyrir allt sem þú hefur verið mér alla mína tíð. Guð geymi þig, engillinn minn, og ég geymi allar minn- ingarnar. Bless og knús. Þín frænka Guðrún Benediktsdóttir. Elsku Rúna. Það eru liðin nokkur árin, bæði með gleði- og sorgar- stundum, síðan ég 15 ára stel- putrippi hitti þig fyrst. Eftir erfið veikindi hefur þú nú feng- ið hvíldina. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt. Guðfinna (Gugga). Þegar ég var ráðinn til starfa sem forstöðumaður Snorrastofu og mætti í Reyk- holt vorið 1998 til að kynna mér þau vægast sagt áhuga- verðu verkefni sem biðu mín kynnti Bjarni Guðráðsson fyrir mér starfsemina og fór með mig í bíltúr í blíðunni um svæðið, m.a. að Hraunfossum, sem telja verður með fegurstu fossum veraldar. Um kvöldið var farið með mig á æfingu hjá Reykholtskórnum, sem Bjarni stjórnaði samhliða öllum öðr- um störfum og hlutverkum sem hann hafði með höndum. Um leið varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast Sigrúnu. Tvisvar þennan dag var komið við í Nesi þar sem Rúna beið með veitingar, fyrst kvöldmat og síðan kaffi og kökur á miðnætti eftir æfingu kórsins. Kallaði Sigrún þetta seinna kaffi og fékk ég þá tilfinningu að um væri að ræða þá föstu venju að reikna með gestum á miðnætti hvern einasta dag, sem ég hef reyndar ekki fengið staðfest. Fyrir í eldhúsinu þetta kvöldið var Þorsteinn Pétursson á Hömrum, kennari á Klepp- járnsreykjum og aðstoðarmað- ur Bjarna við ýmis viðvik í tengslum við byggingu Reyk- holtskirkju-Snorrastofu, en Bjarni var formaður bygging- arnefndar þessara miklu fram- kvæmda. Sigrún í Nesi var þannig ávallt tilbúin með kaffið og meðlætið þegar Bjarni kom með gesti eins og okkur sam- starfsmenn sína. Þegar manni voru ljós öll hlutverk Bjarna, sem bættust ofan á umfangs- mikil bústörfin, varð manni einnig ljóst að án aðkomu og ótakmarkaðs stuðnings Sigrún- ar hefði þessi athafnasemi aldrei orðið öll að veruleika. Við eigum því Sigrúnu mikið að þakka. Einnig ber að minn- ast framlags Sigrúnar við ýmis verkefni í Snorrastofu, auk þess sem hún var dugleg við að sækja viðburði stofnunarinnar, sem hún hélt áfram að gera hin síðari ár þrátt fyrir mikil veik- indi. Ég þakka því kærlega fyrir hin góðu kynni og þá miklu gestrisni sem ég fékk ávallt að upplifa. Þá vil ég fyrir hönd Snorra- stofu þakka alla þá vinnu sem hún lagði af mörkum fyrir stofnunina, sem að stórum hluta var óeigingjörn sjálf- boðavinna. Kæru Bjarni og fjölskylda, við Sissý vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Bergur. Sigrún Einarsdóttir HIINSTA KVEÐJA Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson) Þinn langömmustrákur, Tómas Breki Bjarnason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR FANNBERG, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 7. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Gunnhildur Fannberg Ron Tucker Jón Á. Fannberg Anke Thormann Þuríður Rúrí Fannberg Jóhann Ármann Fannberg Huldís S. Haraldsdóttir Gísli Fannberg Kristín Sigríður Reynisdóttir Ólafur Fannberg Kristín Fríða Garðarsdóttir Rannveig Fannberg Andrjes Guðmundsson Arndís Fannberg Hannes Birgir Hannesson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.