Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 Við fjölskyldan erum í Barcelona í afmælisferð,“ segir Lilja Guð-mundína Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur sem á 50 ára af-mæli í dag. Nú stendur yfir mikil matar- og menningarhátíð þar í borg þar sem Reykjavík er í sérstöku gestahlutverki en hátíðin ber nafnið La Merce. Lilja skoðaði sig um á hátíðinni. „Það er heil- mikil dagskrá hérna og mikið um að vera. Það var til dæmis búið til heilmikið sjónarspil þar sem norðurljósin, íslensku eldfjöllin og foss- arnir voru sýnd og tónlist eftir Sigtrygg Baldursson úr Sykur- molunum spiluð undir.“ Lilja segist ekkert hafa orðið vör við nein mótmæli út þjóðar- atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Katalóníu. „Hér er allt með kyrrum kjörum, við sjáum fána Katalóníu á lofti en engin mótmæli.“ Með Lilju í för í Barcelona eru eiginmaður hennar, Hilmar Eiríks- son, starfsmaður hjá Merkingu, og börn þeirra Guðrún Lilja og Gunn- ar Þór og Hlynur, kærasti Guðrúna, en stjúpbörn Lilju eru ekki með í för að þessu sinni. „Þetta er í fjórða eða fimmta sinn sem ég kem til Barcelona og í næsta mánuði förum við í aðra afmælisferð til Búdapest, það dugar ekkert minna en tvær afmælisferðir,“ en Lilja hefur mikið gaman af útivist og ferðalögum. Svo spilar hún einnig golf. „Við skildum golf- kylfurnar eftir núna, en við fórum í golfferð á Englandi í vor.“ Lilja vinnur á heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði, en hún er sjálf Hafnfirðingur, býr þar og ólst þar upp. Afmælisbarnið Lilja í golfferð á Alicante í fyrrahaust. Skoðar sig um á hátíð í Barcelona Lilja G. Gunnarsdóttir er fimmtug í dag S tefán Ólafur Jónsson fæddist í Sandfellshaga í Öxarfirði 23.9. 1922 og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Alþýðuskól- ann á Laugum 1940-41, lauk kenn- araprófi frá KÍ 1947, stundaði nám í starfsvali og starfs- og námsvals- ráðgjöf við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1963-64 og sótti mörg þjálfunarnámskeið fyrir náms- og starfsvalsráðgjafa í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Stefán var kennari við Laugarnes- skóla 1947-63 og í hálfu starfi þar 1964-65, stundakennari við KHÍ 1966-76, námsstjóri í þjóðfélags- fræði og starfsfræðslu 1964-68, fulltrúi á fræðslumálaskrifstofu 1968-71, fulltrúi í menntamálaráðu- neytinu 1971-74 og deildarstjóri verk- og tæknimenntunardeildar ráðuneytisins 1974-92. Hann hafði umsjón með endurmenntun grunn- skólakennara 1964-71. Stefán fór til Noregs á vegum UMFÍ sumarið 1952 og kynnti sér þar starfsíþróttir og æskulýðsstarf. Hann var leiðbeinandi UMFÍ í starfsíþróttum 1952-64, sat í stjórn Ungmennafélags Reykjavíkur 1948- 51, í stjórn UMFÍ 1949-61 og ÍBR, í stjórn Sambands bindindisfélaga í skólum 1946-47, í samvinnunefnd bindindismanna um árabil frá 1946, var formaður Kennarafélags Laugarnesskóla um árabil, sat í Umferðarráði frá stofnun og til 1978, hefur setið í tugum stjórnskip- aðra nefnda um menntamál, dagvist- un og æskulýðsmál og norrænum samstarfsnefndum, var formaður Norðurkollunefndar í 20 ár, samstarfsverkefni milli Íslands og Nordkalotten, en hingað komu ár- legu um 15 manns frá Nordkalotten og frá Íslandi fóru jafn margir til sænskunáms í Norður-Svíþjóð. Stefán samdi, ásamt Kristni Björnssyni, Kennslubók í starfs- fræðslu 1966. Hann samdi ritið Nám að loknum grunnskóla 1977 og sá um útgáfu á tuttugu og fimm smáritum um starfsíþróttir, samdi sum þeirra, þýddi önnur og fékk sérfræðinga til að taka saman önnur. Eftir starfslok fór Stefán að læra trérennismíði og var einn af stofn- endum Félags trérennismiða 1994. Hann starfaði einnig innan Heimilis- iðnaðarfélags Íslands og sat í stjórn þess, starfaði mörg ár í Félagi eldri borgara í Reykjavík, sat í stjórn þess og nefndum og var formaður byggingarnefndar félagsins sem Stefán Ólafur Jónsson, fyrrverandi deildarstjóri – 95 ára Útskrift Stefán Ólafur og Elín með Jóni Þrándi og Þorbirni Tjörva eftir útskrift þeirra í Bandaríkjunum árið 1992. Sinnti fyrst æskunni og síðar eldri borgurum Hjónin Stefán og Elín við Kvíarnar hans Snorra í Húsafelli. Eskifjörður Baltasar Björgvin fæddist 19. ágúst 2016 kl. 19.27 á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hann vó 4.240 g og var 54 cm. Foreldrar hans eru Sveindís Björg Björgvinsdóttir og Friðþjófur Tómasson. Nýr borgari Inga Valdís Þorsteinsdóttir og Laufey Lilja Her- mannsdóttir héldu tombólu á Akureyri og söfnuðu 1.734 krónum til styrktar Rauða krossinum á Íslandi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ullarnærföt í útivistina Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30ÁRA 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Blómsturvellir, Hellissandi • Kaupfélag V-Húnvetninga • Eyjavík, Vestmannaeyjum Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.