Morgunblaðið - 23.09.2017, Page 43

Morgunblaðið - 23.09.2017, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 „Hann er ekki bara gamall vinur og skólafélagi, heldur var hann líka á vissan hátt einn af kennurum mín- um því hann er nokkrum árum eldri en ég og var þroskaðri og lengra kominn þegar ég kom til Þýska- lands. Þá var hann alltaf mjög gagn- rýninn.“ Kom Guðmundi á óvart hvaða verk Rautert valdi á sýninguna? „Nei, nei, enda verður maður að beygja sig undir vilja þess sem feng- inn er til að setja saman sýningu sem þessa. Utanaðkomandi maður eins og hann kemur með fersk augu að myndunum og nær mögulega að draga fram eitthvað sem hefði farið fram hjá mér sjálfum.“ Ekki hægt í öðrum miðli Þegar Timm Rautert er beðinn um að lýsa Guðmundi sem ljós- myndara þá er svarið að hann sé hljóðlátur og yfirvegaður að baki myndavélinni. „Það sést svo vel í myndum hans, þar er aldrei nein taugaveiklun. Sumir ljósmyndarar eru svo óöruggir og allir á iði en Guðmundur er demut, eins og við segjum á þýsku. Auðmjúkur. Frammi fyrir veruleikanum er hann alltaf auðmjúkur og hann trúir því sem hann sér.“ Á sýningunni birtist Rautert sjálf- ur á myndum síðan snemma á átt- unda áratugnum og þegar spurt er hvort vinátta þeirra allan þennan tíma hafi gert honum auðveldara en ella við að velja verkin á sýninguna, segir hann það frekar hafa gert sér erfiðara fyrir, það þurfi ekki að vera gott að vita of mikið um sögu hinna einstöku verkefna ljósmyndarans. „Á móti kemur að það er afskaplega gaman og gott að vinna með Guð- mundi. Hann hefur ekki hátt en veit fullkomlega hvað hann er að gera. Þannig hefur hann alltaf verið, hljóðlátur, enginn egóisti – og af- skaplega góður vinur.“ Rautert kveðst ekki hafa komið með neinar fyrirfram gefnar hug- myndir að því verkefni að setja sam- an yfirlitssýninguna. „Ég þekkti hluta verkanna en alls ekki allt, til dæmis þekkti ég ekki vel þessa stór- merkilegu skráningu hans á gömlum húsum í Reykjavík. Mér finnst merkilegt hvað hann er alltaf nálægt eðli ljósmyndunar, sjáðu til,“ segir hann og bendir á raðir ljósmynda í salnum. „Þessi verk hér er ekki hægt að gera í neinum öðrum miðli. Guðmundur hugsar samtímis í og um ljósmyndun. Hann veit svo gríðarlega margt um þennan miðil – og um listirnar yfirhöfuð; ég held að ljósmyndun sé algjörlega samofin lífi hans.“ Ást á fólki og ljósmyndun í senn „Ljósmyndin er einstakur miðill til að sýna okkur söguna,“ segir Rautert síðan þar sem hann gengur um salinn og dáist að heimildarþætt- inum í mörgum ljósmyndanna. „Þessar myndir sýna með ein- stökum hætti þær breytingar sem verða með tímanum.“ Þorra verkanna hefur Guð- mundur tekið á stórar blaðfilmu- myndavélar, sem krefjast hægra og yfirvegaðra vinnubragða, með film- um í stærðunum 4x5, 5x7 og 8x10 tommum. Hann beitir einnig minni myndavélum eins og verkefnin krefjast og sjá má í fjölbreytilegum myndröðunum. „Það er flæðandi saga sem birtist hér á sýningunni enda hugsar Guð- mundur um allar hliðar lífsins, og þar á meðal um ljósmyndamiðilinn sjálfan,“ segir Rautert. „Myndirnar af fjölskyldunni eru afar mikilvægar í heildarmyndinni því hann er svo nátengdur fólkinu sínu – ég held að allir skynji hér ást Guðmundar á fólki og ljósmyndun í senn.“ Rautert bætir hugsi við að sýn- ingin hljóti að vekja áhuga íslenska ljósmyndasamfélagsins og sé um leið vitaskuld forvitnileg fyrir er- lenda gesti. „Sýningin er frekar lítil en mér finnst hún hreinlega full- komin eins og hún er!“ Hann segir að í verkunum megi vissulega sjá allskyns tengingar við evrópska og alþjóðlega ljósmyndun. „Og ekki síst við Þýskaland – enda nam Guðmundur eins og ég hjá æðsta páfa þýskrar ljósmyndunar, Otto Steinert.“ Sér Rautert „þýska skólann“ í verkum Guðmundar? „Að vissu leyti,“ svarar hann. „Til að mynda í nákvæmninni og því hvernig Guðmundur hugsar og nálg- ast sögu miðilsins. Hann nam í deiglu sem býr með honum allar götur síðan. Við vorum heppnir að fá þann bakgrunn.“ Mjög nostalgískir Þegar við Guðmundur göngum um sýninguna og ég hef á orði að þar sé úrval úr allmörgum seríum, þá segist hann yfirleitt reyna að klára hverja myndröð á sem styst- um tíma. „Þarna er til dæmis sería af ung- lingum sem ég tók á afmæli Reykja- víkur sumarið 1986. Ég byrjaði í fyrra að leita að fólkinu og endur- taka myndirnar, 30 árum seinna, en það hefur reynst erfitt að koma fólk- inu aftur saman og því sýni ég bara gömlu myndirnar.“ Um þekkta röð litmynda af sjopp- um sem Guðmundur tók á stóra blaðfilmu árið 1999 segir hann merkilegt hvað geti orðið sér að hvatningu til að mynda. „Á þeim tíma átti ég þrjá eða fjóra pakka af stórum blöðum af japanskri filmu sem hét Velvia. Ég þurfti að klára þau áður en þau urðu of gömul og ég fann mér eitthvað nógu litríkt að mynda, og spandera blöðunum á.“ En svo hefur tíminn liðið og myndirnar orðið að einstökum og áhrifaríkum heimildum. „Já, þetta er allt horfið núna,“ segir hann og bætir við að nálgun sín í að mynda til að mynda bygg- ingar í borginni byggist á sterkri hefð frá útlöndum. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á arkitektúr og borgarskipulagi, alveg síðan ég var unglingur – kannski er ég að finna mér eitthvað að hneykslast á,“ segir hann og glottir. Það átti þó ekki við um allar bygg- ingarnar í Kvosinni, sem hann myndaði upphaflega fyrir Torfu- samtökin en aldarfjórðungi síðar aftur og þá í lit. „Og ég verð nú að segja að þá var nú heldur orðin framför, að mörgu leyti.“ Landslagsmyndraðirnar segir Guðmundur að séu eiginlega „berja- tínsla“ og ná þær yfir langan tíma, frá því um 1970. „Þetta eru engir þekktir staðir, það er nóg ljós- myndað af þeim.“ En hvað kallar hann að landslagi? „Hreinn formalismi. Ég horfi mik- ið inn í landið. Vinn með formin. Hér eru til dæmis mosaflákar á hrauni innan úr Laka en það er ekk- ert sem segir að myndin sé tekin þar … Annars erum við ljósmyndarar upp til hópa mjög nostalgískir. Ætli myndirnar hjálpi okkur ekki til að muna heiminn betur.“ samofin lífi hans Morgunblaðið/Einar Falur Myndlistarsýningin Verulegar verð- ur opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði kl. 15 í dag og stendur til 17. desember Samkvæmt tilkynn- ingu frá safninu er sjónum á sýning- unni beint að listferli Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem spannar nær fjóra áratugi. Báðar listakonurnar hafa sterk tengsl við Árnessýslu, en Brynhildur er fædd og uppalin á Hrafnkels- stöðum í Hrunamannahreppi en býr nú í Reykjavík, og Guðrún er fædd og uppalin í Reykjavík en á ættir að rekja til Hrunamannahrepps og býr núna í Hveragerði. Leiðir listakvennanna lágu saman í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974, og voru þær öflugar á vett- vangi myndlistar í kjölfar umbrota- tíma á áttunda áratugnum. Báðar hafa þær einnig dvalið við nám og störf í Evrópu og Bandaríkjunum til lengri og skemmri tíma. Veitt er inn- sýn í þróunina í verkum lista- kvennanna og sýnt hvernig list þeirra hefur einkennst af heil- steyptum myndheimi allt frá byrjun. Brynhildur mótar kynjaverur, fjöll og landslag m.a. úr steinsteypu og gleri, en Guðrún málar veruleika kynslóða og orku í tíma og rúmi með olíulitum á striga. Listavinkonur Brynhildur og Guðrún opna sýningu í Listasafni Árnesinga. Heilsteyptur myndheimur Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Sun 24/9 kl. 20:00 13. sýn Sun 22/10 kl. 20:00 22. sýn Fim 23/11 kl. 20:00 30. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 14. sýn Sun 29/10 kl. 20:00 23. sýn Fös 24/11 kl. 20:00 31. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 15. sýn Lau 4/11 kl. 20:00 24. sýn Mið 29/11 kl. 20:00 32. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 16. sýn Fös 10/11 kl. 20:00 25. sýn Fös 1/12 kl. 20:00 33. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 17. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 26. sýn Sun 3/12 kl. 20:00 34. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 18. sýn Þri 14/11 kl. 20:00 aukas. Mið 6/12 kl. 20:00 35. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 aukas. Fim 16/11 kl. 20:00 aukas. Lau 9/12 kl. 20:00 36. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 19. sýn Lau 18/11 kl. 20:00 27. sýn Sun 10/12 kl. 20:00 37. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 20. sýn Sun 19/11 kl. 20:00 28. sýn Lau 21/10 kl. 20:00 21. sýn Mið 22/11 kl. 20:00 29. sýn Sýningin sem sló í gegn síðasta vor snýr aftur. 1984 (Nýja svið) Lau 23/9 kl. 20:00 4. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 7. sýn Mið 4/10 kl. 20:00 10. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 5. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 8. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 11. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 6. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 12. sýn Stóri bróðir fylgist með þér Úti að aka (Stóra svið) Lau 23/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 28/10 kl. 20:00 5. sýn Sprenghlægilegur farsi! Kartöfluæturnar (Litla svið) Fim 28/9 kl. 20:00 3. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 6. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 8. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 4. sýn Þri 10/10 kl. 20:00 aukas. Fös 20/10 kl. 20:00 9. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 5. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 7. sýn Sun 22/10 kl. 20:00 10. sýn Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Brot úr hjónabandi (Litli salur) Fös 10/11 kl. 20:00 1. sýn Lau 18/11 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/11 kl. 20:00 9. sýn Lau 11/11 kl. 20:00 2. sýn Sun 19/11 kl. 20:00 6. sýn Mið 29/11 kl. 20:00 10. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 3. sýn Mið 22/11 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/11 kl. 20:00 11. sýn Mið 15/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 23/11 kl. 20:00 8. sýn Fös 1/12 kl. 20:00 12. sýn Draumur um eilífa ást. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. sýn Sun 5/11 kl. 13:00 49. sýn Sun 12/11 kl. 13:00 50. sýn Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 24/9 kl. 13:00 Sun 15/10 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00 Sun 8/10 kl. 13:00 Sun 22/10 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Sun 24/9 kl. 19:30 9.sýning Sun 1/10 kl. 20:00 Lokasýning ATHUGIÐ SNARPUR SÝNINGARTÍMI. SÝNINGUM LÝKUR Í OKTOBER. Tímaþjófurinn (Kassinn) Sun 24/9 kl. 19:30 Sun 8/10 kl. 19:30 Sun 22/10 kl. 19:30 Lokasýning Fös 29/9 kl. 19:30 Sun 15/10 kl. 19:30 Sun 1/10 kl. 19:30 Fim 19/10 kl. 19:30 Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Eniga Meninga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýning Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Lau 23/9 kl. 19:30 2.sýning Fim 28/9 kl. 19:30 3.sýning Lau 30/9 kl. 19:30 4.sýning Faðirinn (Kassinn) Lau 7/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 20/10 kl. 19:30 4.sýning Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýning Fim 12/10 kl. 19:30 2.sýning Lau 21/10 kl. 19:30 5.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýning Fös 13/10 kl. 19:30 3.sýning Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýning Smán (Kúlan) Lau 23/9 kl. 19:30 5.sýning Lau 30/9 kl. 19:30 6.sýning Fim 28/9 kl. 19:30 Aukasýning Fös 6/10 kl. 20:00 7.sýning Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 4/10 kl. 20:00 Mið 18/10 kl. 20:00 Mið 11/10 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Hafið (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 19:30 Frumsýning Fös 29/12 kl. 19:30 2.sýning Fim 4/1 kl. 0:30 3.sýning Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 14/10 kl. 13:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Lau 14/10 kl. 15:00 Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 21/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 15:00 Brúðusýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.