Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
FÖGNUM
SAMAN
100 ÁRA
FULLVELDI
Boðið verður upp
á leiðsögn um
sýningu á verk-
um Jóhannesar
S. Kjarvals á
Kjarvalsstöðum
á morgun kl. 14.
Um leiðsögnina
sjá Ólöf K. Sig-
urðardóttir,
safnstjóri Lista-
safns Reykjavík-
ur og sýningarstjóri sýningarinnar,
og Edda Halldórsdóttur, verkefna-
stjóri skráningar hjá safninu. Á
sýningunni eru mörg lykilverk frá
ferli listamannsins en sjónum verð-
ur einkum beint að verkum sem
listaverkasafnarar hafa fært safn-
inu að gjöf.
Leiðsögn um
Kjarval – lykilverk
Ólöf K.
Sigurðardóttir
Rappararnir JóiPé og Króli hafa
bæst í hóp þeirra sem hita munu
upp fyrir bandaríska rapparann
Future á tónleikum hans í Laug-
ardalshöll 8. október nk. en hinir
eru Aron Can og Emmsjé Gauti.
JóiPé og Króli eiga eitt vinsælasta
lag landsins um þessar mundir,
„B.O.B.A.“, af plötu þeirra Gervi-
glingur.
JóiPé og Króli hita
upp fyrir Future
Vinsælir Rappararnir JóiPé og Króli.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Fyrstu tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins á nýju starfsári verða í
Norðurljósum Hörpu á morgun kl.
17. Á efnisskránni eru aðeins verk
eftir Robert Schumann, þ.e. fiðlu-
sónata nr. 1 í a-moll op. 105, píanó-
tríó nr. 1 í d-moll op. 63 og píanó-
kvartett í Es-dúr op. 47. Á tónleik-
unum fær Ari Þór Vilhjálmsson
fiðluleikari til liðs við sig Sigurð
Bjarka Gunnarsson sellóleikara,
finnska píanistann Roope Gröndahl
og Sigurbjörn Bernharðsson fiðlu-
leikara.
„Sigurbjörn er fyrrverandi fiðlu-
kennarinn minn, en ég lærði hjá
honum úti í Bandaríkjunum 2004-5,“
segir Ari Þór og bendir á að Sig-
urbjörn hafi um langt árabil leikið
með hinum heimsþekkta Pacifica-
strengjakvartett. „Hann er nýhætt-
ur með kvartettnum og tók nýverið
við prófessorsstöðu hjá Oberlin
Conservatory. Þess vegna var hann
laus til að koma hingað í fimm
daga.“
Aðspurður segir Ari Þór þá
Sigurbjörn aldrei hafa komið fram á
tónleikum saman áður, en gaman sé
að fara frá því að vera nemandi og
kennari yfir í að vera starfsfélagar.
„Okkur langaði til að spila eitthvað
saman, en vildum ekki spila kvartett
með tveimur fiðlum sem er sama
skipan og hjá Pacifica-strengja-
kvartettinum. Hann langaði að
prófa eitthvað nýtt og mun því spila
á víólu í píanókvartettnum ásamt
því að leika fiðlupartinn í píanó-
tríóinu, en ég leik fiðlusónötuna,“
segir Ari Þór og bendir á að sónatan
sé síðasta kammerverkið sem Schu-
mann samdi, þá ríflega fertugur.
Sem kunnugt er sótti sinnisveiki
að tónskáldinu eftir fertugt og síð-
ustu tvö árin dvaldi hann á geð-
veikrahæli að eigin ósk. „Í þessari
sónötu heyrir maður glögglega að
hann hoppar snögglega milli ólíkra
stemninga, hvort sem veikindunum
er um að kenna eða ekki,“ segir Ari
Þór og viðurkennir að sér hafi lengi
vel ekki þótt sónatan skemmtileg.
„Sem helgast sennilega af því að ég
hafði ekki heyrt góðan flutning á
henni. En þegar ég fór að sökkva
mér ofan í verkið sá ég það með al-
veg nýjum augum, því það er gott.“
Mikilvægt að koma heim
Ari Þór hefur búið í Helsinki síð-
ustu þrjú ár þar sem hann starfar
sem leiðari 2. fiðlu hjá Fílharmóníu-
sveitinni í Helsinki í Finnlandi.
„Mér líður mjög vel í Helsinki, enda
í draumastarfi. Mér finnst hins veg-
ar mikilvægt að koma reglulega
heim og halda hér tónleika,“ segir
Ari Þór, sem kemur reglulega heim
til að kenna. „Ég kenndi mjög mikið
áður en ég fór út og hef haldið sam-
bandi við sjö nemendur, sem eru hjá
öðrum kennurum í dag, en koma til
mín í einkatíma.“ Aðspurður segir
hann ganga hægt að læra finnsk-
una, en það komi þó. „Við erum
bara sjö útlendingar í 100 manna
hljómsveit og því er vinnumálið nær
undantekningarlaust finnska. Auk
þess búa Finnar yfir mörgum góð-
um stjórnendum, þannig að um 50%
stjórnenda eru heimamenn.“
Sér verkið með nýjum augum
Verk eftir Robert Schumann hljóma á fyrstu tónleikum Kammermúsík-
klúbbsins þetta starfsárið Leikið í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 17
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kvartett Ari Þór Vilhjálmsson, Roope Gröndahl, Sigurbjörn Bernharðsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson.