Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
Verkefnum á dagskrá afmælisársins er ætlað að
hafa skírskotun til sjálfstæðis og fullveldis Íslands eða
byggja á fullveldishugtakinu í fortíð, nútíð eða framtíð.
Kallað er eftir fjölbreyttum og vönduðum verkefnum
þar sem meðal annars er lögð áhersla á samstarfsverkefni
og verkefni með nýstárlega nálgun á viðfangsefnið.
Styrkir til valinna verkefna geta numið allt að 3 milljónum
króna en þó ekki meira en 50% af heildarkostnaði. Verkefnin
skulu fara fram á tímabilinu janúar–desember 2018.
Á vefsíðu afmælisársins www.fullveldi1918.is er
að finna ítarlegar verkefnaáherslur, viðmið við mat
á verkefnum og nánari upplýsingar um umsóknarferlið.
Skila skal inn tillögum að verkefnum
fyrir kl. 16, 22. október 2017.
Ert þúmeð hugmynd að vönduðu
verkefni á dagskrá afmælisársins?
www.fullveldi1918.is
Árið 2018 eru 100 ár liðin frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Aldarafmælisins verður minnst
allt árið með fjölbreyttri og vandaðri dagskrá, um land allt. Því er nú leitað til landsmanna við mótun
dagskrár afmælisársins.
P
ipar\TBW
A
\
SÍA
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýning á verkum Sigurðar Guð-
mundssonar verður opnuð í dag
kl. 13.30 í höfuðstöðvum Arion
banka í Borgartúni 19 og hefst
opnunin með fyrirlestri Gunnars
J. Árnasonar listheimspekings um
verk þessa ástsæla myndlist-
armanns.
Á sýningunni
má sjá valin
verk eftir Sig-
urð, allt frá
fyrstu sýningu
hans árið 1968-9
til nýrra verka,
m.a. ljósmynda-
verk, skúlptúra,
grafík- og texta-
verk.
Um aldar-
fjórðungur er liðinn frá því ferils-
sýning var síðast haldin á verkum
Sigurðar og eru verkin í Arion
banka til sýnis á nokkrum hæðum
hússins.
Sigurður kom fram á sjón-
arsviðið á sjöunda áratugnum sem
einn af stofnendum SÚM, Sam-
bands ungra myndlistarmanna, og
hefur upp frá því sinnt listsköpun
víða um heim en lengst af í Hol-
landi og Kína en hann stundaði
myndlistarnám í Hollandi.
Sigurður er með þekktustu og
virtustu myndlistarmönnum þjóð-
arinnar og segir í tilkynningu frá
Arion að verk hans séu marg-
slungin og marglaga og spyrji
gjarnan tilvistarlegra spurninga
en um leið sé leikgleðin áberandi.
„Sigurður er ávallt leitandi og
hættir aldrei að koma á óvart,
hvort sem er í efnistökum eða út-
færslu, en þó má greina sterk leið-
arstef í gegnum allan hans feril,“
segir þar.
Miklar og óvæntar vendingar
„Sigurður er að mörgu leyti ein-
stakur listamaður, ekki aðeins fyr-
ir þá heillandi sýn sem hann hefur
skapað á hálfrar aldar ferli heldur
einnig fyrir þær miklu og óvæntu
vendingar sem hafa orðið á ferl-
inum. Það er ekki auðhlaupið að
því að ná utan um allar þær ólíku
hliðar sem er að finna á listsköpun
hans,“ segir Gunnar J. Árnason
um listamanninn.
„Sigurður er vafalaust þekkt-
astur fyrir ljósmyndaverkin frá
áttunda áratug síðustu aldar, sem
eru orðin nokkurs konar einkenn-
isverk fyrir áttunda áratuginn í
evrópskri listasögu. Ég held að
flestir Íslendingar kannist við ein-
hver þeirra og þau höfða ennþá
mjög sterkt til fólks. Margar eru
teknar við ströndina í Hollandi
eða í eyðilegu landslagi þar sem
Sigurður er í einhverju hlutverki
sjálfur. En hann leit ekki á þessi
verk sem ljósmyndir og hann hafði
engan sérstakan áhuga á ljós-
myndun. Hann lýsir þeim ýmist
sem skúlptúrum eða ljóðum. En
þessu tímabili í ferli Sigurðar lauk
skyndilega árið 1981 þegar hann
sneri við blaðinu, hætti að gera
ljósmyndaverk og sneri sér að þrí-
víðum verkum og grafík. Miðað
við þann léttleika og glens sem
einkenndi ljósmyndaverkin þá var
meiri þungi og alvara í verkum frá
þessu tímabili,“ segir Gunnar.
Heimspekilegur tónn
Hann segir önnur vatnaskil hafa
orðið á ferli Sigurðar þegar hann
gaf út sína fystu bók, Tabula rasa,
árið 1993. Fáeinum árum síðar
hafi hann flutt ásamt konu sinni til
borgarinnar Xiamen á suðaust-
urströnd Kína. „Allar götur síðan
hefur list hans einkennst af mikilli
fjölbreytni og það liggja eftir hann
ýmis verk á almannafæri hér á Ís-
landi, eins og fáguðu steinarnir í
sjóvarnargarðinum við Sæbrautina
í Reykjavík og steineggin við
Djúpavog,“ segir Gunnar.
„Mér hefur sýnst að þrátt fyrir
alla fjölbreytnina þá finnur maður
fyrir heimspekilegum tóni sem
stafar af verkum hans. Sigurður
hefur ávallt verið mjög upptekinn
af hinu skapandi ferli og því hlut-
verki sem það gegnir, bæði fyrir
listamanninn sjálfan og þá sem
komast í snertingu við listaverkið.
Í öllum fjórum bókunum og ekki
síst í þeirri síðustu, Musa: kvöld,
er þetta honum mjög hugleikið.
Hann lýsir verkum sínum gjarn-
an sem ljóðum en fyrir honum eru
ljóð uppspretta nýrrar merkingar,
sem koma til okkar handan þess
skiljanlega. Einn gjörningur Sig-
urðar heitir „Hver maður er ljóð“.
En ég skil hann sem svo að maður
er ljóð í þeim skilningi að það sem
gerir okkur mennsk er einmitt að
geta gætt líf okkar merkingu sem
á sér engan annan uppruna en í
okkur sjálfum. Þær miklu og
óvæntu vendingar sem við sjáum í
listferli Sigurðar eru einmitt til
marks um þrotlausa leit hans að
þessum upphafsreit þar sem nýr
veruleiki verður til úr engu, ef svo
má að orði komast,“ segir Gunnar.
Sýningin verður opin til kl. 16 í
dag og eftir það á virkum dögum
kl. 10-16. Henni lýkur 29. desem-
ber.
Upptekinn af hinu skapandi ferli
Valin verk eftir Sigurð Guðmunds-
son, allt frá upphafi ferils hans, á sýn-
ingu í höfuðstöðvum Arion banka
Ljóðrænt „Untitled Seascape“ heitir þetta verk eftir Sigurð frá árinu 2011.
Sigurður á ónefndri strönd með harmonikku í eftirdragi.
Birt með leyfi listamanns og i8 gallerís
Extension Verk frá árinu 1974.
Gunnar J.
Árnason