Feykir


Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 8

Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 8
2 01 68 „Það er í rauninni bara allt,“ segir Binný, aðspurð um hvað sé í tísku fyrir þessi jól. „Þegar ég fór í heildsölurnar var ekkert afgerandi. Sjálf er ég þannig jólabarn að ég vil helst gyllt og rautt. Við höfum alltaf miðað við að jóla- vörurnar séu komnar upp rétt fyrir feðradaginn,“ segir hún aðspurð um uppáhaldsjólaskrautið og hvenær hún byrji að setja upp jólavörurnar. Binný hefur rekið búðina í tæp tíu ár. „Ég er mikið jólabarn og Hrafn- hildur líka,“ segir hún, en Hrafnhildur Skaptadóttir hefur lengi unnið í búð- inni hjá henni. „Við erum löngu farnar að spila jólalögin á bak við en þau fá ekki að hljóma fram í búð fyrr en á aðventunni.“ Binný segist ævinlega skipuleggja sig vel fyrir jólin. „Ég er löngu búin að baka piparkökurnar sem verður boðið upp á hér í búðinni á aðvent- unni. Hrafnhildur er búin að pakka inn jólagjöfunum og ég er búin að ákveða allar gjafirnar.“ Að lokum ráðleggur hún fólki að láta jólastressið ekki ná tökum á sér, en njóta frekar aðventunnar. „Unga fólkið vill einfaldar skreytingar“ UMFJÖLLUN Kristín S. Einarsdóttir Binný í Blómabúðinni sýnir lesendum það vinsælasta í skrauti og gjafavöru Tískustraumar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda og eru jólin engin undantekning þar á. Fyrir hver jól senda mörg fyrirtæki sem framleiða hönnunarvarning og gjafavöru frá sér nýja línu og margir safnarar og fagurkerar bíða spenntir eftir þeim. Feyki lék forvitni á að vita hvað væri vinsælast í skreytingum og gjafavöru fyrir þessi jól. Því brá blaðamaður sér í heimsókn í Blóma- og gjafabúðina á Sauðárkróki og spurði Brynhildi Sigtryggsdóttur, Binný, út í það. Hekla Gráa línan frá Heklu er ný fyrir þessi jól og það er sérlega mjúkt og gott efni í textílvörunum í þeirri línu. Í þessari línu eru eldspýtustokkur, kerti, servíettur, gjafapoki og ofnhanski, svunta og löber. Sveinbjörg Línan frá Sveinbjörgu er nýkomin í Blóma- og gjafabúðina. Þar er meðal annars jólalöber, viskustykki, svunta og löber með Krummamyndum, könnur, teppi og handklæði sem Binný segir að séu mjög vinsæl gjafavara. Íslenskur jólasveinn Binný segir íslensku jólasveinana alltaf vera sígilda. Sniðugt sé að gefa einn á ári og merkja við hvaða jólasveina er búið að gefa. Laufabrauðs- járn Laufabrauðsjárnin eru framleidd á Kjalarnesi og eru íslenskt handverk. Þau er afar vönduð og geta enst alla ævi ef vel er farið með þau. Strumpalínan Strumpalínan hefur verið mjög vinsæl og segir Binný að múmínálfarnir, dvergarnir sjö og strumparnir séu fyrir alla aldurshópa, þó að um sé að ræða persónur úr barnabókum og teiknimyndum. Jólakallar Þessir skemmtilegu jólakallar eru sænskir og koma í nýrri útgáfu á hverju ári. Georg Jensen „Georg Jensen vörurnar eru mitt uppáhald. Þetta eru mjög vandaðar vörur,“ segir Binný. Púðar Púðarnir frá Lagði eru framleiddir á Hólabaki í Austur- Húnavatnssýslu og njóta mikilla vinsælda. 1 Aðventukransar Binný segir að gömlu aðventukransarnir með greninu séu hverfandi. Unga fólkið vilji eitthvað einfalt og fljótlegt, sem ekki er mikil eldhætta af. Margir nota bakka og ýmiskonar kerti og kertastjaka og kaupa jafnvel tölustafi til að festa á kertin. Þessi krans er finnskur, úr trjágreinum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.