Feykir - 23.11.2016, Qupperneq 14
2 01 61 4
HEILBRIGÐISSTOFNUN
NORÐURLANDS
www.hsn.is
Undirritaður kynntist Pawel lítillega
í gegnum lítið verkefni og dáðist að
því hve vel honum hafði tekist að ná
valdi á tungumálinu enda er hann oft
fenginn til að túlka fyrir samlanda sína í
heimabænum. Forvitnin rak blaðamann
til að hafa samband og spyrja hann út
í Íslandsdvölina og ekki síður hvernig
jólahefðir þjóðanna tveggja skarast.
Pawel, er eins og áður segir, frá
Póllandi og bjó fyrstu átta árin í sveitinni,
hjá afa sínum og ömmu en þar segist
hann m.a. hafa lært að keyra dráttavélar.
Þaðan flutti fjölskyldan til Białystok,
stærstu borgar í norðausturhluta Póllands
sem jafnframt er höfuðborg Podlaskie
Voivodeship héraðsins. Þar lauk hann
grunnskólagöngu sinni og útskrifaðist
Blönduós er
góður staður
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Viðtal við Pawel Mickiewicz
Á Blönduósi býr Pawel Mickiewicz, 35 ára gamall
Pólverji ásamt konu sinni Kasia og tveimur sonum,
Kacper 6 ára og Wojtek 11 mánaða. Þann 13. septem-
ber árið 2002 kom hann til Íslands, á Blönduós og átti dvölin einungis að
standa yfir í þrjá mánuði mánuði en reyndin er að árin eru orðin fjórtán.
Lukkuleg fjölskylda á Blönduósi. Kasia og Pawel með bræðurna Kacper og Wojtek.
síðar úr framhaldskóla. Það var svo árið
2002 sem fjölskyldan hélt á framandi
slóðir, til lands elds og ísa, til að vinna í
sláturhúsinu á Blönduósi og átti dvölin
að standa stutt yfir eins og áður sagði. En
dvölin hefur ekki tekið enda. „Mér fannst
strax Ísland mjög fallegt land og Blönduós
góður staður til að búa á. Það hefur ekki
breyst enn,“ segir Pawel. „Mér finnst
gaman að læra tungumál og þess vegna
byrjaði ég strax að læra íslenskuna en það
kanilpiparKÖKUR
Uppskriftina að kanilpiparkökunum
góðu sem Pawel minnist á fengum
við að birta og kemur hún hér:
600 g hveiti
300 g hunang
100 g púðursykur
150 g brætt smjör
1 egg
1.5 tsk. matarsódi
40 g piparkökukrydd
1 tsk. kanill
Allt sett í skál og hrært saman í hrærivél,
bakað við 180 gráður í ofni í u.þ.b. 10
mínútur.
Verði ykkur að góðu.
Uppáhaldið hjá Pawel
var svolítið erfitt í fyrstu. Ég gat ekki
sagt Gleðileg jól fyrst í stað.“ Pawel segir
að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast
lífinu á Blönduósi því allir voru boðnir
og búnir til að hjálpa þeim.
Líkar jólahefðir
Jólin í Póllandi eru mjög hátíðleg og
undirbúningur tekur marga daga
en Pawel segir að sú vinna borgi sig.
„Lifandi jólatré, sérstakur matur sem
við borðum bara um jólin og lyktin af
nýbökuðum kanilpiparkökum gerir
þennan tíma ógleymanlegan. Jólin á
Íslandi eru mjög lík þeim í Póllandi. Við
reynum að safnast sem flest saman og
syngjum jólalög sem fjalla um fæðingu
Jesú Krist. Borðum kvöldmat sem á að
innihalda tólf tegundir af mismunandi
réttum til að minnast postulanna tólf.
Á aðfangadag, 24. des., borðum við
ekki kjöt allan daginn. Þá er fiskur
aðalrétturinn. Við borðum líka hvítkál
með sveppum, síld í allskonar formi,
rauðrófusúpu og fleira sem einungis er
útbúið um jólin. Á borðinu er alltaf einn
auka diskur fyrir gesti sem gætu komið
í heimsókn. En mikilvægast er að við
tökum brauð, svipað og laufabrauð
sem heitir obláta, deilum milli allra og
förum með bænir. Afi gamli var vanur
að segja: „Svo við getum hist aftur á
næsta ári, ef Guð lofar,“ segir Pawel í
lokin og óskar öllum gleðilegra jóla.
Jólaskraut sem sýnir fæðingu Jesú. Mynd frá Póllandi en þar er jólasveinn sem alltaf
kemur með jólagjafirnar.
Dæmigert pólskt jólahlaðborð Jólin á Íslandi. Við endann situr bróðir Pawels
og foreldrar hans hægra megin.